Lífið

Egill og Sigur­veig kveðja Skólastrætið

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Egill Helgason er sannkölluð miðbæjarrotta í besta mögulega skilningi þess orðs. Hann þekkir miðbæinn út og inn og sést iðullega í göngutúrum um Þingholtin.
Egill Helgason er sannkölluð miðbæjarrotta í besta mögulega skilningi þess orðs. Hann þekkir miðbæinn út og inn og sést iðullega í göngutúrum um Þingholtin. Vísir/Vilhelm

Miðbæjarhjónin Egill Helgason sjónvarpsmaður og Sigurveig Káradóttir vert í Safnahúsinu eru á leið úr Skólastrætinu þar sem þau hafa búið um árabil.

Egill og Sigurveig hafa sagt frá flutningunum á Facebook. Foreldrar Sigurveigar féllu frá á árinu og ætlar litla fjölskyldan að flytja í þeirra íbúð um áramótin sem að sgön Sigurveigar er margfalt nýtískulegri og öðruvísi en litla íbúðin í timburhúsinu við Skólastræti.

Ljóst er að sjónarsviptir verður af þeim hjónum í miðbænum sem þau hafa sannarlega sett svip sinn á til lengri tíma. Sigurveig hefur rekið Matarkistuna frá árinu 2008 en Matarkistan er nú komin í Safnahúsið á Hverfisgötu. Líklega hafa fáir gengið jafn marga metra í miðbænum en Egill undanfarin ár.

Flutningunum fylgir heilmikil tiltekt og þá auglýsa hjónakornin eftir nothæfum sófa sem geti auðveldað þeim lífið fram að flutningum eftir áramót. Ástandið þarf ekki að vera betra en svo að megi henda honum eftir áramót. Þá hefst leit Sigurveigar að draumasófanum í nýju íbúðina.

Ekki stendur á viðbrögðum vina þeirra Egils og Sigurveigar á Facebook og má telja fullvíst að einhver gleði þau hjónin með sófa. Annars er það að frétta af fjölskyldunni að Kári Egilsson, sonur þeirra hjóna, fékk úrvalsdóm hjá Jónasi Sen, gagnrýnanda Vísis, á dögunum. Palm Trees in the Snow, plata Kára, á vafalítið eftir að lenda undir einhverju jólatrénu þessi jólin.

„Tónlist er góð gjöf,“ segir Kári á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.