5 ráð til að setja þér markmið Jón Jósafat Björnsson skrifar 3. janúar 2024 10:31 Hvernig viltu að árið verði? Hvaða markmiðum viltu ná? Hvað myndi gera árið skemmtilegt og árangursríkt? Hér eru fimm atriði sem gott er að hafa í huga þegar þú setur þér markmið. Hugsaðu um gildin. Það er mikilvægt að markmiðin séu í takti við gildin þín eða a.m.k. fari ekki gegn þeim. Gefðu þér nokkrar mínútur í að hugleiða gildin þín áður en þú byrjar. Jafnvægi. Það er freistandi að setja sér bara eitt markmið á árinu og ná því. Vandinn við að einblína á eitt svið er að við gætum vanrækt önnur mikilvæg. Algeng svið til að setja sér markmið á eru t.d. heilsa, atvinna eða skóli, vinir, fjölskylda, fjárhagur, samfélagsmál og einkalíf. Notaðu SMART formúluna (Sértækt, Mælanlegt, Aðlaðandi, Raunhæft og Tímasett). Hafðu markmiðið sértækt. Ef þú ætlar t.d. að hreyfa þig ákveddu þig þá hvernig. Til að meta árangur þurfa markmið að vera mælanleg sb. mínútur á dag eða ákveðin vegalengd osfrv. Það er líka mikilvægt að setja sér aðlaðandi markmið. Markmið sem þú vilt ná en ert ekki að gera fyrir einhvern annan. Við þurfum svo líka að vera raunhæf. Það væri vissulega gaman að komast á Ólympíuleikana í sumar en kannski er raunhæfara fyrir okkur flest að setja markið aðeins neðar. Að lokum þurfum við svo að ákveða tímamörkin og ákveða dagsetningu. Það er gott að skrifa markmiðin niður, það eykur líkurnar á að við náum þeim um 40%, og stundum er gott að segja öðrum frá þeim. Það eykur skuldbindingu okkar. Hugaðu að tímarammanum. Mörgum okkar hættir til að hugsa stutt fram í tímann og oft setjum við okkur markmið í upphafi árs sem tengjast janúar eða febrúar. Við ættum að hafa hæfilega blöndu af skammtíma- og langtímamarkmiðum. Að hugsa nokkur ár fram í tímann hjálpar okkur að sjá hvaða skammtímamarkmið styðja við framtíðarsýnina okkar. Verðlaunum okkur. Við þurfum hvatningu til að ná markmiðum okkar. Um leið og markmið geta aukið metnað okkar og lífsfyllingu eiga þau líka að vera skemmtileg. Það er enginn kvóti á sjálfshvatningu og verðlaunum. Fögnum hverri framför og höldum upp á áfangasigra. Njótum ferðalagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Dale Carnegie. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Jósafat Björnsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Hvernig viltu að árið verði? Hvaða markmiðum viltu ná? Hvað myndi gera árið skemmtilegt og árangursríkt? Hér eru fimm atriði sem gott er að hafa í huga þegar þú setur þér markmið. Hugsaðu um gildin. Það er mikilvægt að markmiðin séu í takti við gildin þín eða a.m.k. fari ekki gegn þeim. Gefðu þér nokkrar mínútur í að hugleiða gildin þín áður en þú byrjar. Jafnvægi. Það er freistandi að setja sér bara eitt markmið á árinu og ná því. Vandinn við að einblína á eitt svið er að við gætum vanrækt önnur mikilvæg. Algeng svið til að setja sér markmið á eru t.d. heilsa, atvinna eða skóli, vinir, fjölskylda, fjárhagur, samfélagsmál og einkalíf. Notaðu SMART formúluna (Sértækt, Mælanlegt, Aðlaðandi, Raunhæft og Tímasett). Hafðu markmiðið sértækt. Ef þú ætlar t.d. að hreyfa þig ákveddu þig þá hvernig. Til að meta árangur þurfa markmið að vera mælanleg sb. mínútur á dag eða ákveðin vegalengd osfrv. Það er líka mikilvægt að setja sér aðlaðandi markmið. Markmið sem þú vilt ná en ert ekki að gera fyrir einhvern annan. Við þurfum svo líka að vera raunhæf. Það væri vissulega gaman að komast á Ólympíuleikana í sumar en kannski er raunhæfara fyrir okkur flest að setja markið aðeins neðar. Að lokum þurfum við svo að ákveða tímamörkin og ákveða dagsetningu. Það er gott að skrifa markmiðin niður, það eykur líkurnar á að við náum þeim um 40%, og stundum er gott að segja öðrum frá þeim. Það eykur skuldbindingu okkar. Hugaðu að tímarammanum. Mörgum okkar hættir til að hugsa stutt fram í tímann og oft setjum við okkur markmið í upphafi árs sem tengjast janúar eða febrúar. Við ættum að hafa hæfilega blöndu af skammtíma- og langtímamarkmiðum. Að hugsa nokkur ár fram í tímann hjálpar okkur að sjá hvaða skammtímamarkmið styðja við framtíðarsýnina okkar. Verðlaunum okkur. Við þurfum hvatningu til að ná markmiðum okkar. Um leið og markmið geta aukið metnað okkar og lífsfyllingu eiga þau líka að vera skemmtileg. Það er enginn kvóti á sjálfshvatningu og verðlaunum. Fögnum hverri framför og höldum upp á áfangasigra. Njótum ferðalagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Dale Carnegie.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun