Sextándi heimsmeistaratitillinn í höfn: „Ég er ekki kominn með leið á að vinna“ Smári Jökull Jónsson skrifar 28. desember 2023 17:31 Magnus Carlsen tryggði sér í dag heimsmeistaratitilinn í hraðskák. Vísir/Getty Magnus Carlsen tryggði sér í dag heimsmeistaratitilinn í hraðskák í fimmta sinn. Þetta er sextándi heimsmeistaratitill hins rúmlega þrítuga Norðmanns. Magnus Carlsen er efsti maður heimslistans í skák og hefur verið besti skákmaður heims síðustu árin. Hann er fæddur árið 1990 og því aðeins þrjátíu og þriggja ára gamall en hefur engu að síður raðað inn titlum á sínum ferli. Hann varð stórmeistari 13 ára og tryggði sér fyrsta heimsmeistaratitilinn í skák árið 2013. Í dag bætti Carlsen enn einni rósinni í hnappagatið þegar hann varð heimsmeistari í hraðskák. Mótið fór fram í Samarkand í Úsbekistan og tapaði Carlsen ekki einni einustu viðureign. „Þetta hefur mikla þýðingu og ég er mjög glaður. Ég vildi þetta mikið og er ekki kominn með leið á því að vinna,“ sagði Carlsen í samtali við norska ríkissjónvarpið NRK þegar titillinn var í höfn. Unbeatable. Congratulations to @MagnusCarlsen for winning his fifth world rapid title!The victory earns the Norwegian legend an incredible 16th world championship in chess! #RapidBlitz pic.twitter.com/jFdIiQQxKu— Chess.com (@chesscom) December 28, 2023 Carlsen vann allar viðureignir sínar á mótinu og tryggði sér titilinn með sigri á indverska undrabarninu Rameshbabu Praggnanandhaa í lokaviðureigninni. „Lykillinn var að ég vann fyrstu viðureignina í dag gegn Fedoseyev,“ sagði Carlsen en Vladimir Fedoseyev frá Rússlandi vann silfurverðlaun. Þetta er í fimmta sinn sem hann vinnur þennan titil en hann hefur einnig orðið heimsmeistari í hefðbundinni skák í fimm skipti og í atskák sex sinnum. Hann fær rúmar 8 milljónir í verðlaun fyrir sigurinn. Skák Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira
Magnus Carlsen er efsti maður heimslistans í skák og hefur verið besti skákmaður heims síðustu árin. Hann er fæddur árið 1990 og því aðeins þrjátíu og þriggja ára gamall en hefur engu að síður raðað inn titlum á sínum ferli. Hann varð stórmeistari 13 ára og tryggði sér fyrsta heimsmeistaratitilinn í skák árið 2013. Í dag bætti Carlsen enn einni rósinni í hnappagatið þegar hann varð heimsmeistari í hraðskák. Mótið fór fram í Samarkand í Úsbekistan og tapaði Carlsen ekki einni einustu viðureign. „Þetta hefur mikla þýðingu og ég er mjög glaður. Ég vildi þetta mikið og er ekki kominn með leið á því að vinna,“ sagði Carlsen í samtali við norska ríkissjónvarpið NRK þegar titillinn var í höfn. Unbeatable. Congratulations to @MagnusCarlsen for winning his fifth world rapid title!The victory earns the Norwegian legend an incredible 16th world championship in chess! #RapidBlitz pic.twitter.com/jFdIiQQxKu— Chess.com (@chesscom) December 28, 2023 Carlsen vann allar viðureignir sínar á mótinu og tryggði sér titilinn með sigri á indverska undrabarninu Rameshbabu Praggnanandhaa í lokaviðureigninni. „Lykillinn var að ég vann fyrstu viðureignina í dag gegn Fedoseyev,“ sagði Carlsen en Vladimir Fedoseyev frá Rússlandi vann silfurverðlaun. Þetta er í fimmta sinn sem hann vinnur þennan titil en hann hefur einnig orðið heimsmeistari í hefðbundinni skák í fimm skipti og í atskák sex sinnum. Hann fær rúmar 8 milljónir í verðlaun fyrir sigurinn.
Skák Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira