Ætla að gefa Hvammsvirkjun grænt ljós Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. desember 2023 23:05 Fyrirhugað er að Þjórsá verði stífluð á móts við bæinn Hvamm undir Skarðsfjalli í Landsveit. Landsvirkjun Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um að heimila breytingar á vatnshloti í Þjórsá 1, vegna framkvæmda við 95 megavatta Hvammsvirkjun. Telur stofnunin að sjónarmið um raforkuöryggi vegi þyngra en umhverfissjónarmið vatnshlotsins. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar, þar sem vísar er í ítarleg áform um að veita leyfið, með rökstuðningi. Þar segir að það sé mat stofnunarinnar að fyrir liggi ítarleg greining og staðfesting á því að til að tryggja raforkuöryggi á Íslandi sé þörf á aukinni raforkuframleiðslu að því marki sem Hvammsvirkjun sé ætlað að framleiða. Tilgangur virkjunarinnar, að tryggja raforkuöryggi, varði almannahagsmuni og vegi þyngra en ávinningur af því að umhverfismarkmið um vatnshlotið náist. Þá vísar Orkustofnun til þeirrar ákvörðunar að setja Hvammsvirkjun í orkunýtingarflokk, og telur að fyrir liggi ákvörðun löggjafans um mat á þjóðhagslegri hagkvæmni virkjunarinnar. Framkvæmdir gætu hafist í vor Á vef Landsvirkjunar segir að endanleg niðurstaða áformanna verði tilkynnt að loknum athugasemdafresti, sem er til 17. janúar 2024. „Verði heimildin veitt, hefur Orkustofnun umfjöllun um umsókn Landsvirkjunar um virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun að nýju. Stofnuninni ber að taka ákvörðun um útgáfu virkjunarleyfis innan tveggja mánaða frá því öll gögn hafa borist stofnuninni. Verði virkjunarleyfið veitt geta sveitarfélögin tvö, Rangárþing ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppur gefið út framkvæmdaleyfi. Gangi allt eftir gætu undirbúningsframkvæmdir fyrir Hvammsvirkjun hafist í vor.“ Í sumar var ákvörðun Orkustofnunar um að veita Landsvirkjun virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun felld úr gildi af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Orkumál Skipulag Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Orkuskipti Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar, þar sem vísar er í ítarleg áform um að veita leyfið, með rökstuðningi. Þar segir að það sé mat stofnunarinnar að fyrir liggi ítarleg greining og staðfesting á því að til að tryggja raforkuöryggi á Íslandi sé þörf á aukinni raforkuframleiðslu að því marki sem Hvammsvirkjun sé ætlað að framleiða. Tilgangur virkjunarinnar, að tryggja raforkuöryggi, varði almannahagsmuni og vegi þyngra en ávinningur af því að umhverfismarkmið um vatnshlotið náist. Þá vísar Orkustofnun til þeirrar ákvörðunar að setja Hvammsvirkjun í orkunýtingarflokk, og telur að fyrir liggi ákvörðun löggjafans um mat á þjóðhagslegri hagkvæmni virkjunarinnar. Framkvæmdir gætu hafist í vor Á vef Landsvirkjunar segir að endanleg niðurstaða áformanna verði tilkynnt að loknum athugasemdafresti, sem er til 17. janúar 2024. „Verði heimildin veitt, hefur Orkustofnun umfjöllun um umsókn Landsvirkjunar um virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun að nýju. Stofnuninni ber að taka ákvörðun um útgáfu virkjunarleyfis innan tveggja mánaða frá því öll gögn hafa borist stofnuninni. Verði virkjunarleyfið veitt geta sveitarfélögin tvö, Rangárþing ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppur gefið út framkvæmdaleyfi. Gangi allt eftir gætu undirbúningsframkvæmdir fyrir Hvammsvirkjun hafist í vor.“ Í sumar var ákvörðun Orkustofnunar um að veita Landsvirkjun virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun felld úr gildi af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Orkumál Skipulag Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Orkuskipti Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira