Pax Vobis Árni Már Jensson skrifar 22. desember 2023 16:00 Danski eðlisfræðingurinn Niels Bohr sagði: “Allt sem við köllum raunverulegt er gert úr eindum sem ekki er hægt að líta á sem raunverulegar. Ef skammtafræðin, (quantum physics) hefur ekki hneykslað þig verulega, hefur þú ekki skilið hana ennþá.” Það er tímabært að vísindi, raun,-hug, og kennifræða nálgist samhengi hlutanna til að öðlast dýpri skilning á ævagömlum frásögnum guðspjalla Nýja Testamentisins, og þess Gamla, í samþættum skilningi orku, anda og efnis. Ekki endilega til að skilja Guð, sem aðskilið fyrirbæri, heldur til að öðlast rökrænan skilning á virkni hins stóra lífssamhengis sem maðurinn, hugsun hans og hjarta eru hluti af. En til að slíkt geti raungerst þarf maðurinn, meðvitað, gegnum framvirka hugsun sína, (quantum thinking) og hjarta, að verða gegnumstreymis hluti þeirrar lífsuppgötvunar sem trúin er. Því án trúarinnar virkjum við einungis hluta hugsunarinnar og þeirrar margvíddar hugargetu og skilnings sem maðurinn annars býr yfir. En af hverju tek ég Testamenti kristninnar út fyrir sviga annara trúarbragða? Jú, þótt ýmsir dulspekingar, heimspekilegir hugsuðir, og forverar vísindanna, eins og við þekkjum þau, hafi löngu fyrir daga Jesú, gert sér grein fyrir andanum ofar efninu, þá upphóf Jesú þessa umræðu á áður óþekkt plan. Hann opinberaði samræðuna með sönnunum kraftaverkanna og upprisunnar. Fyrirbæra sem færðu vitund mannsins nær hinum óþekkta orkuhjúp upprunans. Uppruna sem við ýmist trúum að sé Guð eða teljum verðugan valkost að rannsaka sem slíkan. Allt efnislegt lífsform, þ.m.t. hold mannsins er undirorpið orku, atómum, nifteindum, róteindum og kvörkum og fjölda undiratómeinda svo eitthvað sé nefnt. Þessi atóm eru því efnisform lífsorkunnar sjálfrar. Hvað raðar lífsorkunni niður í hinar mismunandi einingar lífsformsins, gegnum fyrirbæri sem við köllum massaorkusamruna, er meira heillandi að brjóta heilann um en nokkuð annað í þessu lífi. Þróun lífs, erfða, og vísinda líffræðinnar svara efnislegum hluta þessa veruleika, sem í sjálfu sér er mjög athygliverður, en bæti maður við hinum kennilega veruleika skammtaeðlisfræðinnar, dýpkar skilningurinn til muna þar til ein spurning stendur ósvöruð: Hvaðan eru vitsmunirnir á bak við atómískan hreyfikraft og skipulag sköpunarinnar upprunnir? Því svarar kristin trú að því marki sem hugsun mannsins í holdlíkama hefur getu til að skilja. Trú sem torvelt getur verið að skilja samkvæmt orðanna hljóðan öðruvísi en með iðkun í bæn, í gjörð, í hugleiðslu, eða í örvæntingu aðstæðna. Trú, sem laðar fram opnun hinna ýmsu skilnigsvídda í hlutfalli við tíðni hins andlega þroska. Þegar kemur að spurningunum um frumsköpunina, andann og hinu samþætta vitsmunalífi, (collective consciousness) er manninum því óverjandi, forsögulegri sem og vitsmunalegri framþróun, að skipta trúnni út fyrir tilviljun, til að þjónka takmörkun rökhugsunarinnar, sem ein og sér, er ófær um að skilja eðli og samhengi hinnar stóru lífsmyndar án trúar. Framangreindum spurningum, og afleiddum svörum þeirra, leitast hugveita Pax Vobis við að svara, með oft, óhefbundindinni nálgun, en einnig hefðbundinni. Því veiti maðurinn ekki athyglinni lausan tauminn um víddír ímyndunarinnar tekst hugsuninni vart að sleppa út fyrir túngarðinn heima. Það kann því að taka eilífðina, en tilgangurinn helgar vegferðina. Nú þegar, á fyrsta mánuði, hefur útbreiðsla myndefnis Pax Vobis náð augum og eyrum landsmanna vítt og breytt með meiri hraða en forsvarsmönnum óraði fyrir og óskar hugveitan landsmönnum gleðilegra jóla árs og friðar með djúpu þakklæti fyrir frábærar viðtökur á árinu sem er að líða. Höfundur er frumkvöðull og áhugamaður um betra líf, samfélag, kristna trú og