Óttast að þjóðin fái leiða á Grindvíkingum og fjari undan hjálpseminni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. desember 2023 14:22 Siggeir og fjölskylda fengu strax að dvelja hjá mágkonu hans og segist hann vera í betri stöðu en margir aðrir Grindvíkingar. Hann biðlar til landsmanna um að hafa langlundargeð því Grindvíkingar þurfi stuðning og skilning í mun lengri tíma en áður var talið. Fjölskyldufaðir sem býr í Grindavík óttast að þjóðin muni fá leið á Grindvíkingum og að fjara muni undan hjálpseminni sem var svo mikil í upphafi. Nú sé ljóst að Grindvíkingar muni þurfa á stuðningi og skilningi að halda lengur en áður var talið. Margir viti ekki einu sinni hvar þeir muni búa á nýju ári. Siggeir F. Ævarsson, fjölskyldufaðir sem búsettur er í Grindavík, segist vera í mun betri málum en margir Grindvíkingar. Mágkona Siggeirs bauð fjölskyldunni hans 10. nóvember, þegar rýma þurfti Grindavík með hraði, að flytja inn til sín á neðri hæðina og þar hefur fjölskyldan verið síðan. Siggeir vakti á mánudagskvöldið fram eftir nóttu yfir vefmyndavélum og fréttum af eldgosinu til að sjá hvað yrði um bæinn hans. Hann leyfir sér ekki að hugsa langt fram í tímann en er vondaufur um að Grindvíkingar geti snúið aftur í bæinn bráðlega og því séu húsnæðismálin efst í huga Grindvíkinga. „Það er allur tilfinningaskalinn í gangi hjá fólki en mér finnst alltaf fleiri og fleiri orðnir bara reiðir og pirraðir því það er alveg ljóst að þetta mun taka langan tíma og það gengur rosa hægt að greiða úr ýmsum málum og það er fólk sem er kannski búið að flytja fjórum sinnum og fólk sem er mjög óöruggt og jafnvel án tekna þannig að fólk er orðið langeygt eftir einhverjum alvöru lausnum, ekki skammtímalausnum eða einhverju, hvað eigum við að segja, sem hefur lítil áhrif á þeirra hag.“ Siggeir segist gríðarlega þakklátur almenningi fyrir hjálpsemina en biðlar um leið til hans um langlundargeð því ljóst sé að Grindvíkingar muni þurfa hjálpina lengur. „Við höfum fundið fyrir gríðarlegum stuðningi úr öllum áttum, við Grindvíkingar, heilt yfir, og maður er þakklátur fyrir það en maður er kannski svona pínu hræddur um, það er hugsun aftarlega í kollinum, að fólk muni fá leið á okkur á einhverjum tímapunkti og segja bara jæja, Getið þið ekki hætt þessu væli en við munum þurfa á stuðningi að halda lengur og skilningi.“ Grindvíkingar þurfi festu og öryggi í húsnæðismálum. „Það eru mjög margir í skammtímalausnum. Fólk er í einhverjum íbúðum fólks sem er erlendis tímabundið en það eru margir sem eru ekki með vissu um hvar þeir verða á nýju ári.“ Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir „Sárt að horfa á fólk skemmta sér meðan maður sat með tárin í augunum“ Íbúi í Grindavík segir sárt að sjá landsmenn horfa á eldgosið við Sundhnúksgíga sem afþreyingu á meðan Grindvíkingar glíma við erfiðar tilfinningar. Grindvíkingar þurfi meiri vissu um hvað taki við á komandi mánuðum. 20. desember 2023 11:00 Breytt landslag og viðbragðsaðilar komnir að þolmörkum Aðgerðastjórn og vettvangsstjórn munu funda klukkan 9, að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Hann segir ekki fyrirsjáanlegt að opnað verði fyrir aðgengi að gosstöðvunum. 20. desember 2023 07:08 Segir mikilvægt að Grindvíkingar fái andrými Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur segir mikilvægt að stuðningur stjórnvalda við Grindvíkinga haldi áfram þrátt fyrir að styttist vonandi í að þeir geti farið að fara heim. 19. desember 2023 16:11 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Sjá meira
Siggeir F. Ævarsson, fjölskyldufaðir sem búsettur er í Grindavík, segist vera í mun betri málum en margir Grindvíkingar. Mágkona Siggeirs bauð fjölskyldunni hans 10. nóvember, þegar rýma þurfti Grindavík með hraði, að flytja inn til sín á neðri hæðina og þar hefur fjölskyldan verið síðan. Siggeir vakti á mánudagskvöldið fram eftir nóttu yfir vefmyndavélum og fréttum af eldgosinu til að sjá hvað yrði um bæinn hans. Hann leyfir sér ekki að hugsa langt fram í tímann en er vondaufur um að Grindvíkingar geti snúið aftur í bæinn bráðlega og því séu húsnæðismálin efst í huga Grindvíkinga. „Það er allur tilfinningaskalinn í gangi hjá fólki en mér finnst alltaf fleiri og fleiri orðnir bara reiðir og pirraðir því það er alveg ljóst að þetta mun taka langan tíma og það gengur rosa hægt að greiða úr ýmsum málum og það er fólk sem er kannski búið að flytja fjórum sinnum og fólk sem er mjög óöruggt og jafnvel án tekna þannig að fólk er orðið langeygt eftir einhverjum alvöru lausnum, ekki skammtímalausnum eða einhverju, hvað eigum við að segja, sem hefur lítil áhrif á þeirra hag.“ Siggeir segist gríðarlega þakklátur almenningi fyrir hjálpsemina en biðlar um leið til hans um langlundargeð því ljóst sé að Grindvíkingar muni þurfa hjálpina lengur. „Við höfum fundið fyrir gríðarlegum stuðningi úr öllum áttum, við Grindvíkingar, heilt yfir, og maður er þakklátur fyrir það en maður er kannski svona pínu hræddur um, það er hugsun aftarlega í kollinum, að fólk muni fá leið á okkur á einhverjum tímapunkti og segja bara jæja, Getið þið ekki hætt þessu væli en við munum þurfa á stuðningi að halda lengur og skilningi.“ Grindvíkingar þurfi festu og öryggi í húsnæðismálum. „Það eru mjög margir í skammtímalausnum. Fólk er í einhverjum íbúðum fólks sem er erlendis tímabundið en það eru margir sem eru ekki með vissu um hvar þeir verða á nýju ári.“
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir „Sárt að horfa á fólk skemmta sér meðan maður sat með tárin í augunum“ Íbúi í Grindavík segir sárt að sjá landsmenn horfa á eldgosið við Sundhnúksgíga sem afþreyingu á meðan Grindvíkingar glíma við erfiðar tilfinningar. Grindvíkingar þurfi meiri vissu um hvað taki við á komandi mánuðum. 20. desember 2023 11:00 Breytt landslag og viðbragðsaðilar komnir að þolmörkum Aðgerðastjórn og vettvangsstjórn munu funda klukkan 9, að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Hann segir ekki fyrirsjáanlegt að opnað verði fyrir aðgengi að gosstöðvunum. 20. desember 2023 07:08 Segir mikilvægt að Grindvíkingar fái andrými Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur segir mikilvægt að stuðningur stjórnvalda við Grindvíkinga haldi áfram þrátt fyrir að styttist vonandi í að þeir geti farið að fara heim. 19. desember 2023 16:11 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Sjá meira
„Sárt að horfa á fólk skemmta sér meðan maður sat með tárin í augunum“ Íbúi í Grindavík segir sárt að sjá landsmenn horfa á eldgosið við Sundhnúksgíga sem afþreyingu á meðan Grindvíkingar glíma við erfiðar tilfinningar. Grindvíkingar þurfi meiri vissu um hvað taki við á komandi mánuðum. 20. desember 2023 11:00
Breytt landslag og viðbragðsaðilar komnir að þolmörkum Aðgerðastjórn og vettvangsstjórn munu funda klukkan 9, að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Hann segir ekki fyrirsjáanlegt að opnað verði fyrir aðgengi að gosstöðvunum. 20. desember 2023 07:08
Segir mikilvægt að Grindvíkingar fái andrými Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur segir mikilvægt að stuðningur stjórnvalda við Grindvíkinga haldi áfram þrátt fyrir að styttist vonandi í að þeir geti farið að fara heim. 19. desember 2023 16:11