Íbúar Suðurnesja léttir en þreyttir Margrét Björk Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 19. desember 2023 22:52 Marín Ásta Hjartardóttir hafði mestar áhyggjur af gasmengun. Annar hélt að Suðurnesin væru hreinlega að klofna í sundur. Vísir Hljóðið í íbúum Suðurnesja sem fréttastofa náði tali af í dag var ágætt, þrátt fyrir að margir hafi verið þreyttir eftir að hafa fylgst með fréttum af eldgosi nánast í bakgarðinum fram eftir nóttu. Kristín Arna Hjaltadóttir var nýkomin til landsins og að keyra Reykjanesbrautina þegar hún horfði á gosið hefjast. „Ég sá náttúrulega strax hvað var að gerast og hversu stórt þetta var. Þannig maður varð alveg skelkaður. Ég fylgdist svo bara með fréttum til svona eitt og fór svo að sofa,“ sagði hún í samtali við Berghildi Erlu, fréttamann Stöðvar tvö sem tók púlsinn á íbúum Voga í dag. Kristín sagðist þó ekki hafa fundið fyrir hræðslu en hafi haft áhyggjur af því að þurfa mögulega að að yfirgefa heimili sitt ef Vogar yrðu rýmdir. Hún beið því með að taka upp úr ferðatöskum. Vinkona hennar, Marín Ásta Hjartardóttir tók í svipaðan streng. „Svona miðað við af því að ég sá þetta bara út um gluggann heima hjá mér. En svo þegar ég vaknaði í morgun sá ég eiginlega ekki neitt lengur. Þá var ég eiginlega bara hætt að pæla í hvort þyrfti að rýma.“ Hélt að Suðurnesin væru að klofna í sundur Ari Lár Ólafsson íbúi í Keflavík segist hafa mætt illa sofinn í vinnuna í morgun eftir að hafa fylgst með fréttum fram eftir nóttu. „Þetta var nú dálítið furðulegt,“ sagði Ari. „Ég hef séð ýmislegt en miðað við eldtungurnar hafi hann haldið að Suðurnesin væru að klofna í sundur.“ Bara vá. Það var það eina sem maður gat sagt. Þetta var svakalegt. Fjölskyldan sé búin að gera ráðstafanir, væru með vatn í flöskum og mat í frysti ef til þess kæmi leiðslur HS veitna yrðu fyrir skemmdum. Hélt að gosið væri búið í morgun Svava Rut Jónsdóttir íbúi í Innri-Njarðvík hélt að eldgosið væri mun nær en það reyndist vegna bjarmans sem var fyrir utan gluggann hennar í gærkvöldi. „Ég var að gera neglurnar mínar og þá sé ég allt í einu svakalegan bjarma, bara eins og þetta hafi verið í bakgarðinum mínum.“ Hvernig varð þér við? „Ég kallaði á manninn minn „komdu strax,“ mér fannst þetta vera miklu nær. Þannig við fórum strax að kíkja hvar þetta væri og þá var þetta ekki eins nálægt og manni fannst. Við vorum aðalega að pæla með gasmengunina af því að við sáum reykinn fara yfir okkur. við lokuðum gluggunum og svona.“ Í morgun hafi hún litið út um gluggan en ekki séð neitt. „Ég hélt að þetta væri búið. Svo sá maður fréttirnar og þetta var ennþá í gangi, kannski sést þetta betur í myrkrinu.“ Katrín Rut, íbúi á Ásbrú segir eldgosið hafa verið eins og stærstu áramótabrennu sem hún hefur séð í gærkvöldi. „Þetta var rosalegt. Magnað sjónarspil. Magnað að upplifa og sjá þetta, þetta leit út fyrir að vera svo nálægt.“ Þegar hún vaknaði í morgun hafði staðan breyst mikið. „Við vorum farin að fylla vatnsflöskur í gærkvöldi, það var búið að segja okkur að vera undirbúin. Maður veit ekkert við hverju á að búast.“ Katrín verslaði aukalega inn í dag. „Það er alltaf gott að hafa nóg til í frystinum, maður veit ekkert hvað gerist." Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent Fleiri fréttir Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Sjá meira
Kristín Arna Hjaltadóttir var nýkomin til landsins og að keyra Reykjanesbrautina þegar hún horfði á gosið hefjast. „Ég sá náttúrulega strax hvað var að gerast og hversu stórt þetta var. Þannig maður varð alveg skelkaður. Ég fylgdist svo bara með fréttum til svona eitt og fór svo að sofa,“ sagði hún í samtali við Berghildi Erlu, fréttamann Stöðvar tvö sem tók púlsinn á íbúum Voga í dag. Kristín sagðist þó ekki hafa fundið fyrir hræðslu en hafi haft áhyggjur af því að þurfa mögulega að að yfirgefa heimili sitt ef Vogar yrðu rýmdir. Hún beið því með að taka upp úr ferðatöskum. Vinkona hennar, Marín Ásta Hjartardóttir tók í svipaðan streng. „Svona miðað við af því að ég sá þetta bara út um gluggann heima hjá mér. En svo þegar ég vaknaði í morgun sá ég eiginlega ekki neitt lengur. Þá var ég eiginlega bara hætt að pæla í hvort þyrfti að rýma.“ Hélt að Suðurnesin væru að klofna í sundur Ari Lár Ólafsson íbúi í Keflavík segist hafa mætt illa sofinn í vinnuna í morgun eftir að hafa fylgst með fréttum fram eftir nóttu. „Þetta var nú dálítið furðulegt,“ sagði Ari. „Ég hef séð ýmislegt en miðað við eldtungurnar hafi hann haldið að Suðurnesin væru að klofna í sundur.“ Bara vá. Það var það eina sem maður gat sagt. Þetta var svakalegt. Fjölskyldan sé búin að gera ráðstafanir, væru með vatn í flöskum og mat í frysti ef til þess kæmi leiðslur HS veitna yrðu fyrir skemmdum. Hélt að gosið væri búið í morgun Svava Rut Jónsdóttir íbúi í Innri-Njarðvík hélt að eldgosið væri mun nær en það reyndist vegna bjarmans sem var fyrir utan gluggann hennar í gærkvöldi. „Ég var að gera neglurnar mínar og þá sé ég allt í einu svakalegan bjarma, bara eins og þetta hafi verið í bakgarðinum mínum.“ Hvernig varð þér við? „Ég kallaði á manninn minn „komdu strax,“ mér fannst þetta vera miklu nær. Þannig við fórum strax að kíkja hvar þetta væri og þá var þetta ekki eins nálægt og manni fannst. Við vorum aðalega að pæla með gasmengunina af því að við sáum reykinn fara yfir okkur. við lokuðum gluggunum og svona.“ Í morgun hafi hún litið út um gluggan en ekki séð neitt. „Ég hélt að þetta væri búið. Svo sá maður fréttirnar og þetta var ennþá í gangi, kannski sést þetta betur í myrkrinu.“ Katrín Rut, íbúi á Ásbrú segir eldgosið hafa verið eins og stærstu áramótabrennu sem hún hefur séð í gærkvöldi. „Þetta var rosalegt. Magnað sjónarspil. Magnað að upplifa og sjá þetta, þetta leit út fyrir að vera svo nálægt.“ Þegar hún vaknaði í morgun hafði staðan breyst mikið. „Við vorum farin að fylla vatnsflöskur í gærkvöldi, það var búið að segja okkur að vera undirbúin. Maður veit ekkert við hverju á að búast.“ Katrín verslaði aukalega inn í dag. „Það er alltaf gott að hafa nóg til í frystinum, maður veit ekkert hvað gerist."
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent Fleiri fréttir Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Sjá meira