Úkraínsk körfuboltahetja fórst í stórfelldum árásum Rússa Eiður Þór Árnason skrifar 30. desember 2023 10:28 Árásir Rússa í gær skildu eftir sig miklar rústir í Zaporizhzhia í Úkraínu. AP/Andriy Andriyenko Einn fórst og fjórir særðust í loftárásum Úkraínuhers á landamærahéraðið Belgorod í suðurhluta Rússlands í gær. Þetta segir héraðsstjóri Belgorod en Bryansk-hérað varð sömuleiðis fyrir eldflaugaárásum Úkraínumanna. Varnarmálaráðuneyti Rússlands tilkynnir að loftvarnarkerfi hafi grandað nærri tuttugu eldflaugum og drónum. Árásin kemur í kjölfar stórfelldra eldflaugaárása Rússa á Kænugarð og aðrar úkraínskar borgir í gærmorgun sem varnarmálaráðherra Úkraínu sagði þær umfangsmestu frá því að stríðið hófst í febrúar 2022. Minnst þrjátíu almennir borgarar fórust í árás Rússa í gær og 160 særðust en meðal hinna látnu er úkraínska körfuboltagoðsögnin og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Viktor Kobzystyi. Sá var 44 ára gamall og spilaði tvisvar með landsliðinu á Evrópumóti og þjálfaði meðal annars síðar lið Dynamo Kyiv í úrvalsdeild kvenna. Kobzystyi fórst í árás á borgina Lvív og var talinn ein af merkustu körfuboltastjörnum landsins. Hann er faðir Oleksandr sem hefur jafnframt verið lýst sem einni skærustu stjörnu evrópsks körfubolta. Anton Nikulin, formaður íþróttaráðs Lvív-borgar, minntist Kobzystyi á Facebook og vottaði fjölskyldu hans samúð sína. Biden varar við stöðvun á hergagnasendingum Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var kallað saman með skömmum fyrirvara í gær og samþykktu flestar þjóðir með sæti í ráðinu að fordæma loftárásir Rússa. The Guardian greinir frá því að Bretar hyggist nú senda um 200 loftvarnaflaugar til Úkraínu í kjölfar árásarinnar. Joe Biden Bandaríkjaforseti krafðist þess að Bandaríkjaþing ynni saman að því að samþykkja frekari aðstoð til Úkraínu þar sem vopna- og varnarkerfasendingar til landsins muni að óbreyttu stöðvast. Biden sagði umfangsmiklar loftárásir Rússa í gærmorgun sýna að rússnesk stjórnvöld vilji „þurrka út“ ríkið sem hafi verið hliðhollt vestrænum gildum. Ráðamenn í Úkraínu hafa sömuleiðis ítrekað ákall sitt eftir frekari hergagnasendingum frá Vesturlöndum svo það geti varist loftárásum á borð við þær sem úkraínskar borgir urðu fyrir í gærmorgun. Vyacheslav Gladkov, héraðsstjóri rússneska landamærahéraðsins Belgorod, sagði að einn hafi farist í áðurnefndri eldflaugaárás úkraínuhers á íbúðabyggingu í gær. Hann bætti við að vatnsleiðslukerfi samnefndrar borgar lægi undir skemmdum. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Minnst þrjátíu látnir í umfangsmestu loftárásum Rússa til þessa Minnst þrjátíu manns létu lífið í umfangsmestu loftárásum Rússa í Úkraínu til þessa. Einnig særðust meira en 160 þegar sprengjum ringdi yfir Kænugarð, Ódessu, Dnípropetrovsk, Karkív og Lvív í morgun. 29. desember 2023 22:32 Umfangsmestu loftárásir Rússa hingað til Talsmaður flughers Úkraínu segist aldrei hafa upplifað jafn margar árásir á sama tíma eins og Rússar hafa gert nú í morgun. Rússar gerðu loftárásir um allt land og notuðu til þess bæði eldflaugar og dróna. 29. desember 2023 08:24 Síðasta vopnasendingin í bili samþykkt Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur nú samþykkt hernaðaraðstoð til handa Úkraínu upp á 250 milljónir dollara. 