Halda sig innandyra eftir mannskæða skotárás Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. desember 2023 18:15 Hörpu er afar brugðið við fréttir af mannskæðri skotárás í hjarta Prag. Þar hefur henni hingað til fundist hún mjög örugg. EPA/Aðsend Fimmtán létust og á þriðja tug særðust í skotárás í Karlsháskóla í miðborg Prag í dag. Lögregluyfirvöld í Tékklandi telja að hættan sé liðin hjá en árásarmaðurinn er látinn. Hann var tuttugu og fjögurra ára. Líkið af honum fannst í skólanum. Lögregluyfirvöld segja þá að faðir árásarmannsins hafi í dag fundist látinn skammt frá Prag. Harpa Hjartardóttir, 25 ára meistaranemi við kvikmyndaskólann FAMU í Prag, ætlaði varla að trúa því þegar henni bárust fréttir um að vinur hennar og skólabróðir væri lokaður inni í skólanum vegna yfirstandandi skotárásar. Skóli Hörpu er í um tíu mínútna göngufjarlægð við Karls-háskólann og skólayfirvöld í FAMU ákváðu um leið að læsa öllum skólastofum – og nemendur inni - af öryggisástæðum þar til meira væri vitað um árásina. Það sama var gert í Karls-háskólanum og var hann að lokum rýmdur þegar hættan var talin vera liðin hjá. Viðbúnaður í gamla hluta borgarinnar er gríðarlegur og búið er að girða af stórt svæði allt í kringum háskólann, sem vanalega iðar allt af lífi enda vinsæll ferðamannastaður. Harpa segir það hafa verið mikið áfall að heyra af árásinni og af því að skólafélagar hennar væru lokaðir inni í skólanum vegna skotárásar. „Við héldum fyrst að þetta væri bara djók, við ætluðum ekki að trúa þessu,“ segir Harpa. Á vef Reuters segir að byssuárásir séu ekki algengar í Tékklandi. Harpa tekur undir þetta. „Nei, ég hef aldrei heyrt um slíkt hérna og Prag er rosalega örugg borg og eina af öruggustu borgum í Evrópu og ég get bara sagt það, mér finnst ég bara mjög örugg hérna og það var bara mjög skrítið að frétta af þessu.“ Andrúmsloftið í borginni sé afar skrítið þessa klukkutímana. Hún ætlar að halda sig innandyra í kvöld. „Þetta er sjokk. Við erum bara öll á stúdentagörðunum núna og ætlum að halda okkur inni. Það er bara best að vera öll saman.“ Tékkland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fimmtán látnir eftir skotárás í Prag Fimmtán eru látnir og tugir særðir eftir skotárás við háskóla í Prag að sögn stjórnvalda í Tékklandi. Skotárásarmaðurinn er 24 ára nemandi við skólann. 21. desember 2023 15:37 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Eldgosinu við Sundhnúksgíga virðist lokið. Nýjar myndir frá gosstöðvunum sýna að enn er glóð í nýja hrauninu en virkni er alveg dottin niður. Bæjarstjóra Grindavíkur er létt yfir goslokum. 21. desember 2023 18:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Harpa Hjartardóttir, 25 ára meistaranemi við kvikmyndaskólann FAMU í Prag, ætlaði varla að trúa því þegar henni bárust fréttir um að vinur hennar og skólabróðir væri lokaður inni í skólanum vegna yfirstandandi skotárásar. Skóli Hörpu er í um tíu mínútna göngufjarlægð við Karls-háskólann og skólayfirvöld í FAMU ákváðu um leið að læsa öllum skólastofum – og nemendur inni - af öryggisástæðum þar til meira væri vitað um árásina. Það sama var gert í Karls-háskólanum og var hann að lokum rýmdur þegar hættan var talin vera liðin hjá. Viðbúnaður í gamla hluta borgarinnar er gríðarlegur og búið er að girða af stórt svæði allt í kringum háskólann, sem vanalega iðar allt af lífi enda vinsæll ferðamannastaður. Harpa segir það hafa verið mikið áfall að heyra af árásinni og af því að skólafélagar hennar væru lokaðir inni í skólanum vegna skotárásar. „Við héldum fyrst að þetta væri bara djók, við ætluðum ekki að trúa þessu,“ segir Harpa. Á vef Reuters segir að byssuárásir séu ekki algengar í Tékklandi. Harpa tekur undir þetta. „Nei, ég hef aldrei heyrt um slíkt hérna og Prag er rosalega örugg borg og eina af öruggustu borgum í Evrópu og ég get bara sagt það, mér finnst ég bara mjög örugg hérna og það var bara mjög skrítið að frétta af þessu.“ Andrúmsloftið í borginni sé afar skrítið þessa klukkutímana. Hún ætlar að halda sig innandyra í kvöld. „Þetta er sjokk. Við erum bara öll á stúdentagörðunum núna og ætlum að halda okkur inni. Það er bara best að vera öll saman.“
Tékkland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fimmtán látnir eftir skotárás í Prag Fimmtán eru látnir og tugir særðir eftir skotárás við háskóla í Prag að sögn stjórnvalda í Tékklandi. Skotárásarmaðurinn er 24 ára nemandi við skólann. 21. desember 2023 15:37 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Eldgosinu við Sundhnúksgíga virðist lokið. Nýjar myndir frá gosstöðvunum sýna að enn er glóð í nýja hrauninu en virkni er alveg dottin niður. Bæjarstjóra Grindavíkur er létt yfir goslokum. 21. desember 2023 18:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Fimmtán látnir eftir skotárás í Prag Fimmtán eru látnir og tugir særðir eftir skotárás við háskóla í Prag að sögn stjórnvalda í Tékklandi. Skotárásarmaðurinn er 24 ára nemandi við skólann. 21. desember 2023 15:37
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Eldgosinu við Sundhnúksgíga virðist lokið. Nýjar myndir frá gosstöðvunum sýna að enn er glóð í nýja hrauninu en virkni er alveg dottin niður. Bæjarstjóra Grindavíkur er létt yfir goslokum. 21. desember 2023 18:00