Segir mikilvægt að Grindvíkingar fái andrými Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. desember 2023 16:11 Vilhjálmur lýsir gærkvöldinu sem gríðarlegu áfalli en jafnframt létti. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur segir mikilvægt að stuðningur stjórnvalda við Grindvíkinga haldi áfram þrátt fyrir að styttist vonandi í að þeir geti farið að fara heim. „Vonandi styttist í það að við getum farið heim aftur og byggt okkar góða samfélag áfram. Ég tel það að það sé komin einhver niðurstaða á þessu langa landrisi sem hefur verið þarna. Og að hraunrennslið sé frá byggðinni. Ég held að það eigi gefa okkur aukna von um að það sé farið að styttast í að við förum heim aftur,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu en að þó eigi mikið vatn eftir að renna til sjávar og framvinda gossins aldrei fullkomlega viss. Áfall en léttir Vilhjálmur lýsir gærkvöldinu sem gríðarlegu áfalli en jafnframt létti. Hann hafi upplifað gærkvöldið sem mikið bakslag þar sem Grindvíkingar hefðu verið vongóðir að komast heim bráðum. Þegar staðsetning og átt hraunflæðisins urðu ljós hafi það verið mikill léttir. Heimili Vilhjálms í Grindavík varð fyrir skemmdum í jarðskjálftahrinunni í nóvember síðastliðinn. Fulltrúar fréttastofu fengu að líta við hjá honum og skoða skemmdirnar eins og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. „Auðvitað erum við farin að hugsa mikið um það að komast heim aftur en þegar við fjöllum um það að fara heim aftur þurfum við að átta okkur að því að þó að verði opnað fljótlega aftur inn í Grindavík er mikilvægt að stuðningur stjórnvalda haldi áfram út skólaárið og þó að við fáum að fara heim er ekki verið að fara að opna skóla eða leikskólaþjónustu eða æskulýðsstarfsemi í vetur í Grindavík,“ segir hann. Mikilvægt að þetta fái að þróast hægt og rólega Vilhjálmur segir mikilvægt að Grindvíkingar fái andrými og að stutt sé við bakið á þeim á þessum óvissutímum. Aðstæður fólks séu mismunandi og að treysti sér ekki allir til að fara heim strax. Sumir geti jafnvel ekki farið heim í bráð vegna þess að heimili þeirra hafi farið illa út úr jarðskjálftunum eða jafnvel eyðilagst. Einnig að enn sé unnið út frá því að skólahald grindvískra barna fari fram utan Grindavíkur. „Þannig að þetta verður bara svona náttúruleg opnun þannig að þeir komast sem að geta, eða treysta sér til. En aðrir sem kjósa að halda í þann fasta punkt sem þeir eru búnir að koma sér upp núna út skólaárið fái að velja það. Svo ræsist bærinn upp og kemur reynsla á innviðina. Þó að það sé opnað þá þýðir það ekkert endilega að allir þurfi að fara að drífa sig heim eða segja upp leiguhúsnæðinu sem það er með. Það er mjög mikilvægt að þetta fái að þróast hægt og rólega,“ segir Vilhjálmur. „Því fyrr sem hægt er að byrja að koma bænum í fyrra horf því betra en það gerist ekki allt í einu,“ segir hann að lokum. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
„Vonandi styttist í það að við getum farið heim aftur og byggt okkar góða samfélag áfram. Ég tel það að það sé komin einhver niðurstaða á þessu langa landrisi sem hefur verið þarna. Og að hraunrennslið sé frá byggðinni. Ég held að það eigi gefa okkur aukna von um að það sé farið að styttast í að við förum heim aftur,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu en að þó eigi mikið vatn eftir að renna til sjávar og framvinda gossins aldrei fullkomlega viss. Áfall en léttir Vilhjálmur lýsir gærkvöldinu sem gríðarlegu áfalli en jafnframt létti. Hann hafi upplifað gærkvöldið sem mikið bakslag þar sem Grindvíkingar hefðu verið vongóðir að komast heim bráðum. Þegar staðsetning og átt hraunflæðisins urðu ljós hafi það verið mikill léttir. Heimili Vilhjálms í Grindavík varð fyrir skemmdum í jarðskjálftahrinunni í nóvember síðastliðinn. Fulltrúar fréttastofu fengu að líta við hjá honum og skoða skemmdirnar eins og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. „Auðvitað erum við farin að hugsa mikið um það að komast heim aftur en þegar við fjöllum um það að fara heim aftur þurfum við að átta okkur að því að þó að verði opnað fljótlega aftur inn í Grindavík er mikilvægt að stuðningur stjórnvalda haldi áfram út skólaárið og þó að við fáum að fara heim er ekki verið að fara að opna skóla eða leikskólaþjónustu eða æskulýðsstarfsemi í vetur í Grindavík,“ segir hann. Mikilvægt að þetta fái að þróast hægt og rólega Vilhjálmur segir mikilvægt að Grindvíkingar fái andrými og að stutt sé við bakið á þeim á þessum óvissutímum. Aðstæður fólks séu mismunandi og að treysti sér ekki allir til að fara heim strax. Sumir geti jafnvel ekki farið heim í bráð vegna þess að heimili þeirra hafi farið illa út úr jarðskjálftunum eða jafnvel eyðilagst. Einnig að enn sé unnið út frá því að skólahald grindvískra barna fari fram utan Grindavíkur. „Þannig að þetta verður bara svona náttúruleg opnun þannig að þeir komast sem að geta, eða treysta sér til. En aðrir sem kjósa að halda í þann fasta punkt sem þeir eru búnir að koma sér upp núna út skólaárið fái að velja það. Svo ræsist bærinn upp og kemur reynsla á innviðina. Þó að það sé opnað þá þýðir það ekkert endilega að allir þurfi að fara að drífa sig heim eða segja upp leiguhúsnæðinu sem það er með. Það er mjög mikilvægt að þetta fái að þróast hægt og rólega,“ segir Vilhjálmur. „Því fyrr sem hægt er að byrja að koma bænum í fyrra horf því betra en það gerist ekki allt í einu,“ segir hann að lokum.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira