Opna aðra lyftuna í fyrra fallinu eftir sprenginguna í gær Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2023 11:58 Langar raðir, fólks og bíla, mynduðust í Bláfjöllum í gær. Vísir Örtröð myndaðist í Bláfjöllum í gær þegar fimm þúsund manns lögðu leið sína í brekkurnar. Framkvæmdastjóri segir daginn einn þann allra fjölmennasta frá því hann hóf störf. Langar raðir myndist óhjákvæmilega þegar slíkur fjöldi komi saman. Ekki hafi verið hægt að opna fleiri lyftur vegna manneklu. Eins og sjá mátti af myndum úr Bláfjöllum í gær voru íbúar höfuðborgarsvæðisins og nágrennis greinilega orðnir skíðaþyrstir eftir jólin. „Og veðrið var bara einstakt. Þannig að já, dagurinn í gær var bara sá stærsti eða einn sá stærsti sem ég hef upplifað síðan 2007,“ segir Magnús Árnason framkvæmdastjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Hann segir um fimm þúsund manns hafa komið á svæðið í gær. Raðir á öllum vígstöðvum hafi orðið svo langar að margir hafi hreinlega aldrei komist á skíði, sem gerist óhjákvæmilega þegar „uppselt“ er á svæðið eins og í gær. „Við erum með þarna tvær stólalyftur í gangi í gær sem hvor um sig ber um 2500 manns upp á klukkutíma þannig það er gríðarlegur mokstur á lyftunum. Raðirnar voru langar í stólalyfturnar en að sögn fólks sem var í röðunum þá tóku þær ekki nema um tíu mínútur.“ Hefði getað stýrt umferð betur Aukafólk mannar iðulega vaktirnar í desember og fullmannað var í gær. Fast starfsfólk kemur ekki til starfa fyrr en í janúar, að sögn Magnúsar. „Þannig að ég hafði ekki aðgang að þessu fastafólki sem kemur í janúar nema tveimur af tólf. Það hefði breytt miklu, þá hefði ég getað haft fleiri lyftur opnar.“ Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Steingrímur Dúi Löng bílaröð myndaðist einnig inn á svæðið. Magnús er þó ekki endilega á því að leggja þurfi fleiri bílastæði. „Það voru bílastæði til staðar við skálana en fólk valdi það frekar að leggja á veginum og mynda þannig teppu,“ segir Magnús. „Svo hefðum við auðvitað getað verið með betri stýringar á þessu. Við gátum opnað svokallaða vesturgötu þannig að við mynduðum hringstreymi á svæðinu fyrir bíla sem hjálpar alltaf til. En við hefðum mögulega getað stýrt umferðinni betur.“ Skíðasvæðið er opið í dag og önnur stólalyftan verður opnuð í fyrra fallinu, klukkan eitt. Magnús gerir þó ekki ráð fyrir jafnmörgum gestum og í gær. „Það spáir samt, eins og núna og næstu daga, góðu veðri og fínu í dag líka, þó það verði skýjað. Það á að detta niður vindurinn klukkan eitt. Þannig að ég geri bara ráð fyrir mjög góðum degi eins og vanalega er milli jóla og nýárs en ekki þeirri sprengju sem var í gær.“ Hér fyrir neðan má sjá innslag úr kvöldfréttum Stöðvar 2 þegar Bláfjöll voru opnuð í fyrsta sinn í vetur rétt fyrir jól. Skíðasvæði Kópavogur Tengdar fréttir Aldrei séð annað eins í Bláfjöllum Gríðarlegur fjöldi hefur lagt leið sína í Bláfjöll í dag. Bíll er við bíl og hafa þó nokkrir þurft að frá að hverfa vegna fjöldans. 27. desember 2023 16:22 Troðfullar brekkur í Bláfjöllum Skíðabrekkurnar í Bláfjöllum voru troðfullar í dag, þegar svæðið var opnað í fyrsta sinn í vetur. Skíðagarpar sem fréttastofa ræddi við áttu misfarsælan dag að baki í brekkunni. 