gildi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Danski eðlisfræðingurinn Niels Bohr sagði: “Allt sem við köllum raunverulegt er gert úr eindum sem ekki er hægt að líta á sem raunverulegar. Ef skammtafræðin, (quantum physics) hefur ekki hneykslað þig verulega, hefur þú ekki skilið hana ennþá.” Það er tímabært að vísindi, raun,-hug, og kennifræða nálgist samhengi hlutanna til að öðlast dýpri skilning á ævagömlum frásögnum guðspjalla Nýja Testamentisins, og þess Gamla, í samþættum skilningi orku, anda og efnis. Ekki endilega til að skilja Guð, sem aðskilið fyrirbæri, heldur til að öðlast rökrænan skilning á virkni hins stóra lífssamhengis sem maðurinn, hugsun hans og hjarta eru hluti af. En til að slíkt geti raungerst þarf maðurinn, meðvitað, gegnum framvirka hugsun sína, (quantum thinking) og hjarta, að verða gegnumstreymis hluti þeirrar lífsuppgötvunar sem trúin er. Því án trúarinnar virkjum við einungis hluta hugsunarinnar og þeirrar margvíddar hugargetu og skilnings sem maðurinn annars býr yfir. En af hverju tek ég Testamenti kristninnar út fyrir sviga annara trúarbragða? Jú, þótt ýmsir dulspekingar, heimspekilegir hugsuðir, og forverar vísindanna, eins og við þekkjum þau, hafi löngu fyrir daga Jesú, gert sér grein fyrir andanum ofar efninu, þá upphóf Jesú þessa umræðu á áður óþekkt plan. Hann opinberaði samræðuna með sönnunum kraftaverkanna og upprisunnar. Fyrirbæra sem færðu vitund mannsins nær hinum óþekkta orkuhjúp upprunans. Uppruna sem við ýmist trúum að sé Guð eða teljum verðugan valkost að rannsaka sem slíkan. Allt efnislegt lífsform, þ.m.t. hold mannsins er undirorpið orku, atómum, nifteindum, róteindum og kvörkum og fjölda undiratómeinda svo eitthvað sé nefnt. Þessi atóm eru því efnisform lífsorkunnar sjálfrar. Hvað raðar lífsorkunni niður í hinar mismunandi einingar lífsformsins, gegnum fyrirbæri sem við köllum massaorkusamruna, er meira heillandi að brjóta heilann um en nokkuð annað í þessu lífi. Þróun lífs, erfða, og vísinda líffræðinnar svara efnislegum hluta þessa veruleika, sem í sjálfu sér er mjög athygliverður, en bæti maður við hinum kennilega veruleika skammtaeðlisfræðinnar, dýpkar skilningurinn til muna þar til ein spurning stendur ósvöruð: Hvaðan eru vitsmunirnir á bak við atómískan hreyfikraft og skipulag sköpunarinnar upprunnir? Því svarar kristin trú að því marki sem hugsun mannsins í holdlíkama hefur getu til að skilja. Trú sem torvelt getur verið að skilja samkvæmt orðanna hljóðan öðruvísi en með iðkun í bæn, í gjörð, í hugleiðslu, eða í örvæntingu aðstæðna. Trú, sem laðar fram opnun hinna ýmsu skilnigsvídda í hlutfalli við tíðni hins andlega þroska. Þegar kemur að spurningunum um frumsköpunina, andann og hinu samþætta vitsmunalífi, (collective consciousness) er manninum því óverjandi, forsögulegri sem og vitsmunalegri framþróun, að skipta trúnni út fyrir tilviljun, til að þjónka takmörkun rökhugsunarinnar, sem ein og sér, er ófær um að skilja eðli og samhengi hinnar stóru lífsmyndar án trúar. Framangreindum spurningum, og afleiddum svörum þeirra, leitast hugveita Pax Vobis við að svara, með oft, óhefbundindinni nálgun, en einnig hefðbundinni. Því veiti maðurinn ekki athyglinni lausan tauminn um víddír ímyndunarinnar tekst hugsuninni vart að sleppa út fyrir túngarðinn heima. Það kann því að taka eilífðina, en tilgangurinn helgar vegferðina. Nú þegar, á fyrsta mánuði, hefur útbreiðsla myndefnis Pax Vobis náð augum og eyrum landsmanna vítt og breytt með meiri hraða en forsvarsmönnum óraði fyrir og óskar hugveitan landsmönnum gleðilegra jóla árs og friðar með djúpu þakklæti fyrir frábærar viðtökur á árinu sem er að líða. Höfundur er frumkvöðull og áhugamaður um betra líf, samfélag, kristna trú og gildi.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun