Svekkt að missa af eldgosinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2023 16:15 Guadalupe Megías starfar fyrir spænska ríkissjónvarpið. Vísir/ArnarHalldórs Guadalupe Megías, fréttamaður spænska ríkissjónvarpsins, kom til Íslands í gær til að flytja fréttir af eldgosinu við Grindavík. Innan við sólarhring síðar er gosinu lokið. Upplýsingafundur var haldinn í morgun fyrir erlenda fjölmiðla í Hafnarfirði. Fáir sóttu fundinn en nokkur fjöldi fjölmiðlafólks er þó kominn hingað til Íslands vegna eldgossins. Megías kom til Íslands í gær en hefur ekki enn borið gosið augum. Ólíklegt er að verði að því nema gos hefjist á ný. Hraunið séð úr þyrlu Landhelgisgæslunnar síðdegis í dag.Vísir/RAX „Við reyndum seinni partinn í gær en ferðinni var frestað. Til stendur að reyna aftur í dag en það bendir allt til þess að það sé lítið að sjá,“ segir Megías. Hún hafði þá fengið fregnir af því að gosinu væri lokið. Hópurinn skoðaði Grindavík í morgun. „Við sáum stóru sprunguna og maður skilur hættuna sem hefur verið fyrir hendi fyrir íbúa bæjarins,“ segir Megías. Hún segist hafa orðið fyrir vonbrigðum að missa af gosinu. Hún hafi fjallað um eldgosið á La Palma árið 2021. „Ég var þar í marga daga og það var mikið sjónarspil. Bæði var atburðurinn mjög áhugaverður en afleiðingarnar um leið hrikalegar.“ Þau keyptu miða aðra leið með það fyrir augum að fjalla um eldgosið í nokkra daga. Nú stefnir í að hún haldi aftur til Spánar á laugardaginn, fyrir jólin. Hún segir áhugann hafa verið mikinn í byrjun þegar vísbendingar voru um eldgos í nóvember. „Já, áhuginn var mikill. Kollegi minn var hérna í nóvember þegar fyrstu merki um eldgosið sáust. Áhuginn á eldgosum hefur verið mikill síðan gaus á La Palma. Svo munum við eftir eldgosinu 2010 (í Eyjafjallajökli). Við hugsuðum að kannski yrði þetta jafnstórt og því ákváðum við að koma hingað.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjölmiðlar Grindavík Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Upplýsingafundur var haldinn í morgun fyrir erlenda fjölmiðla í Hafnarfirði. Fáir sóttu fundinn en nokkur fjöldi fjölmiðlafólks er þó kominn hingað til Íslands vegna eldgossins. Megías kom til Íslands í gær en hefur ekki enn borið gosið augum. Ólíklegt er að verði að því nema gos hefjist á ný. Hraunið séð úr þyrlu Landhelgisgæslunnar síðdegis í dag.Vísir/RAX „Við reyndum seinni partinn í gær en ferðinni var frestað. Til stendur að reyna aftur í dag en það bendir allt til þess að það sé lítið að sjá,“ segir Megías. Hún hafði þá fengið fregnir af því að gosinu væri lokið. Hópurinn skoðaði Grindavík í morgun. „Við sáum stóru sprunguna og maður skilur hættuna sem hefur verið fyrir hendi fyrir íbúa bæjarins,“ segir Megías. Hún segist hafa orðið fyrir vonbrigðum að missa af gosinu. Hún hafi fjallað um eldgosið á La Palma árið 2021. „Ég var þar í marga daga og það var mikið sjónarspil. Bæði var atburðurinn mjög áhugaverður en afleiðingarnar um leið hrikalegar.“ Þau keyptu miða aðra leið með það fyrir augum að fjalla um eldgosið í nokkra daga. Nú stefnir í að hún haldi aftur til Spánar á laugardaginn, fyrir jólin. Hún segir áhugann hafa verið mikinn í byrjun þegar vísbendingar voru um eldgos í nóvember. „Já, áhuginn var mikill. Kollegi minn var hérna í nóvember þegar fyrstu merki um eldgosið sáust. Áhuginn á eldgosum hefur verið mikill síðan gaus á La Palma. Svo munum við eftir eldgosinu 2010 (í Eyjafjallajökli). Við hugsuðum að kannski yrði þetta jafnstórt og því ákváðum við að koma hingað.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjölmiðlar Grindavík Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira