Vaxandi raforkusala á almennum markaði Heimir Þórisson skrifar 4. janúar 2024 07:01 Raforkuöryggi hefur verið í brennidepli að undanförnu. Nýjasta virkjun Landsvirkjunar, Búrfellsstöð II, var gangsett árið 2018 og útlit er fyrir að sú næsta, Hvammsvirkjun, verði ekki gangsett fyrr en 2028. Eftirspurn hefur þó aukist umtalsvert á síðustu árum og nú er svo komið að vinnslukerfi fyrirtækisins er fullnýtt. Landsvirkjun selur ekki raforku beint til heimila og fyrirtækja, annarra en stórnotenda. Raforkan er seld til sölufyrirtækja sem selja hana svo áfram. Öllum sölufyrirtækjum bjóðast sömu kjör á hverjum tíma. Þegar við tölum um markaðshlutdeild Landsvirkjunar á almennum markaði er mikilvægt að átta sig á að hún stjórnast af eftirspurn sölufyrirtækja frekar en markaðssókn eða ákvörðunum Landsvirkjunar. Nú þegar gengið hefur verið frá sölu raforku fyrir janúar 2024 fæst staðfest að sala Landsvirkjunar á almenna markaðinn, sem stjórnast af þessari eftirspurn, eykst um 25% á milli ára. Til samanburðar gera raforkuspár Landsnets og Orkustofnunar ráð fyrir um 1,5-2,5% vexti á almennum markaði milli 2023 og 2024. Þessi mikla aukning umfram spár kveikir grun um að raforku á almennum markaði sé nú beint til notenda utan hans. Sala Landsvirkjunar á almennan markað hefur sveiflast mikið undanfarin ár. Þannig var 7% samdráttur í janúar milli áranna 2020 og 2021 þegar heimfaraldur reið yfir. Á sama tíma minnkaði þó heildarnotkun almenna markaðarins aðeins um 1,5% og því ljóst að önnur orkufyrirtæki beindu sinni framleiðslu í auknum mæli inn á almennan markað. Frá árinu 2021 hefur svo sala Landsvirkjunar aukist umfram vöxt markaðar á hverju ári. Aukning í sölu Landsvirkjunar er langt umfram vöxt á almennum markaði.Landsvirkjun Kerfi Landsvirkjunar er nú fullnýtt og ljóst að takmörk eru á því hversu miklar skuldbindingar fyrirtækið getur gengist undir til viðbótar á næstu árum. Ef sú aukning sem við sjáum nú raungerast í janúar heldur áfram kemur að því að fyrirtækið geti ekki annað allri eftirspurn og þyrfti í því tilfelli að selja þá orku sem til er til hæstbjóðanda, í samræmi við samkeppnislög. Þetta myndi þó ekki tryggja að næg raforka væri til staðar fyrir almennan markað og líkur væru á verðhækkunum til heimila og fyrirtækja. Mikilvægt er að tryggja raforkuöryggi almennings áður en til slíkra aðstæðna kemur. Höfundur er sérfræðingur hjá viðskiptaþjónustu Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Raforkuöryggi hefur verið í brennidepli að undanförnu. Nýjasta virkjun Landsvirkjunar, Búrfellsstöð II, var gangsett árið 2018 og útlit er fyrir að sú næsta, Hvammsvirkjun, verði ekki gangsett fyrr en 2028. Eftirspurn hefur þó aukist umtalsvert á síðustu árum og nú er svo komið að vinnslukerfi fyrirtækisins er fullnýtt. Landsvirkjun selur ekki raforku beint til heimila og fyrirtækja, annarra en stórnotenda. Raforkan er seld til sölufyrirtækja sem selja hana svo áfram. Öllum sölufyrirtækjum bjóðast sömu kjör á hverjum tíma. Þegar við tölum um markaðshlutdeild Landsvirkjunar á almennum markaði er mikilvægt að átta sig á að hún stjórnast af eftirspurn sölufyrirtækja frekar en markaðssókn eða ákvörðunum Landsvirkjunar. Nú þegar gengið hefur verið frá sölu raforku fyrir janúar 2024 fæst staðfest að sala Landsvirkjunar á almenna markaðinn, sem stjórnast af þessari eftirspurn, eykst um 25% á milli ára. Til samanburðar gera raforkuspár Landsnets og Orkustofnunar ráð fyrir um 1,5-2,5% vexti á almennum markaði milli 2023 og 2024. Þessi mikla aukning umfram spár kveikir grun um að raforku á almennum markaði sé nú beint til notenda utan hans. Sala Landsvirkjunar á almennan markað hefur sveiflast mikið undanfarin ár. Þannig var 7% samdráttur í janúar milli áranna 2020 og 2021 þegar heimfaraldur reið yfir. Á sama tíma minnkaði þó heildarnotkun almenna markaðarins aðeins um 1,5% og því ljóst að önnur orkufyrirtæki beindu sinni framleiðslu í auknum mæli inn á almennan markað. Frá árinu 2021 hefur svo sala Landsvirkjunar aukist umfram vöxt markaðar á hverju ári. Aukning í sölu Landsvirkjunar er langt umfram vöxt á almennum markaði.Landsvirkjun Kerfi Landsvirkjunar er nú fullnýtt og ljóst að takmörk eru á því hversu miklar skuldbindingar fyrirtækið getur gengist undir til viðbótar á næstu árum. Ef sú aukning sem við sjáum nú raungerast í janúar heldur áfram kemur að því að fyrirtækið geti ekki annað allri eftirspurn og þyrfti í því tilfelli að selja þá orku sem til er til hæstbjóðanda, í samræmi við samkeppnislög. Þetta myndi þó ekki tryggja að næg raforka væri til staðar fyrir almennan markað og líkur væru á verðhækkunum til heimila og fyrirtækja. Mikilvægt er að tryggja raforkuöryggi almennings áður en til slíkra aðstæðna kemur. Höfundur er sérfræðingur hjá viðskiptaþjónustu Landsvirkjunar.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar