„Þá varð maður jákvæðari með allt saman“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2023 13:31 Valskonur fagna Íslandsmeistaratitlinum sem þær voru að vinna þriðja árið í röð. Vísir/Diego Nýir þættir, Íslandsmeistarar, verða sýndir á Stöð 2 Sport milli jóla og nýárs en í hverjum þætti verða teknir fyrir Íslandsmeistaraliðin í fótbolta og körfubolta, karla og kvenna, frá árinu sem er að líða. Í fyrsta þættinum í kvöld verður heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Vals í Bestu deild kvenna í fótbolta 2023, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. Hér fyrir neðan má sjá brot út þættinum í kvöld en þarna er verið að ræða fyrsta leik mótsins þar sem Valsliðið vann erkifjendurna úr Breiðabliki. Valsliðið hafði misst marga öfluga og reynda leikmenn frá því að þær urðu tvöfaldir meistarar sumarið 2022. Pétur Pétursson.S2 Sport Pétur Pétursson, þjálfari liðsins, var því í þeirri stöðu að þurfa að setja saman nýtt lið en hann leitaði til yngri leikmanna í hópnum og setti meiri ábyrgð á þær. „Mér finnst alltaf best að mæta sterkustu liðunum eins fljótt og hægt er. Þarna kom í ljós hjá okkur hvað við vildum gera um sumarið. Hvort liðið væri tilbúið til að gera þetta,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals í viðtali við Guðmund Benediktsson. „Þó að við höfum rétt fyrir þessa leiki, ekki vitað hverjir voru í liðinu. Það koma ungar stelpur inn og gera þetta mjög vel. Þegar upp er staðið þá sér maður karakterinn í þessum hóp sem var. Þá varð maður jákvæðari með allt saman,“ sagði Pétur. S2 Sport „Mér fannst frábært að fá Breiðablik fyrst. Auðvitað gott að segja það af því að við vinnum leikinn. Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að byrja sterkt þar sem að veturinn var búinn að vera erfiður. Margir af okkar lykilleikmönnum voru ekki búnar að æfa af krafti yfir veturinn,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Valsliðsins. „Við vorum ekki beint í toppstandi í fyrsta leik. Að hafa unnið hann gaf okkur mikið inn í mótið. Það er alveg klárt,“ sagði Ásgerður. Eina mark leiksins skoraði Anna Rakel Pétursdóttir en hún átti síðan eftir að meiðast illa í lok júní og missa af restinni af tímabilinu. Sigurmarkið á móti Blikum var liðinu gríðarlega mikilvægt. „Anna Rakel skorar þarna geggjað mark í lokin og þetta var bara einhvern veginn akkúrat það sem við þurftum á þessum tímapunkti,“ sagði Málfríður Anna Eiríksdóttir, varafyrirliði Valsliðsins. „Leikir Vals og Breiðabliks undanfarin ár, sama þótt að það vanti einhvern eða hvað, hafa alltaf verið hörkuleikir. Skemmtilegir leikir. Þú sérð ansi margt eftir þann leik hvað við getum gert. Mér fannst þær sýna það í þessum leik að þær voru tilbúnar í mótið,“ sagði Pétur. Það má sjá brotið úr þættinum hér fyrir neðan. Klippa: Íslandsmeistarar 2023: Valur í Bestu deild kvenna Besta deild kvenna Valur Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Sjá meira
Í fyrsta þættinum í kvöld verður heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Vals í Bestu deild kvenna í fótbolta 2023, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. Hér fyrir neðan má sjá brot út þættinum í kvöld en þarna er verið að ræða fyrsta leik mótsins þar sem Valsliðið vann erkifjendurna úr Breiðabliki. Valsliðið hafði misst marga öfluga og reynda leikmenn frá því að þær urðu tvöfaldir meistarar sumarið 2022. Pétur Pétursson.S2 Sport Pétur Pétursson, þjálfari liðsins, var því í þeirri stöðu að þurfa að setja saman nýtt lið en hann leitaði til yngri leikmanna í hópnum og setti meiri ábyrgð á þær. „Mér finnst alltaf best að mæta sterkustu liðunum eins fljótt og hægt er. Þarna kom í ljós hjá okkur hvað við vildum gera um sumarið. Hvort liðið væri tilbúið til að gera þetta,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals í viðtali við Guðmund Benediktsson. „Þó að við höfum rétt fyrir þessa leiki, ekki vitað hverjir voru í liðinu. Það koma ungar stelpur inn og gera þetta mjög vel. Þegar upp er staðið þá sér maður karakterinn í þessum hóp sem var. Þá varð maður jákvæðari með allt saman,“ sagði Pétur. S2 Sport „Mér fannst frábært að fá Breiðablik fyrst. Auðvitað gott að segja það af því að við vinnum leikinn. Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að byrja sterkt þar sem að veturinn var búinn að vera erfiður. Margir af okkar lykilleikmönnum voru ekki búnar að æfa af krafti yfir veturinn,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Valsliðsins. „Við vorum ekki beint í toppstandi í fyrsta leik. Að hafa unnið hann gaf okkur mikið inn í mótið. Það er alveg klárt,“ sagði Ásgerður. Eina mark leiksins skoraði Anna Rakel Pétursdóttir en hún átti síðan eftir að meiðast illa í lok júní og missa af restinni af tímabilinu. Sigurmarkið á móti Blikum var liðinu gríðarlega mikilvægt. „Anna Rakel skorar þarna geggjað mark í lokin og þetta var bara einhvern veginn akkúrat það sem við þurftum á þessum tímapunkti,“ sagði Málfríður Anna Eiríksdóttir, varafyrirliði Valsliðsins. „Leikir Vals og Breiðabliks undanfarin ár, sama þótt að það vanti einhvern eða hvað, hafa alltaf verið hörkuleikir. Skemmtilegir leikir. Þú sérð ansi margt eftir þann leik hvað við getum gert. Mér fannst þær sýna það í þessum leik að þær voru tilbúnar í mótið,“ sagði Pétur. Það má sjá brotið úr þættinum hér fyrir neðan. Klippa: Íslandsmeistarar 2023: Valur í Bestu deild kvenna
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Sjá meira