Innlent

265 þúsund krónur hæsta boð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þorlákur Kristinsson, Tolli, leggur sitt af mörkum eins og fleiri listamenn.
Þorlákur Kristinsson, Tolli, leggur sitt af mörkum eins og fleiri listamenn. Vísir/Baldur Hrafnkell

Stafrænu uppboði til styrktar Píeta samtökunum lýkur klukkan 18 í dag. Hæsta boð hljóðar þegar þessi frétt er skrifuð upp á 265 þúsund krónur í málverk eftir Þorlák Kristinsson, Tolla.

Uppboðið er haldið á stafræna uppboðshúsinu Uppboð.com en fjöldi listamanna, hönnuða og fyrirtækja hafa lagt málefninu lið með því að gefa verk sín, vörur og vinnu. Söluandvirðið rennur óskipt til Píeta. Á uppboðinu má sjá verk eftir listamenn eins og Tolla, Hrafnhildi Arnardóttur/Shoplifter, Lilju Jóns, Andra Snæ Magnason, Sigríði Þóru Óðinsdóttur ásamt vörum frá 66Norður, Orr Gullsmiðum og Stefánsbúð.

Daggir Solutions standa að uppboðinu sem fer fram á vefsíðunni Uppboð.com sem er stafrænt uppboðshús þar sem notendur geta skráð hluti á uppboð sem sérfræðingar á vegum Uppboð.com meta og bjóða upp.

Píeta samtökin veitir hjálp, aðgengilega þjónustu, stuðning og meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu og brú í úrræði fyrir aðra. Þjónustan er með öllu gjaldfrjáls og stendur til boða öllum þeim sem hafa náð átján ára aldri og viðtölin eru fyrir einstaklinga með sjálfsvígshugsanir eða eru í sjálfsskaða og aðstandendur þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×