Líf færist í skíðabrekkur landsins Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 22. desember 2023 09:20 Skíðasvæðin í Bláfjöllum opna klukkan 14 í dag. Vísir/Vilhelm Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður opið í dag, í fyrsta sinn í vetur. Góðar aðstæður eru á svæðinu,-12° og logn. Skíðagarpar í jólafríi ættu því að kætast, en einnig verður opið í Hlíðarfjalli á Akureyri. Á Facebook síðu Bláfjalla kemur fram að byrjað verði á að opna Drottingarbraut og byrjendasvæðið. Þá verður göngubraut lögð út á horn, kringum hólinn og um Leirurnar. Opið verður frá klukkan 14 til 21. Lokað verður í Bláfjöllum 23, 24. og 25. desember en opið 26.-30.desember. Miklar breytingar hafa verið gerðar á skíðasvæðinu undanfarin ár, líkt og Vísir fjallaði um fyrir skömmu. Síðasta vetur voru reistar tvær nýjar stólalyftur og nú er verið að setja upp nýtt sjálfvirkt snjóframleiðslukerfi. Kerfið virkar þannig að borað er niður í jörðina og dæla sett ofan í sem dælir ofan í lón. Úr lóninu fer það í dælustöð og svo í brekkuna þar sem það fer í gegnum snjóbyssur þar sem vatnið svo frýs í loftinu. Miklar breytingar hafa verið gerðar á skíðasvæðinu í Bláfjöllum undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Framleiddur snjór í Hlíðarfjalli Í dag er einnig stefnt að opnun í Hlíðarfjalli. Fyrst um sinn verður aðeins hluti neðra svæðis opinn þar sem snjó skortir á efra og neðra svæði. Sá snjór sem er í brekkunum er nánast eingöngu framleiddur. „Hólabraut og Hjallabraut verða opnaðar ásamt Töfrateppinu, en síðustu daga höfum við með aðstoð framleiðandans Sun Kid gert frábærar endurbætur á nýju yfirbyggingunni fyrir veturinn. Næstu daga verður svo unnið að því að ná tengingum við Fjarka stólalyftu og von okkar er að hún geti verið komin inn á jóladag“, segir á Facebook síðu Hlíðarfjalls. Gestum er bent á að utanbrautaskíðun sé gríðarlega varasöm, þar sem snjóþekjan er lítil sem engin og stutt í grjót undir. Skíðasvæði Reykjavík Akureyri Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi hættir sem barnamálaráðherra Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Þrjátíu á fjöldahjálparstöð og fjörutíu sitja enn fastir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira
Á Facebook síðu Bláfjalla kemur fram að byrjað verði á að opna Drottingarbraut og byrjendasvæðið. Þá verður göngubraut lögð út á horn, kringum hólinn og um Leirurnar. Opið verður frá klukkan 14 til 21. Lokað verður í Bláfjöllum 23, 24. og 25. desember en opið 26.-30.desember. Miklar breytingar hafa verið gerðar á skíðasvæðinu undanfarin ár, líkt og Vísir fjallaði um fyrir skömmu. Síðasta vetur voru reistar tvær nýjar stólalyftur og nú er verið að setja upp nýtt sjálfvirkt snjóframleiðslukerfi. Kerfið virkar þannig að borað er niður í jörðina og dæla sett ofan í sem dælir ofan í lón. Úr lóninu fer það í dælustöð og svo í brekkuna þar sem það fer í gegnum snjóbyssur þar sem vatnið svo frýs í loftinu. Miklar breytingar hafa verið gerðar á skíðasvæðinu í Bláfjöllum undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Framleiddur snjór í Hlíðarfjalli Í dag er einnig stefnt að opnun í Hlíðarfjalli. Fyrst um sinn verður aðeins hluti neðra svæðis opinn þar sem snjó skortir á efra og neðra svæði. Sá snjór sem er í brekkunum er nánast eingöngu framleiddur. „Hólabraut og Hjallabraut verða opnaðar ásamt Töfrateppinu, en síðustu daga höfum við með aðstoð framleiðandans Sun Kid gert frábærar endurbætur á nýju yfirbyggingunni fyrir veturinn. Næstu daga verður svo unnið að því að ná tengingum við Fjarka stólalyftu og von okkar er að hún geti verið komin inn á jóladag“, segir á Facebook síðu Hlíðarfjalls. Gestum er bent á að utanbrautaskíðun sé gríðarlega varasöm, þar sem snjóþekjan er lítil sem engin og stutt í grjót undir.
Skíðasvæði Reykjavík Akureyri Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi hættir sem barnamálaráðherra Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Þrjátíu á fjöldahjálparstöð og fjörutíu sitja enn fastir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira