Dregið hafi úr góðvild í garð björgunarsveitafólks Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2023 16:34 Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum á íbúafundi á dögunum. Vísir/Sigurjón Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir teikn á lofti um að dregið hafi úr góðvild vinnuveitenda og aðstandenda björgunarsveitafólks. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglustjórans til fjölmiðla. Þar segir að landsstjórn björgunarsveita hafi farið þess á leit við lögreglustjórann á Suðurnesjum að björgunarsveitir verði leystar undan daglegri viðveru eigi síðar en í dag, 22. desember 2023. „Dregið hefur úr þörf á viðveru björgunarsveita á svæðinu. Þá reynist erfitt að manna vaktir björgunarsveita bæði í aðgerðastjórn og vettvangsstjórn hér á Suðurnesjum. Slysavarnafélagið Landsbjörg er sjálfboðaliðafélag sem byggir á velvild atvinnurekenda og fjölskyldna björgunarsveitamanna. Ekki hefur staðið á því hjá vinnuveitendum og aðstandendum að veita björgunarsveitamönnum það svigrúm sem þarf þegar öllum er ljóst mikilvægi þeirra verkefna sem björgunarsveitir sinna. Teikn eru á lofti um að dregið hafi úr þeirri góðvild undanfarið og mikilvægt að bregðast við þeirri stöðu,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri í tilkynningu sinni. Styrkur Slysavarnafélagsins Landsbjargar felist í því að koma til hjálpar þegar hið daglega viðbragð annar ekki verkefnum eða þegar sérþekkingar björgunarsveita í leit og björgun sé krafist. „Björgunarsveitir gefa sig almennt ekki út í langtíma viðbragð nema um sé að ræða verkefni á sérsviði björgunarsveita í leit og björgun. Björgunarsveitir hlaupa undir bagga þar til hið daglega viðbragð nær vopnum sínum og dagleg starfssemi viðbragðsaðila sem hefur raskast kemst aftur í jafnvægi.“ Lögreglan á Suðurnesjum hafi allt frá byrjun árs 2020 sinnt verkefnum vegna stöðugra jarðhræringa og eldgosa á Reykjanesskaga. Þann 10. nóvember síðastliðinn hafi Grindavík, 3800 manna sveitarfélag, verið rýmt og íbúar þess og aðrir sem eiga þar hagsmuna að gæta hafi þurft að sæta stöðugum takmörkunum á aðgengi að heimilum sínum og fyrirtækjum. „Frá miðnætti hafa nokkrir tugir jarðskjálfta mælst við kvikuganginn á Reykjanesskaga. Telst það lítil skjálftavirkni. Engin gosvirkni er lengur sjáanleg við Sundhnúkagíga en enn er mögulegt að hraunrennsli sé í lokuðum rásum.“ Sérfræðingar Veðurstofunnar hittust á fundi í morgun kl. 9:30 þar sem farið var yfir nýjustu gögn og klukkan 13 fundaði Veðurstofan með lögreglustjóra og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Samkvæmt nýju hættumatskorti Veðurstofu er enn töluverð hætta á náttúruhamförum í Grindavík. Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum að færa almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig þar sem eldgosinu sem hófst við Sundhnúkagíga á mánudag virðist nú lokið. Björgunarsveitir Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Sjá meira
Þar segir að landsstjórn björgunarsveita hafi farið þess á leit við lögreglustjórann á Suðurnesjum að björgunarsveitir verði leystar undan daglegri viðveru eigi síðar en í dag, 22. desember 2023. „Dregið hefur úr þörf á viðveru björgunarsveita á svæðinu. Þá reynist erfitt að manna vaktir björgunarsveita bæði í aðgerðastjórn og vettvangsstjórn hér á Suðurnesjum. Slysavarnafélagið Landsbjörg er sjálfboðaliðafélag sem byggir á velvild atvinnurekenda og fjölskyldna björgunarsveitamanna. Ekki hefur staðið á því hjá vinnuveitendum og aðstandendum að veita björgunarsveitamönnum það svigrúm sem þarf þegar öllum er ljóst mikilvægi þeirra verkefna sem björgunarsveitir sinna. Teikn eru á lofti um að dregið hafi úr þeirri góðvild undanfarið og mikilvægt að bregðast við þeirri stöðu,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri í tilkynningu sinni. Styrkur Slysavarnafélagsins Landsbjargar felist í því að koma til hjálpar þegar hið daglega viðbragð annar ekki verkefnum eða þegar sérþekkingar björgunarsveita í leit og björgun sé krafist. „Björgunarsveitir gefa sig almennt ekki út í langtíma viðbragð nema um sé að ræða verkefni á sérsviði björgunarsveita í leit og björgun. Björgunarsveitir hlaupa undir bagga þar til hið daglega viðbragð nær vopnum sínum og dagleg starfssemi viðbragðsaðila sem hefur raskast kemst aftur í jafnvægi.“ Lögreglan á Suðurnesjum hafi allt frá byrjun árs 2020 sinnt verkefnum vegna stöðugra jarðhræringa og eldgosa á Reykjanesskaga. Þann 10. nóvember síðastliðinn hafi Grindavík, 3800 manna sveitarfélag, verið rýmt og íbúar þess og aðrir sem eiga þar hagsmuna að gæta hafi þurft að sæta stöðugum takmörkunum á aðgengi að heimilum sínum og fyrirtækjum. „Frá miðnætti hafa nokkrir tugir jarðskjálfta mælst við kvikuganginn á Reykjanesskaga. Telst það lítil skjálftavirkni. Engin gosvirkni er lengur sjáanleg við Sundhnúkagíga en enn er mögulegt að hraunrennsli sé í lokuðum rásum.“ Sérfræðingar Veðurstofunnar hittust á fundi í morgun kl. 9:30 þar sem farið var yfir nýjustu gögn og klukkan 13 fundaði Veðurstofan með lögreglustjóra og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Samkvæmt nýju hættumatskorti Veðurstofu er enn töluverð hætta á náttúruhamförum í Grindavík. Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum að færa almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig þar sem eldgosinu sem hófst við Sundhnúkagíga á mánudag virðist nú lokið.
Björgunarsveitir Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Sjá meira