Sósíalistaflokkurinn í upphafi 2024 Jökull Sólberg skrifar 3. janúar 2024 08:30 Sósíalistaflokkurinn var stofnaður árið 2017, er með tvo kjörna fulltrúa í Reykjavík og hlaut 4,1% atkvæða á landsvísu í síðustu Alþingiskosningum. Flokkurinn studdi B-listann í tveimur sögulegum sigrum í kjöri til formanns og stjórnar Eflingar, og hefur látið styrki ríkisins til stjórnmáflokka renna í félagastarf eins og endurreisn Leigjendasamtakanna ásamt styrkjum til Samstöðvarinnar. Starf flokksins, Leigjendasamtökin og Samstöðin eru öll til húsa í Bolholti 6 sem er nú verið breyta til að vera betur sniðið að þörfum þessa grasrótarstarfs. Samstöðin heldur úti frétta- og skoðanasíðu og býr til um 21 tíma af samfélagsumræðu á viku í útvarpi og sjónvarpi. Framlag Sósíalistaflokksins var á árinu 2022 um 80% af tekjum en er nú um 22%. Brátt koma 4 krónur fyrir hverja eina sem flokkurinn leggur til frá hlustendum og öðrum styrktaraðilum. Útvarps- og sjónvarpsútsendingar byrjuðu á árinu 2023. Áhorf og hlustun hefur margfaldast á árinu og skapað sér sess sem mikilvægur umræðuvettvangur sem ræður við erfið og flókin mál. Flokkurinn hefur frá stofnun skilgreint auðvaldið sem andstæðing sinn og að fyrsta markmið sósíalista sé að vinda ofan af nýfrjálshyggjunni sem hefur beygt þjóðfélagið undir sig, holað jöfnunarkerfin og leyft arði auðlinda og atvinnulífs að safnast á sífellt færri hendur. Aðrir mikilvægir samnefnarar eru meðal flokksfélaga sem sameina okkur í baráttunni; stuðningur við verkalýðsbaráttuna, almenn sjónarmið um jafnrétti, samúð með þeim kúguðu og veiku, skýr og afdráttarlaus hernaðarandstaða, réttlát skipting auðlinda og réttlát umskipti í loftslagsmálum. Sérstaða flokksins er ekki stefnan, per-se, heldur uppbygging starfsins. Allt afl flokksins leitar út á við, frá miðjunni og inn í félagastarf og virkni sem styður við öflugri umræðu og baráttu ólíkra hópa. Þetta er andstætt þeirri þróun sem hefur orðið á starfi annarra flokka sem snýst í auknum mæli um frama framlínufólks sem er lyft sífellt hærra. Eftir situr veik grasrót og þar með lakari tenging við fólkið í landinu, kröfur þess og drauma. Sósíalistaflokkurinn á gjöfult ár að baki, á þátt í róttækari verkalýðsbaráttu, efldri rödd leigjenda og hefur staðið á bak við mörg mikilvæg mótmæli — allt með því að tengjast öðrum félögum og mynda þannig öflugri heild á vinstrinu. Ég er spenntur að halda áfram að kynnast mögnuðu fólki í hreyfingunni á nýju ári. Gleðilegt nýtt ár Sósíalistar um land allt! Höfundur er ritari framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Skoðun Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sósíalistaflokkurinn var stofnaður árið 2017, er með tvo kjörna fulltrúa í Reykjavík og hlaut 4,1% atkvæða á landsvísu í síðustu Alþingiskosningum. Flokkurinn studdi B-listann í tveimur sögulegum sigrum í kjöri til formanns og stjórnar Eflingar, og hefur látið styrki ríkisins til stjórnmáflokka renna í félagastarf eins og endurreisn Leigjendasamtakanna ásamt styrkjum til Samstöðvarinnar. Starf flokksins, Leigjendasamtökin og Samstöðin eru öll til húsa í Bolholti 6 sem er nú verið breyta til að vera betur sniðið að þörfum þessa grasrótarstarfs. Samstöðin heldur úti frétta- og skoðanasíðu og býr til um 21 tíma af samfélagsumræðu á viku í útvarpi og sjónvarpi. Framlag Sósíalistaflokksins var á árinu 2022 um 80% af tekjum en er nú um 22%. Brátt koma 4 krónur fyrir hverja eina sem flokkurinn leggur til frá hlustendum og öðrum styrktaraðilum. Útvarps- og sjónvarpsútsendingar byrjuðu á árinu 2023. Áhorf og hlustun hefur margfaldast á árinu og skapað sér sess sem mikilvægur umræðuvettvangur sem ræður við erfið og flókin mál. Flokkurinn hefur frá stofnun skilgreint auðvaldið sem andstæðing sinn og að fyrsta markmið sósíalista sé að vinda ofan af nýfrjálshyggjunni sem hefur beygt þjóðfélagið undir sig, holað jöfnunarkerfin og leyft arði auðlinda og atvinnulífs að safnast á sífellt færri hendur. Aðrir mikilvægir samnefnarar eru meðal flokksfélaga sem sameina okkur í baráttunni; stuðningur við verkalýðsbaráttuna, almenn sjónarmið um jafnrétti, samúð með þeim kúguðu og veiku, skýr og afdráttarlaus hernaðarandstaða, réttlát skipting auðlinda og réttlát umskipti í loftslagsmálum. Sérstaða flokksins er ekki stefnan, per-se, heldur uppbygging starfsins. Allt afl flokksins leitar út á við, frá miðjunni og inn í félagastarf og virkni sem styður við öflugri umræðu og baráttu ólíkra hópa. Þetta er andstætt þeirri þróun sem hefur orðið á starfi annarra flokka sem snýst í auknum mæli um frama framlínufólks sem er lyft sífellt hærra. Eftir situr veik grasrót og þar með lakari tenging við fólkið í landinu, kröfur þess og drauma. Sósíalistaflokkurinn á gjöfult ár að baki, á þátt í róttækari verkalýðsbaráttu, efldri rödd leigjenda og hefur staðið á bak við mörg mikilvæg mótmæli — allt með því að tengjast öðrum félögum og mynda þannig öflugri heild á vinstrinu. Ég er spenntur að halda áfram að kynnast mögnuðu fólki í hreyfingunni á nýju ári. Gleðilegt nýtt ár Sósíalistar um land allt! Höfundur er ritari framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar