Jarðskjálfti upp á 7,6 að stærð reið yfir Japan í morgun. Fjöldi stórra skjálfta hefur fylgt á eftir og miklar flóðbylgjur hafa skollið á vesturströnd landsins. Þrjátíu þúsund heimili eru rafmagnslaus og sum án rennandi vatns.
Fjórtán Íslendingar, sjö karlar og sjö konur, voru sæmd heiðursmerki hinnar íslensku Fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Reynir Pétur Steinunnarson garðyrkjubóndi er einn þeirra, fyrir afrek og framgöngu í þágu fatlaðra. Hann segist aldrei hafa verið viss um að hann væri mikils virði en nú sé svarið komið.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.