22. desember 2023 20:28 Aðstæður eins og í Austurríki Skíðasvæðin í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli verða opnuð í dag, í fyrsta sinn í vetur. Rekstrarstjóri Bláfjalla segir að skíðafæri gæti vart verið betra og lofar sannkallaðri hátíðarstemningu í brekkunum í dag. 22. desember 2023 11:22 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Eins og sjá mátti af myndum úr Bláfjöllum í gær voru íbúar höfuðborgarsvæðisins og nágrennis greinilega orðnir skíðaþyrstir eftir jólin. „Og veðrið var bara einstakt. Þannig að já, dagurinn í gær var bara sá stærsti eða einn sá stærsti sem ég hef upplifað síðan 2007,“ segir Magnús Árnason framkvæmdastjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Hann segir um fimm þúsund manns hafa komið á svæðið í gær. Raðir á öllum vígstöðvum hafi orðið svo langar að margir hafi hreinlega aldrei komist á skíði, sem gerist óhjákvæmilega þegar „uppselt“ er á svæðið eins og í gær. „Við erum með þarna tvær stólalyftur í gangi í gær sem hvor um sig ber um 2500 manns upp á klukkutíma þannig það er gríðarlegur mokstur á lyftunum. Raðirnar voru langar í stólalyfturnar en að sögn fólks sem var í röðunum þá tóku þær ekki nema um tíu mínútur.“ Hefði getað stýrt umferð betur Aukafólk mannar iðulega vaktirnar í desember og fullmannað var í gær. Fast starfsfólk kemur ekki til starfa fyrr en í janúar, að sögn Magnúsar. „Þannig að ég hafði ekki aðgang að þessu fastafólki sem kemur í janúar nema tveimur af tólf. Það hefði breytt miklu, þá hefði ég getað haft fleiri lyftur opnar.“ Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Steingrímur Dúi Löng bílaröð myndaðist einnig inn á svæðið. Magnús er þó ekki endilega á því að leggja þurfi fleiri bílastæði. „Það voru bílastæði til staðar við skálana en fólk valdi það frekar að leggja á veginum og mynda þannig teppu,“ segir Magnús. „Svo hefðum við auðvitað getað verið með betri stýringar á þessu. Við gátum opnað svokallaða vesturgötu þannig að við mynduðum hringstreymi á svæðinu fyrir bíla sem hjálpar alltaf til. En við hefðum mögulega getað stýrt umferðinni betur.“ Skíðasvæðið er opið í dag og önnur stólalyftan verður opnuð í fyrra fallinu, klukkan eitt. Magnús gerir þó ekki ráð fyrir jafnmörgum gestum og í gær. „Það spáir samt, eins og núna og næstu daga, góðu veðri og fínu í dag líka, þó það verði skýjað. Það á að detta niður vindurinn klukkan eitt. Þannig að ég geri bara ráð fyrir mjög góðum degi eins og vanalega er milli jóla og nýárs en ekki þeirri sprengju sem var í gær.“ Hér fyrir neðan má sjá innslag úr kvöldfréttum Stöðvar 2 þegar Bláfjöll voru opnuð í fyrsta sinn í vetur rétt fyrir jól.
Skíðasvæði Kópavogur Tengdar fréttir Aldrei séð annað eins í Bláfjöllum Gríðarlegur fjöldi hefur lagt leið sína í Bláfjöll í dag. Bíll er við bíl og hafa þó nokkrir þurft að frá að hverfa vegna fjöldans. 27. desember 2023 16:22 Troðfullar brekkur í Bláfjöllum Skíðabrekkurnar í Bláfjöllum voru troðfullar í dag, þegar svæðið var opnað í fyrsta sinn í vetur. Skíðagarpar sem fréttastofa ræddi við áttu misfarsælan dag að baki í brekkunni. 22. desember 2023 20:28 Aðstæður eins og í Austurríki Skíðasvæðin í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli verða opnuð í dag, í fyrsta sinn í vetur. Rekstrarstjóri Bláfjalla segir að skíðafæri gæti vart verið betra og lofar sannkallaðri hátíðarstemningu í brekkunum í dag. 22. desember 2023 11:22 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Aldrei séð annað eins í Bláfjöllum Gríðarlegur fjöldi hefur lagt leið sína í Bláfjöll í dag. Bíll er við bíl og hafa þó nokkrir þurft að frá að hverfa vegna fjöldans. 27. desember 2023 16:22
Troðfullar brekkur í Bláfjöllum Skíðabrekkurnar í Bláfjöllum voru troðfullar í dag, þegar svæðið var opnað í fyrsta sinn í vetur. Skíðagarpar sem fréttastofa ræddi við áttu misfarsælan dag að baki í brekkunni. 22. desember 2023 20:28
Aðstæður eins og í Austurríki Skíðasvæðin í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli verða opnuð í dag, í fyrsta sinn í vetur. Rekstrarstjóri Bláfjalla segir að skíðafæri gæti vart verið betra og lofar sannkallaðri hátíðarstemningu í brekkunum í dag. 22. desember 2023 11:22