Trump ekki kjörgengur í Maine Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. desember 2023 06:51 Trump verður hvorki á kjörseðlum í Maine né Colorado, að óbreyttu. AP/Geoff Stellfox Innanríkisráðherra Maine í Bandaríkjunum, sem meðal annars hefur umsjón með framkvæmd kosninga í ríkinu, hefur ákveðið að Donald Trump sé ekki kjörgengur vegna framgöngu hans þegar ráðist var inn í þinghúsið í Washington árið 2021. Þetta þýðir að Trump verður að óbreyttu ekki á kjörseðlum í ríkinu í forsetakosningunum á næsta ári. Shenna Bellows greindi frá ákvörðun sinni í gær en hún tók málið til athugunar eftir að kæra var lögð fram af hópi íbúa. Sagðist hún ekki hafa komist að niðurstöðunni af léttúð; um væri að ræða fordæmalausa ákvörðun en það væri hins vegar einnig fordæmalaust að sitjandi forseti hvetji til uppreisnar. Maine er annað ríkið á eftir Colorado sem kemst að þeirri niðurstöðu að Trump sé ekki kjörgengur samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna. Ákvörðun Bellows fer nú fyrir dómstóla og talsmenn Trump hafa heitið því að berjast með öllum ráðum til að fá henni snúið. Lagaspekingar hafa fært rök fyrir því að Trump sé ekki kjörgengur þar sem stjórnarskráin kveður á um að þeir séu ekki hæfir til að gegna embætti sem hafa tekið þátt í uppreisn. Ákvæðinu var upphaflega ætlað að tryggja að Suðurríkjasambandssinnar kæmust ekki aftur til valda. Tilraunum til að halda Trump af kjörseðlinum í Minnesota, New Hampshire og Michigan hafa mistekist en þess ber að geta að fjölmargir andstæðingar Trump telja óvarlegt að fara þessa leið til að freista þess að halda honum frá Hvíta húsinu. Best sé að sigra hann í kosningum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Sjá meira
Þetta þýðir að Trump verður að óbreyttu ekki á kjörseðlum í ríkinu í forsetakosningunum á næsta ári. Shenna Bellows greindi frá ákvörðun sinni í gær en hún tók málið til athugunar eftir að kæra var lögð fram af hópi íbúa. Sagðist hún ekki hafa komist að niðurstöðunni af léttúð; um væri að ræða fordæmalausa ákvörðun en það væri hins vegar einnig fordæmalaust að sitjandi forseti hvetji til uppreisnar. Maine er annað ríkið á eftir Colorado sem kemst að þeirri niðurstöðu að Trump sé ekki kjörgengur samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna. Ákvörðun Bellows fer nú fyrir dómstóla og talsmenn Trump hafa heitið því að berjast með öllum ráðum til að fá henni snúið. Lagaspekingar hafa fært rök fyrir því að Trump sé ekki kjörgengur þar sem stjórnarskráin kveður á um að þeir séu ekki hæfir til að gegna embætti sem hafa tekið þátt í uppreisn. Ákvæðinu var upphaflega ætlað að tryggja að Suðurríkjasambandssinnar kæmust ekki aftur til valda. Tilraunum til að halda Trump af kjörseðlinum í Minnesota, New Hampshire og Michigan hafa mistekist en þess ber að geta að fjölmargir andstæðingar Trump telja óvarlegt að fara þessa leið til að freista þess að halda honum frá Hvíta húsinu. Best sé að sigra hann í kosningum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Sjá meira