28. desember 2023 07:41 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Rússlands tilkynnir að loftvarnarkerfi hafi grandað nærri tuttugu eldflaugum og drónum. Árásin kemur í kjölfar stórfelldra eldflaugaárása Rússa á Kænugarð og aðrar úkraínskar borgir í gærmorgun sem varnarmálaráðherra Úkraínu sagði þær umfangsmestu frá því að stríðið hófst í febrúar 2022. Minnst þrjátíu almennir borgarar fórust í árás Rússa í gær og 160 særðust en meðal hinna látnu er úkraínska körfuboltagoðsögnin og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Viktor Kobzystyi. Sá var 44 ára gamall og spilaði tvisvar með landsliðinu á Evrópumóti og þjálfaði meðal annars síðar lið Dynamo Kyiv í úrvalsdeild kvenna. Kobzystyi fórst í árás á borgina Lvív og var talinn ein af merkustu körfuboltastjörnum landsins. Hann er faðir Oleksandr sem hefur jafnframt verið lýst sem einni skærustu stjörnu evrópsks körfubolta. Anton Nikulin, formaður íþróttaráðs Lvív-borgar, minntist Kobzystyi á Facebook og vottaði fjölskyldu hans samúð sína. Biden varar við stöðvun á hergagnasendingum Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var kallað saman með skömmum fyrirvara í gær og samþykktu flestar þjóðir með sæti í ráðinu að fordæma loftárásir Rússa. The Guardian greinir frá því að Bretar hyggist nú senda um 200 loftvarnaflaugar til Úkraínu í kjölfar árásarinnar. Joe Biden Bandaríkjaforseti krafðist þess að Bandaríkjaþing ynni saman að því að samþykkja frekari aðstoð til Úkraínu þar sem vopna- og varnarkerfasendingar til landsins muni að óbreyttu stöðvast. Biden sagði umfangsmiklar loftárásir Rússa í gærmorgun sýna að rússnesk stjórnvöld vilji „þurrka út“ ríkið sem hafi verið hliðhollt vestrænum gildum. Ráðamenn í Úkraínu hafa sömuleiðis ítrekað ákall sitt eftir frekari hergagnasendingum frá Vesturlöndum svo það geti varist loftárásum á borð við þær sem úkraínskar borgir urðu fyrir í gærmorgun. Vyacheslav Gladkov, héraðsstjóri rússneska landamærahéraðsins Belgorod, sagði að einn hafi farist í áðurnefndri eldflaugaárás úkraínuhers á íbúðabyggingu í gær. Hann bætti við að vatnsleiðslukerfi samnefndrar borgar lægi undir skemmdum.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Minnst þrjátíu látnir í umfangsmestu loftárásum Rússa til þessa Minnst þrjátíu manns létu lífið í umfangsmestu loftárásum Rússa í Úkraínu til þessa. Einnig særðust meira en 160 þegar sprengjum ringdi yfir Kænugarð, Ódessu, Dnípropetrovsk, Karkív og Lvív í morgun. 29. desember 2023 22:32 Umfangsmestu loftárásir Rússa hingað til Talsmaður flughers Úkraínu segist aldrei hafa upplifað jafn margar árásir á sama tíma eins og Rússar hafa gert nú í morgun. Rússar gerðu loftárásir um allt land og notuðu til þess bæði eldflaugar og dróna. 29. desember 2023 08:24 Síðasta vopnasendingin í bili samþykkt Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur nú samþykkt hernaðaraðstoð til handa Úkraínu upp á 250 milljónir dollara. 28. desember 2023 07:41 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Minnst þrjátíu látnir í umfangsmestu loftárásum Rússa til þessa Minnst þrjátíu manns létu lífið í umfangsmestu loftárásum Rússa í Úkraínu til þessa. Einnig særðust meira en 160 þegar sprengjum ringdi yfir Kænugarð, Ódessu, Dnípropetrovsk, Karkív og Lvív í morgun. 29. desember 2023 22:32
Umfangsmestu loftárásir Rússa hingað til Talsmaður flughers Úkraínu segist aldrei hafa upplifað jafn margar árásir á sama tíma eins og Rússar hafa gert nú í morgun. Rússar gerðu loftárásir um allt land og notuðu til þess bæði eldflaugar og dróna. 29. desember 2023 08:24
Síðasta vopnasendingin í bili samþykkt Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur nú samþykkt hernaðaraðstoð til handa Úkraínu upp á 250 milljónir dollara. 28. desember 2023 07:41