Fundu loks þjálfara og sá er ekki íslenskur Sindri Sverrisson skrifar 29. desember 2023 12:25 Jóhannes Karl Guðjónsson var einn þeirra sem ræddu við forráðamenn Norrköping í þjálfaraleitinni. Getty/Alex Nicodim Eftir að hafa mistekist að landa Arnari Gunnlaugssyni sem nýjum þjálfara virðast forráðamenn sænska knattspyrnufélagsins Norrköping nú hafa fundið mann í starfið. Sá er ekki íslenskur. Arnar var einn þriggja sem efstir voru á lista Norrköping í upphafi þjálfaraleitarinnar sem nú hefur staðið yfir í meira en mánuð. Hinir voru Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands, og Peter Wettergren. Wettergren tók hins vegar að sér starf hjá sænska knattspyrnusambandinu og Norrköping tókst ekki að komast að samkomulagi við Víkinga um kaupverð vegna Arnars, sem á tvö ár eftir af samningi sínum við Íslandsmeistarana. Og nú virðist svo ljóst að Jóhannes Karl verði ekki heldur næsti þjálfari Norrköping. Sænskir fjölmiðlar greina nefnilega frá því í dag að Svíinn Andreas Alm, sem lék með Norrköping á árunum 2004-2005, verði næsti þjálfari liðsins. Mögulegt er að hann verði kynntur til leiks í dag. Andreas Alm var rekinn frá OB í Danmörku í síðasta mánuði.Getty/Rene Schutze Alm, sem er fimmtugur, hefur áður stýrt sænsku liðunum Eskilstuna City, AIK og Häcken, en var síðast þjálfari OB í Danmörku. Þaðan var hann rekinn í síðasta mánuði. Með Norrköping leika þeir Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson. Ari Freyr Skúlason er sömuleiðis í starfi hjá félaginu eftir að hafa lagt skóna á hilluna að loknu síðasta tímabili. Ekki náðist í Jóhannes Karl við vinnslu greinarinnar. Sænski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Sjá meira
Arnar var einn þriggja sem efstir voru á lista Norrköping í upphafi þjálfaraleitarinnar sem nú hefur staðið yfir í meira en mánuð. Hinir voru Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands, og Peter Wettergren. Wettergren tók hins vegar að sér starf hjá sænska knattspyrnusambandinu og Norrköping tókst ekki að komast að samkomulagi við Víkinga um kaupverð vegna Arnars, sem á tvö ár eftir af samningi sínum við Íslandsmeistarana. Og nú virðist svo ljóst að Jóhannes Karl verði ekki heldur næsti þjálfari Norrköping. Sænskir fjölmiðlar greina nefnilega frá því í dag að Svíinn Andreas Alm, sem lék með Norrköping á árunum 2004-2005, verði næsti þjálfari liðsins. Mögulegt er að hann verði kynntur til leiks í dag. Andreas Alm var rekinn frá OB í Danmörku í síðasta mánuði.Getty/Rene Schutze Alm, sem er fimmtugur, hefur áður stýrt sænsku liðunum Eskilstuna City, AIK og Häcken, en var síðast þjálfari OB í Danmörku. Þaðan var hann rekinn í síðasta mánuði. Með Norrköping leika þeir Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson. Ari Freyr Skúlason er sömuleiðis í starfi hjá félaginu eftir að hafa lagt skóna á hilluna að loknu síðasta tímabili. Ekki náðist í Jóhannes Karl við vinnslu greinarinnar.
Sænski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Sjá meira