Stórt klúður þegar treyjur landsliðsins voru seldar Sindri Sverrisson skrifar 21. desember 2023 09:00 Bláklæddir stuðningsmenn Íslands ætla að láta til sín taka í Þýskalandi í janúar. VÍSIR/VILHELM Fjöldi stuðningsmanna íslensku handboltalandsliðanna, og ástvinir sem vilja gleðja slíka um jólin, leita nú í örvæntingu að einhverjum til að skipta við á landsliðstreyju eftir að röngum stærðum var útdeilt til fólks. Markaðsstjóri HSÍ segir að í dag sé hægt að panta treyjur í réttri stærð og að söluaðili ætli að koma til móts við svikna kaupendur. Eftir langþráða keppni kvennalandsliðs Íslands á HM í handbolta í þessum mánuði bíða Íslendingar nú spenntir eftir EM karla í janúar, og er búist við yfir 4.000 Íslendingum í München. Vonir standa til að allir sem vilja verði þá komnir í landsliðstreyju í sinni stærð. Ljóst er, til að mynda af stuðningsmannasíðu á Facebook, að fjöldi fólks hefur fengið landsliðstreyju í rangri stærð eftir að hafa pantað í gegnum Boozt, sem í fyrsta sinn sér um sölu á treyjunum. Þannig pantaði kona til dæmis þrjár karlatreyjur í „small“ og tvær kvennatreyjur í „small“ en fékk karlatreyjurnar í XL og kvennatreyjurnar í L, eða sem sagt fimm treyjur sem ekki pössuðu. Mýmörg dæmi virðast vera um sams konar rugling. Hluti af þeim skilaboðum sem birtust á Facebook þar sem fólk auglýsti eftir skiptum á landsliðstreyjum.Skjáskot/Facebook Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri Handknattleikssambands Íslands, var vel meðvitaður um vandamálið þegar Vísir heyrði í honum í gær. Vika er síðan að HSÍ greindi frá því að netverslun sambandsins hefði verið færð alfarið yfir til Boozt. Treyjurnar rangt flokkaðar en ekki lengur „Ég hafði samband við Boozt um leið og þetta kom í ljós. Sökin liggur, eins og ég skildi þetta, í merkingum frá Kempa [sem framleiðir treyjurnar]. Að „spekkarnir“ sem skannaðir voru inn á lagerinn hafi verið vitlausir, og þannig hafi til dæmis XL verið flokkað sem Small. Þess vegna var þetta allt afgreitt vitlaust,“ segir Kjartan. Nú sé hins vegar óhætt að panta landsliðstreyjuna. Íslenskir stuðningsmenn vöktu mikla athygli í Svíþjóð á HM í byrjun þessa árs.VÍSIR/VILHELM „Ég gerði Boozt viðvart strax og þau fóru í að leiðrétta þetta. Ég hef fengið þau skilaboð að núna ætti allt að vera orðið öruggt. Okkur þykir þetta auðvitað leitt. Boozt ætlaði að hafa samband við fólk og reyna að leiðrétta þetta,“ segir Kjartan. Í Facebook-hópnum „EM Stuðningsmannahópur fyrir 2024“ má sjá að margir hafa einfaldlega farið þá leið að finna einhvern með rétta stærð, til að skiptast á treyjum, enda ekki víst að hægt sé að fá nýja treyju í tæka tíð í jólapakkann. „Það eru margir að skipta bara innbyrðis. Það er bara íslenska leiðin. En núna á allt að vera komið í réttan farveg,“ segir Kjartan. Landslið kvenna í handbolta Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Sjá meira
Eftir langþráða keppni kvennalandsliðs Íslands á HM í handbolta í þessum mánuði bíða Íslendingar nú spenntir eftir EM karla í janúar, og er búist við yfir 4.000 Íslendingum í München. Vonir standa til að allir sem vilja verði þá komnir í landsliðstreyju í sinni stærð. Ljóst er, til að mynda af stuðningsmannasíðu á Facebook, að fjöldi fólks hefur fengið landsliðstreyju í rangri stærð eftir að hafa pantað í gegnum Boozt, sem í fyrsta sinn sér um sölu á treyjunum. Þannig pantaði kona til dæmis þrjár karlatreyjur í „small“ og tvær kvennatreyjur í „small“ en fékk karlatreyjurnar í XL og kvennatreyjurnar í L, eða sem sagt fimm treyjur sem ekki pössuðu. Mýmörg dæmi virðast vera um sams konar rugling. Hluti af þeim skilaboðum sem birtust á Facebook þar sem fólk auglýsti eftir skiptum á landsliðstreyjum.Skjáskot/Facebook Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri Handknattleikssambands Íslands, var vel meðvitaður um vandamálið þegar Vísir heyrði í honum í gær. Vika er síðan að HSÍ greindi frá því að netverslun sambandsins hefði verið færð alfarið yfir til Boozt. Treyjurnar rangt flokkaðar en ekki lengur „Ég hafði samband við Boozt um leið og þetta kom í ljós. Sökin liggur, eins og ég skildi þetta, í merkingum frá Kempa [sem framleiðir treyjurnar]. Að „spekkarnir“ sem skannaðir voru inn á lagerinn hafi verið vitlausir, og þannig hafi til dæmis XL verið flokkað sem Small. Þess vegna var þetta allt afgreitt vitlaust,“ segir Kjartan. Nú sé hins vegar óhætt að panta landsliðstreyjuna. Íslenskir stuðningsmenn vöktu mikla athygli í Svíþjóð á HM í byrjun þessa árs.VÍSIR/VILHELM „Ég gerði Boozt viðvart strax og þau fóru í að leiðrétta þetta. Ég hef fengið þau skilaboð að núna ætti allt að vera orðið öruggt. Okkur þykir þetta auðvitað leitt. Boozt ætlaði að hafa samband við fólk og reyna að leiðrétta þetta,“ segir Kjartan. Í Facebook-hópnum „EM Stuðningsmannahópur fyrir 2024“ má sjá að margir hafa einfaldlega farið þá leið að finna einhvern með rétta stærð, til að skiptast á treyjum, enda ekki víst að hægt sé að fá nýja treyju í tæka tíð í jólapakkann. „Það eru margir að skipta bara innbyrðis. Það er bara íslenska leiðin. En núna á allt að vera komið í réttan farveg,“ segir Kjartan.
Landslið kvenna í handbolta Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti