Kapphlaup við tímann og náttúruna Bjarki Sigurðsson skrifar 2. janúar 2024 19:18 Bjarki Laxdal er einn þeirra verkstjóra sem vinna að því að reisa varnargarða norðan við Grindavík. Vísir/Sigurjón Undirbúningur fyrir varnargarða fyrir utan Grindavík er hafinn. Unnið verður allan sólarhringinn á svæðinu næstu vikur en verkstjóri segir starfsmenn vera í kapphlaupi við náttúruna og tímann. Rétt eftir hádegi í dag fékkst endanlegt leyfi til þess að byrja að reisa garðana. Menn hófust handa nánast um leið en að sögn eins verkstjóra verkefnisins þarf að ráðast í einhverja efnistöku áður en garðarnir sjálfir fara að rísa. „Við erum að safna saman öllum stærstu jarðýtunum og koma þeim fyrir í námunum. Við byrjum á því að taka góða törn við að taka aðeins til hér og ryðja upp þúsundi rúmmetra til að eiga efni í framkvæmdina. Það er enn þá verið að setja útgarðinn og merkja með hælum þannig að ýturnar geti farið og byrjað á öruggan hátt. Þetta eru allra stærstu jarðýtur landsins, þær eru allar hérna. Þær afkasta miklu þegar þær eru komnar í gang,“ segir Bjarki. Kapphlaup við tímann Rúmir hundrað þúsund rúmmetrar af jarðefni verða nýttir við gerð garðanna. Bjarki gerir ráð fyrir því að í nótt eða í fyrramálið verði hægt að byrja að ýta efni þangað sem reisa á garðana. „Við setjum þetta þannig upp fyrir okkur að við erum í kapphlaupi við tímann. Og við náttúruna. Þegar við setjum í gang, geri ég ráð fyrir að við keyrum á fullu, að minnsta kosta fyrstu tvær vikurnar. Það verði unnið allan sólarhringinn í tvær vikur,“ segir Bjarki. Tveir kílómetrar til að byrja með Hér fyrir neðan má sjá staðsetningu varnargarðanna. Þegar fyrri áfanga byggingar þeirra verður lokið verða þeir tveir kílómetrar að lengd. Svona verða varnargarðarnir.Stjórnarráðið Um mitt ár verður svo ráðist í seinni áfanga varnargarðanna en þegar honum er lokið verða garðarnir sjö kílómetrar að lengd. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Sjá meira
Rétt eftir hádegi í dag fékkst endanlegt leyfi til þess að byrja að reisa garðana. Menn hófust handa nánast um leið en að sögn eins verkstjóra verkefnisins þarf að ráðast í einhverja efnistöku áður en garðarnir sjálfir fara að rísa. „Við erum að safna saman öllum stærstu jarðýtunum og koma þeim fyrir í námunum. Við byrjum á því að taka góða törn við að taka aðeins til hér og ryðja upp þúsundi rúmmetra til að eiga efni í framkvæmdina. Það er enn þá verið að setja útgarðinn og merkja með hælum þannig að ýturnar geti farið og byrjað á öruggan hátt. Þetta eru allra stærstu jarðýtur landsins, þær eru allar hérna. Þær afkasta miklu þegar þær eru komnar í gang,“ segir Bjarki. Kapphlaup við tímann Rúmir hundrað þúsund rúmmetrar af jarðefni verða nýttir við gerð garðanna. Bjarki gerir ráð fyrir því að í nótt eða í fyrramálið verði hægt að byrja að ýta efni þangað sem reisa á garðana. „Við setjum þetta þannig upp fyrir okkur að við erum í kapphlaupi við tímann. Og við náttúruna. Þegar við setjum í gang, geri ég ráð fyrir að við keyrum á fullu, að minnsta kosta fyrstu tvær vikurnar. Það verði unnið allan sólarhringinn í tvær vikur,“ segir Bjarki. Tveir kílómetrar til að byrja með Hér fyrir neðan má sjá staðsetningu varnargarðanna. Þegar fyrri áfanga byggingar þeirra verður lokið verða þeir tveir kílómetrar að lengd. Svona verða varnargarðarnir.Stjórnarráðið Um mitt ár verður svo ráðist í seinni áfanga varnargarðanna en þegar honum er lokið verða garðarnir sjö kílómetrar að lengd.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Sjá meira