„Líklega mitt síðasta Evrópumót“ Smári Jökull Jónsson skrifar 3. janúar 2024 23:31 Mikkel Hansen með Dönum á heimsmeistaramótinu í janúar á síðasta ári. Vísir/Getty Mikkel Hansen segir að Evrópumótið í handbolta sem hefst í Þýskalandi í næstu viku verði hans síðasta. Handknattleiksmaðurinn Mikkel Hansen verður að sjálfsögðu með Dönum á Evrópumótinu sem hefst í Þýskalandi í næstu viku. Hansen hefur leikið 255 landsleiki fyrir Dani og unnið gull á Evrópu- og Heimsmeistaramótum sem og Ólympíuleikum. Þó hann sé ekki kominn með á hreint hvenær landsliðsferillinn mun taka enda er hann farinn að leggja drög að því. Í viðtali við danska ríkissjónvarpið segir hann að þetta verði líklega hans síðasta Evrópumót. „Það er það líklega,“ segir Hansen en næsta Evrópumót fer fram í janúar árið 2026 en þá verður Hansen 38 ára gamall. „Að sjálfsögðu fer maður að hugsa um hversu lengi maður getur spilað. Getur maður haldið sama dampi? Og getur maður ástríðunni og einbeitingunni sem það krefst?,“ bætir Hansen við. Framundan hjá danska landsliðinu eru Ólympíuleikarnir í París næsta sumar sem eru mikilvægir í huga Hansen eftir ár hans hjá franska liðinu PSG. Á næsta ári er síðan heimsmeistaramót sem verður að hluta til spilað í Danmörku. Hansen segist ekki vera búinn að ákveða hvort annað þessara móta verði hans lokamót með landsliðinu. „Ekki enn. Ég kem væntanlega að þeirri ákvörðun á einhverjum tímapunkti. Ef mér finnst ég ekki hafa neitt að leggja í púkkið þá gerist það af sjálfu sér. Ég er ekki kominn það langt að ég sé farinn að hugsa nákvæmlega hvenær hitt eða þetta gerist. Þetta snýst um tilfinningu. Líði mér skyndilega þannig að ég vilji ekki fara með á næsta mót þá er það fínt að stoppa þá.“ Fyrsti leikur Dana á Evrópumótinu er gegn Tékkum þann 11. janúar en daginn eftir mætast Ísland og Serbía í fyrsta leik Íslands á mótinu. Danmörk EM 2024 í handbolta Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Sjá meira
Handknattleiksmaðurinn Mikkel Hansen verður að sjálfsögðu með Dönum á Evrópumótinu sem hefst í Þýskalandi í næstu viku. Hansen hefur leikið 255 landsleiki fyrir Dani og unnið gull á Evrópu- og Heimsmeistaramótum sem og Ólympíuleikum. Þó hann sé ekki kominn með á hreint hvenær landsliðsferillinn mun taka enda er hann farinn að leggja drög að því. Í viðtali við danska ríkissjónvarpið segir hann að þetta verði líklega hans síðasta Evrópumót. „Það er það líklega,“ segir Hansen en næsta Evrópumót fer fram í janúar árið 2026 en þá verður Hansen 38 ára gamall. „Að sjálfsögðu fer maður að hugsa um hversu lengi maður getur spilað. Getur maður haldið sama dampi? Og getur maður ástríðunni og einbeitingunni sem það krefst?,“ bætir Hansen við. Framundan hjá danska landsliðinu eru Ólympíuleikarnir í París næsta sumar sem eru mikilvægir í huga Hansen eftir ár hans hjá franska liðinu PSG. Á næsta ári er síðan heimsmeistaramót sem verður að hluta til spilað í Danmörku. Hansen segist ekki vera búinn að ákveða hvort annað þessara móta verði hans lokamót með landsliðinu. „Ekki enn. Ég kem væntanlega að þeirri ákvörðun á einhverjum tímapunkti. Ef mér finnst ég ekki hafa neitt að leggja í púkkið þá gerist það af sjálfu sér. Ég er ekki kominn það langt að ég sé farinn að hugsa nákvæmlega hvenær hitt eða þetta gerist. Þetta snýst um tilfinningu. Líði mér skyndilega þannig að ég vilji ekki fara með á næsta mót þá er það fínt að stoppa þá.“ Fyrsti leikur Dana á Evrópumótinu er gegn Tékkum þann 11. janúar en daginn eftir mætast Ísland og Serbía í fyrsta leik Íslands á mótinu.
Danmörk EM 2024 í handbolta Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Sjá meira