Átta ára undrabarn sem fékk ekki að horfa á YouTube Sindri Sverrisson skrifar 28. desember 2023 07:31 Roman Shogdzhiev er aðeins átta ára gamall en þegar farinn að vinna stórmeistara á HM. Instagram/@roman_uralan Átta ára Rússi hefur stolið senunni á heimsmeistaramótinu í hraðskák og tekist að vinna tvo stórmeistara á mótinu. Stolt móðir hans segist hafa viljað halda honum frá tölvuleikjum og YouTube, og að markmiðið sé að vinna Magnus Carlsen einn daginn. „Þetta er svakalega tilkomumikil frammistaða,“ sagði Carlsen, fremsti skákmaður heims, spurður út í afrek hins átta ára gamla Roman Shogdzhiev. Shogdzhiev vann í gær landa Carlsens frá Noregi, Johan Sebastian Christiansen, eftir að hafa einnig unnið annan stórmeistara, Jakhongir Vakhidov. Talið er að strákurinn sé sá yngsti í sögunni til að vinna stórmeistara á heimsmeistaramóti. I did not know that. Those kids are good, says Carlsen, and he continues: Very impressive."@MagnusCarlsen reaction after 8-year-old Roman Shogdzhiev beat his fellow countryman Johan-Sebastian Christiansen #RapidBlitz pic.twitter.com/kZ8fXEjqIB— Chess.com (@chesscom) December 27, 2023 Móðir Shogdzhiev ræddi við norska ríkismiðilinn NRK eftir sigurinn á Christiansen og var í skýjunum með að heyra að Carlsen hefði heillast af frammistöðu hans. Markmiðið er enda að: „Verða heimsmeistari og vinna Magnus Carlsen.“ Hún segir foreldra skáksnillingsins unga ekki hafa gert sér grein fyrir hæfileikum hans þegar Shogdzhiev var að byrja að tefla: „Við áttuðum okkur ekki á hæfileikunum. Við æfðum okkur og Roman sóttist eftir því að tefla sem barn. Við vildum að Roman myndi gera eitthvað fyrir framtíð sína og hausinn á sér, en ekki bara vera í tölvunni eða horfa á YouTube. Það er mjög gott fyrir hann að tefla,“ sagði mamman. Hinn norski Christiansen sagðist kenna sjálfum sér um að hafa tapað fyrir stráknum en viðurkenndi um leið að frammistaða Shogdzhiev væri líkt og hjá fullorðnum skákmanni: „Ég hafði aldrei heyrt talað um hann áður en kannski hefði ég átt að gera það. Það er frekar rosalegt að vera orðinn svona góður þegar maður er bara átta ára. Þegar ég var á þessum aldri var ég varla búinn að læra reglurnar,“ sagði Christiansen. Skák Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
„Þetta er svakalega tilkomumikil frammistaða,“ sagði Carlsen, fremsti skákmaður heims, spurður út í afrek hins átta ára gamla Roman Shogdzhiev. Shogdzhiev vann í gær landa Carlsens frá Noregi, Johan Sebastian Christiansen, eftir að hafa einnig unnið annan stórmeistara, Jakhongir Vakhidov. Talið er að strákurinn sé sá yngsti í sögunni til að vinna stórmeistara á heimsmeistaramóti. I did not know that. Those kids are good, says Carlsen, and he continues: Very impressive."@MagnusCarlsen reaction after 8-year-old Roman Shogdzhiev beat his fellow countryman Johan-Sebastian Christiansen #RapidBlitz pic.twitter.com/kZ8fXEjqIB— Chess.com (@chesscom) December 27, 2023 Móðir Shogdzhiev ræddi við norska ríkismiðilinn NRK eftir sigurinn á Christiansen og var í skýjunum með að heyra að Carlsen hefði heillast af frammistöðu hans. Markmiðið er enda að: „Verða heimsmeistari og vinna Magnus Carlsen.“ Hún segir foreldra skáksnillingsins unga ekki hafa gert sér grein fyrir hæfileikum hans þegar Shogdzhiev var að byrja að tefla: „Við áttuðum okkur ekki á hæfileikunum. Við æfðum okkur og Roman sóttist eftir því að tefla sem barn. Við vildum að Roman myndi gera eitthvað fyrir framtíð sína og hausinn á sér, en ekki bara vera í tölvunni eða horfa á YouTube. Það er mjög gott fyrir hann að tefla,“ sagði mamman. Hinn norski Christiansen sagðist kenna sjálfum sér um að hafa tapað fyrir stráknum en viðurkenndi um leið að frammistaða Shogdzhiev væri líkt og hjá fullorðnum skákmanni: „Ég hafði aldrei heyrt talað um hann áður en kannski hefði ég átt að gera það. Það er frekar rosalegt að vera orðinn svona góður þegar maður er bara átta ára. Þegar ég var á þessum aldri var ég varla búinn að læra reglurnar,“ sagði Christiansen.
Skák Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira