Flugeldasalan ívíð meiri en um síðustu áramót Atli Ísleifsson skrifar 3. janúar 2024 10:36 Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, starfandi formaður Landsbjargar, telur að gott veður á höfuðborgarsvæðinu hafi haft sitt að segja um aukna flugeldasölu. Vísir/Vilhelm Starfandi formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir að flugeldasala björgunarsveitanna í kringum nýliðin áramót virðist hafa verið ívíð meiri en fyrir ári. „Þetta gekk nú bara þokkalega vel og flestar sveitir eru sáttar við söluna,“ segir Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, starfandi formaður Landsbjargar. „Það er ekki hægt að segja að það hafi verið gígantísk aukning, en þetta var meira en í fyrra,“ segir Borghildur. Slysavarnafélagið Landsbjörg eigi eftir að taka saman sölutölur en muni að venju ekki birta þær opinberlega. Gott veður á höfuðborgarsvæðinu Aðspurð um hvað hafi valdið söluaukningunni nú segir Borghildur Fjóla að veðrið kunni að hafa sitt að segja. „Það er ekki gott að segja. Það var ágætis veður á höfuðborgarsvæðinu og svo hafa verkefnin verið mörg og stór sem kunni að hafa haft áhrif á að fólk hafi frekar vilja styðja okkur. Við erum að minnsta kosti mjög þakklát.“ Minni umræða um mengun af völdum flugelda Athygli vakti dagana áður en 2022 gekk í garð þegar Umhverfisstofnun réðst í átak þar sem landsmenn voru hvattir til að sleppa flugeldum alveg eða stilla notkun þeirra verulega í hóf. Var bent á að flugeldar væru aldrei umhverfisvænir eða skaðlausir og að þörfin fyrir flugelda færi minnkandi með nýjum hugsunarhætti. Borghildur Fjóla segir að þessi umræða hafi ekki verið eins áberandi að þessu sinni, en bendir á að björgunarsveitirnar geri sér fulla grein fyrir því að flugeldar séu ekki umhverfisvænir. „Við vitum alveg að flugeldar menga og það verður svifrykstopppur á þessum tíma. En við höfum reynt að minnka plastið og svo eru engir þungmálmar eftir í flugveldum. En flugeldarnir menga og búa til svifryk og eru erfiðir fyrir þá sem eru veikir fyrir. Við reynum því öll að takmarka tímann þar sem flugeldar eru skotnir upp.“ Björgunarsveitir Flugeldar Áramót Tengdar fréttir „Þetta átak Umhverfisstofnunar kom aftan að okkur“ Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir flugeldasöluna á síðustu dögum nýliðins árs hafa verið nokkurn veginn á pari við söluna 2021. Hann segir að átak Umhverfisstofnunar hafi komið aftan að félaginu, en flugeldasala er ein helsta fjármögnunarleið björgunarsveitanna. 1. janúar 2023 18:52 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira
„Þetta gekk nú bara þokkalega vel og flestar sveitir eru sáttar við söluna,“ segir Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, starfandi formaður Landsbjargar. „Það er ekki hægt að segja að það hafi verið gígantísk aukning, en þetta var meira en í fyrra,“ segir Borghildur. Slysavarnafélagið Landsbjörg eigi eftir að taka saman sölutölur en muni að venju ekki birta þær opinberlega. Gott veður á höfuðborgarsvæðinu Aðspurð um hvað hafi valdið söluaukningunni nú segir Borghildur Fjóla að veðrið kunni að hafa sitt að segja. „Það er ekki gott að segja. Það var ágætis veður á höfuðborgarsvæðinu og svo hafa verkefnin verið mörg og stór sem kunni að hafa haft áhrif á að fólk hafi frekar vilja styðja okkur. Við erum að minnsta kosti mjög þakklát.“ Minni umræða um mengun af völdum flugelda Athygli vakti dagana áður en 2022 gekk í garð þegar Umhverfisstofnun réðst í átak þar sem landsmenn voru hvattir til að sleppa flugeldum alveg eða stilla notkun þeirra verulega í hóf. Var bent á að flugeldar væru aldrei umhverfisvænir eða skaðlausir og að þörfin fyrir flugelda færi minnkandi með nýjum hugsunarhætti. Borghildur Fjóla segir að þessi umræða hafi ekki verið eins áberandi að þessu sinni, en bendir á að björgunarsveitirnar geri sér fulla grein fyrir því að flugeldar séu ekki umhverfisvænir. „Við vitum alveg að flugeldar menga og það verður svifrykstopppur á þessum tíma. En við höfum reynt að minnka plastið og svo eru engir þungmálmar eftir í flugveldum. En flugeldarnir menga og búa til svifryk og eru erfiðir fyrir þá sem eru veikir fyrir. Við reynum því öll að takmarka tímann þar sem flugeldar eru skotnir upp.“
Björgunarsveitir Flugeldar Áramót Tengdar fréttir „Þetta átak Umhverfisstofnunar kom aftan að okkur“ Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir flugeldasöluna á síðustu dögum nýliðins árs hafa verið nokkurn veginn á pari við söluna 2021. Hann segir að átak Umhverfisstofnunar hafi komið aftan að félaginu, en flugeldasala er ein helsta fjármögnunarleið björgunarsveitanna. 1. janúar 2023 18:52 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira
„Þetta átak Umhverfisstofnunar kom aftan að okkur“ Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir flugeldasöluna á síðustu dögum nýliðins árs hafa verið nokkurn veginn á pari við söluna 2021. Hann segir að átak Umhverfisstofnunar hafi komið aftan að félaginu, en flugeldasala er ein helsta fjármögnunarleið björgunarsveitanna. 1. janúar 2023 18:52