Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp árið í desember. Síðasti annáll fréttastofu birtist hér á Vísi á föstudaginn þar sem við kíkjum á bak við tjöldin.

Föstudagskvöldið 10. nóvember var heilt bæjarfélag rýmt í skyndi eftir stanslausa skjálftahrinu. Eldgosið á Reykjanesskaga varði sögulega stutt og íbúar Grindavíkur vita lítið sem ekkert um framhaldið.
Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp árið í desember. Síðasti annáll fréttastofu birtist hér á Vísi á föstudaginn þar sem við kíkjum á bak við tjöldin.
Farsakennd atburðarás um hvalveiðar. Kristján Loftsson og konurnar í tunnunum. Krafa um afsökunarbeiðni í Karphúsinu og eftirtektarverðir Bomber jakkar Eflingarfólks. Óvænt útspil Heimis Más Péturssonar, sjókvíaeldi og hatrammar deilur um eina litla fræðslubók. Þetta eru deilur ársins 2023.
Íslendingar tuðuðu sem aldrei fyrr yfir sorpmálum á árinu sem er að líða. Nýjar margskiptar sorptunnur vöfðust fyrir fólki sem er enn að reyna að muna hvort snakkpokinn fari í plast- eða pappatunnuna.
Viðburðaríkt ár er að baki á sviði stjórnmálanna og ólga er kannski orð sem nær ágætlega utan um það. Ólga vegna kjaramála, verðbólgu, hvalveiða, laxeldis, stríðsreksturs á Gasa, bankasölu og í sjálfu stjórnarsamstarfinu. Við förum yfir liðið ár sem einkennist af deilum og dramatík.
Öllum varð okkur á í messunni með einum eða öðrum hætti á árinu sem er að líða. Í þessari klúðuryfirferð fyrir árið 2023 ætlum við að varpa ljósi á feilsporin sem stigin voru.