Þýska landsliðið er eitt af þeim sem Ísland mætir í milliriðli mótsins ef bæði lið komast þangað. Þjóðverjar hefja mótið 10. janúar á leik við Sviss en eru einnig í riðli með Norður-Makedóníu og Frakklandi.
Miðað við fyrirsagnir þýskra miðla þá kom Alfreð mörgum á óvart með vali sínu í dag. Hann valdi til að mynda alls fjóra leikmenn úr U21-landsliðinu, sem varð heimsmeistari í sumar.
Þá valdi Alfreð óvænt einn nýliða, hinn 22 ára Martin Hanne, sem er vinstri skytta hjá Hannover Burgdorf. „Ég hef fylgst með honum í langan tíma. Ég hef séð nánast alla leiki hjá honum síðustu tvö ár,“ sagði Alfreð þegar hann útskýrði val sitt.
Fjórir sem unnu EM með Degi
Í hópnum eru einnig miklir reynsluboltar og til að mynda fjórir leikmenn frá Evrópumeistaraliði Dags Sigurðssonar frá árinu 2016. Þar á meðal er markvörðurinn Andreas Wolff sem hefur jafnað sig af meiðslum, en einnig Rune Dahmke, Kai Häfner og Jannik Kohlbacher.
Áður en að EM kemur mun þýski landsliðshópurinn koma saman til æfinga í Frankfurt frá 27.-29. desember, og eftir áramót hefst svo lokaundirbúningurinn þar sem liðið spilar meðal annars tvo vináttulandsleiki við Portúgal 4. og 6. janúar.
Nítján manna EM-hópur Þýskalands:
Markmenn: David Späth (Rhein-Neckar Löwen), Andreas Wolff (Industria Kielce)
Vinstra horn: Rune Dahmke (THW Kiel), Lukas Mertens (SC Magdeburg)
Vinstri skyttur: Martin Hanne (TSV Hannover-Burgdorf), Sebastian Heymann (Frisch Auf Göppingen), Julian Köster (VfL Gummersbach), Philipp Weber (SC Magdeburg)
Miðja: Juri Knorr (Rhein-Neckar Löwen), Nils Lichtlein (Füchse Berlin), Marian Michalczik (TSV Hannover-Burgdorf)
Hægri skyttur: Kai Häfner (TVB Stuttgart), Renars Uscins (TSV Hannover-Burgdorf), Christoph Steinert (HC Erlangen)
Hægra horn: Patrick Groetzki (Rhein-Neckar Löwen), Timo Kastening (MT Melsungen)
Lína: Justus Fischer (TSV Hannover-Burgdorf), Johannes Golla (SG Flensburg-Handewitt), Jannik Kohlbacher (Rhein-Neckar Löwen)