Teitur fer til Guðjóns Vals Sindri Sverrisson skrifar 21. desember 2023 16:20 Teitur Örn Einarsson kveður Flensburg eftir þetta tímabil. Getty/Marius Becker Handknattleiksmaðurinn Teitur Örn Einarsson hefur ákveðið að skipta um félag í Þýskalandi næsta sumar og gerast lærisveinn Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach. Frá þessu er greint á vef Gummersbach í dag þar sem segir að Teitur hafi skrifað undir samning sem gildi til tveggja ára, frá og með næsta sumri. View this post on Instagram A post shared by VfL Gummersbach (@vflgummersbach) Teitur hefur leikið með Flensburg frá því að hann kom frá Kristianstad í Svíþjóð fyrir tveimur árum en í síðasta mánuði var greint frá því að hann færi frá Flensburg næsta sumar, þegar samningur hans rennur út. Hjá Gummersbach hittir Teitur ekki aðeins fyrir Guðjón Val heldur einnig félaga sinn úr íslenska landsliðinu, Elliða Snæ Viðarsson. Teitur, sem er örvhent skytta, er þó reyndar ekki í 20 manna hópnum sem Snorri Steinn Guðjónsson valdi á dögunum fyrir EM, en er á 35 manna listanum sem hægt er að notast við á mótinu. Teitur skoraði sjö mörk í sigri Flensburg á Lemgo í fyrrakvöld, 34-29. Flensburg er í 3. sæti þýsku deildarinnar en Gummersbach í 7. sæti. „Ég er auðvitað búinn að þekkja Teit lengi og ég er ánægður með að hann komi til okkar og styrki okkar hóp,“ segir Guðjón Valur á heimasíðu Gummersbach. „Hann er kraftmikill leikmaður, líkamlega sterkur og passar fullkomlega inn í okkar kerfi. Ég er viss um að stuðningsmennirnir munu njóta þess að sjá hann,“ sagði Guðjón. Sjálfur kveðst Teitur telja að um fullkomið skref á ferlinum sé að ræða. „Ég hlakka mikið til að spila fyrir góðan þjálfara sem ég hef trú á, og í svona hæfileikaríku liði. Ég er sannfærður um að hérna muni margir góðir hlutir gerast á komandi árum,“ sagði Selfyssingurinn. Þýski handboltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Gummersbach í dag þar sem segir að Teitur hafi skrifað undir samning sem gildi til tveggja ára, frá og með næsta sumri. View this post on Instagram A post shared by VfL Gummersbach (@vflgummersbach) Teitur hefur leikið með Flensburg frá því að hann kom frá Kristianstad í Svíþjóð fyrir tveimur árum en í síðasta mánuði var greint frá því að hann færi frá Flensburg næsta sumar, þegar samningur hans rennur út. Hjá Gummersbach hittir Teitur ekki aðeins fyrir Guðjón Val heldur einnig félaga sinn úr íslenska landsliðinu, Elliða Snæ Viðarsson. Teitur, sem er örvhent skytta, er þó reyndar ekki í 20 manna hópnum sem Snorri Steinn Guðjónsson valdi á dögunum fyrir EM, en er á 35 manna listanum sem hægt er að notast við á mótinu. Teitur skoraði sjö mörk í sigri Flensburg á Lemgo í fyrrakvöld, 34-29. Flensburg er í 3. sæti þýsku deildarinnar en Gummersbach í 7. sæti. „Ég er auðvitað búinn að þekkja Teit lengi og ég er ánægður með að hann komi til okkar og styrki okkar hóp,“ segir Guðjón Valur á heimasíðu Gummersbach. „Hann er kraftmikill leikmaður, líkamlega sterkur og passar fullkomlega inn í okkar kerfi. Ég er viss um að stuðningsmennirnir munu njóta þess að sjá hann,“ sagði Guðjón. Sjálfur kveðst Teitur telja að um fullkomið skref á ferlinum sé að ræða. „Ég hlakka mikið til að spila fyrir góðan þjálfara sem ég hef trú á, og í svona hæfileikaríku liði. Ég er sannfærður um að hérna muni margir góðir hlutir gerast á komandi árum,“ sagði Selfyssingurinn.
Þýski handboltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Sjá meira