Innlent

Aldrei mælst minni í Þjóðar­púlsi Gallup

Atli Ísleifsson skrifar
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra.
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm

Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með átján prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups og hefur flokkurinn aldrei mælst með minna fylgi í rúmlega þriggja áratuga sögu Þjóðarpúlsins. Samfylkingin mælist enn stærst með 28 prósenta fylgi og Miðflokkurinn mælist þriðji stærsti flokkurinn.

Ef lesið er í könnuna má sjá að fylgi flokkanna breytist almennt lítið milli kannana. Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að minnka – fer úr 33 prósentum í nóvember og í 32 prósent í desember.

Miðflokkurinn mælist nú þriðji stærsti flokkurinn með 9,7 prósent, nokkru meira en Framsókn sem mælist með 9,4 prósent.

Fylgi einstakra flokka (fylgi í kosningum 2021 er innan sviga):

  • Samfylkingin: 28,4 prósent (9,9 prósent)
  • Sjálfstæðisflokkurinn: 18,1 prósent (24,4 prósent)
  • Miðflokkurinn: 9,7 prósent (5,5 prósent)
  • Framsókn: 9,4 prósent (17,3 prósent)
  • Píratar: 9,1 prósent (8,6 prósent)
  • Viðreisn: 8,8 prósent (8,3 prósent)
  • Flokkur fólksins: 6,8 prósent (8,9 prósent)
  • Vinstri græn: 6,0 prósent (12,6 prósent)
  • Sósíalistaflokkurinn: 3,6 prósent (4,1 prósent)
Gallup

Um er að ræða netkönnun sem Gallup gerði dagana 1. desember 2023 til 1. janúar 2024. Heildarúrtakið var 9.636 og var þátttökuhlutfallið 48,9 prósent.

Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 17,3 prósenta fylgi í könnun Maskínu í desember. Samfylkingin mældist með 26,3 prósenta fylgi í sömu könnun. Fylgi Vinstri grænna mældist 5,6 prósent í þeirri könnun og Framsókn, þriðji ríkisstjórnarflokkurinn, með 9,9 prósenta fylgi.


Tengdar fréttir

Tilbúin að verða formaður flokksins

„Ég held ég sé nú bara mjög venjuleg stelpa af Skaganum,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, spurð um hver hún sé. Hún segist tilbúin í að verða formaður Sjálfstæðisflokksins og vonast til að flokksfólk treysti henni til þess að sinna því hlutverki.

Minnsta fylgi VG frá upphafi

Fylgi ríkisstjórnarinnar heldur áfram að minnka samkvæmt nýjum þjóðarpúls frá Gallup. Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar um eitt prósentustig á milli kannanna og situr nú í 33 prósentum.

Óvinsældir Bjarna sláandi

Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir óvinsældir Bjarna Benediktssonar samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Maskínu sláandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×