Kýldi lögregluþjón í andlitið Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 23. desember 2023 07:52 Það mæddi talsvert á lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Vísir/Vilhelm Maður sem handtekinn var í nótt, grunaður um ölvunarakstur og akstur án ökuréttinda, veittist að lögregluþjóni og sló með krepptum hnefa í andlitið þegar verið var að keyra hann heim að sýnatöku lokinni. Maðurinn var því handtekinn á ný og vistaður í fangaklefa. Talsvert var um hótanir og ofbeldi gagnvart lögreglumönnum við störf í gærkvöldi og í nótt. Lögregla var kölluð til á skemmtistað í miðborginni þar sem dyravörður var með mann í tökum. Þegar reynt var að ræða við viðkomandi hljóp hann á brott og reyndi að flýja. Hann var afar órólegur, streittist á móti, blótaði lögreglumönnum og hótaði þeim lífláti. Hann neitaði að gefa upp hver hann var og var því vistaður í fangaklefa sökum ástands þar til hægt verður að ræða við hann. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hrækti í átt að lögreglumönnum sem fundu hnúajárn í fatnaði hans Þá voru tveir aðilar handteknir vegna slagsmála fyrir utan veitingastað í miðbænum. Illa gekk að ræða við annan aðilann sem neitaði að segja til nafns en var með áverka í andliti. Hann hrækti í átt að lögreglumönnum á vettvangi en einnig fannst hnúajárn í fatnaði hans. Hann var vistaður tímabundið í fangaklefa á meðan lögregla beið eftir sjúkraliði til að líta á áverka og málsatvik, en var síðar fluttur með sjúkrabíl á Bráðamóttöku til aðhlynningar. Einnig var tilkynnt um ölvaða og ógnandi aðila inni á veitingastað í hverfi 110. Samkvæmt starfsmanni voru gestirnir með „dólg og leiðindi“ og neituðu að yfirgefa veitingastaðinn. Eftir að lögregla hafði vísað þeim út af staðnum varð annar gestanna afar ósáttur með afgreiðslu lögreglu og vildi frá frekari skýringu á því af hverju þeim var vísað á dyr. Hann óð ógnandi að lögreglumönnum og gerði sig líklegan til að veitast að þeim. „Var hann því færður í lögreglutök og vistaður í fangaklefa þar sem ekki var hægt að ræða við hann,“ að því er segir í tilkynningunni. Varðstjóri veitti föðurlegt tiltal Einn var handtekinn eftir að hafa veist að gestum í samkvæmi í hverfi 107. Í dagbókinni segir að maðurinn hafi verið ósamvinnuþýður og ósáttur út í afgreiðslu lögreglu en einnig æstur og óútreiknanlegur þegar hann var mættur á lögreglustöðina við Hverfisgötu. „Eftir að vakthafandi varðstjóri hafði veitt aðilanum föðurlegt tiltal, ákváðu þeir í sameiningu að það besta í stöðunni væri að fara heim í háttinn. Aðilanum var góðfúslega bent á að enn væru tveir jólasveinar á leið til byggða og því talsverðar líkur á því að hann fengi kartöflu í skóinn ef hann myndi ekki haga sér eins og maður. Þegar aðilinn var laus úr haldi lögreglu játaði hann ást sína á íslensku lögreglunni áður en hann hélt heim á leið.“ „Farþeginn var verulega ölvaður og mundi ekkert hvert hann var að fara. Lögregla hjálpaði farþeganum að rifja upp hvert förinni var heitið en hann mundi skyndilega að hann væri á leið heim til móður sinnar. Leigubílstjórinn ók farþeganum til móður sinnar,“ segir í dagbókinni. Önnur verkefni næturinnar snéru meðal annars að ölvunarakstri, skemmdarverkum og slagsmálum. Lögreglumál Lögreglan Reykjavík Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Lögregla var kölluð til á skemmtistað í miðborginni þar sem dyravörður var með mann í tökum. Þegar reynt var að ræða við viðkomandi hljóp hann á brott og reyndi að flýja. Hann var afar órólegur, streittist á móti, blótaði lögreglumönnum og hótaði þeim lífláti. Hann neitaði að gefa upp hver hann var og var því vistaður í fangaklefa sökum ástands þar til hægt verður að ræða við hann. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hrækti í átt að lögreglumönnum sem fundu hnúajárn í fatnaði hans Þá voru tveir aðilar handteknir vegna slagsmála fyrir utan veitingastað í miðbænum. Illa gekk að ræða við annan aðilann sem neitaði að segja til nafns en var með áverka í andliti. Hann hrækti í átt að lögreglumönnum á vettvangi en einnig fannst hnúajárn í fatnaði hans. Hann var vistaður tímabundið í fangaklefa á meðan lögregla beið eftir sjúkraliði til að líta á áverka og málsatvik, en var síðar fluttur með sjúkrabíl á Bráðamóttöku til aðhlynningar. Einnig var tilkynnt um ölvaða og ógnandi aðila inni á veitingastað í hverfi 110. Samkvæmt starfsmanni voru gestirnir með „dólg og leiðindi“ og neituðu að yfirgefa veitingastaðinn. Eftir að lögregla hafði vísað þeim út af staðnum varð annar gestanna afar ósáttur með afgreiðslu lögreglu og vildi frá frekari skýringu á því af hverju þeim var vísað á dyr. Hann óð ógnandi að lögreglumönnum og gerði sig líklegan til að veitast að þeim. „Var hann því færður í lögreglutök og vistaður í fangaklefa þar sem ekki var hægt að ræða við hann,“ að því er segir í tilkynningunni. Varðstjóri veitti föðurlegt tiltal Einn var handtekinn eftir að hafa veist að gestum í samkvæmi í hverfi 107. Í dagbókinni segir að maðurinn hafi verið ósamvinnuþýður og ósáttur út í afgreiðslu lögreglu en einnig æstur og óútreiknanlegur þegar hann var mættur á lögreglustöðina við Hverfisgötu. „Eftir að vakthafandi varðstjóri hafði veitt aðilanum föðurlegt tiltal, ákváðu þeir í sameiningu að það besta í stöðunni væri að fara heim í háttinn. Aðilanum var góðfúslega bent á að enn væru tveir jólasveinar á leið til byggða og því talsverðar líkur á því að hann fengi kartöflu í skóinn ef hann myndi ekki haga sér eins og maður. Þegar aðilinn var laus úr haldi lögreglu játaði hann ást sína á íslensku lögreglunni áður en hann hélt heim á leið.“ „Farþeginn var verulega ölvaður og mundi ekkert hvert hann var að fara. Lögregla hjálpaði farþeganum að rifja upp hvert förinni var heitið en hann mundi skyndilega að hann væri á leið heim til móður sinnar. Leigubílstjórinn ók farþeganum til móður sinnar,“ segir í dagbókinni. Önnur verkefni næturinnar snéru meðal annars að ölvunarakstri, skemmdarverkum og slagsmálum.
Lögreglumál Lögreglan Reykjavík Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“