Túristar grétu og hoppuðu af einskærri gleði Jakob Bjarnar skrifar 19. desember 2023 01:47 Páll var með níu manna hóp frá Bretlandi í Norðurljósaferð þegar jörðin rifnaði fyrir augum þeirra. Ferðamennirnir hoppu og grétu af einskærri gleði. Páll Viggósson leiðsögumaður var með hóp af túristum í norðurljósaferð og sá þegar gosið hófst. Níu manna fjölskylda frá Bretlandi fékk sannarlega sitthvað fyrir peninginn. Páll var staddur á Vatnsleysustrandarvegi við Kálfatjarnarkirkju með sjö manna hóp, á Sprinter-rútu á vegum Reykjavík Outventures þegar hann sá gosið hefjast. Páll hringdi í beina útsendingu á Bylgjunni og sagði frá þessu, en fréttamaður tók hann frekara tali. „Við vorum búin að fá þessi fínu Norðurljós, allir búnir að taka myndir og vorum að halda af stað heim þegar við tókum eftir óvenjulegum rauðum bjarma í átt að Grindavík. Maður hefur oft bölvað ljósmenguninni frá Bláa ljóninu og Svartsengi þegar maður er að taka norðurljósamyndir en þetta var óvenju mikið,“ segir Páll og lýsir því hvernig þetta atvikaðist. „Þannig að við kláruðum bara auðvitað túrinn með því að klára Vatnsleysustrandarveginn og stoppuðum augnablik við Vogaafleggjarann og tókum nokkrar myndir í viðbót,“ segir Páll. Bílar stopp á miðri Reykjanesbraut Hann segir túristana sína hafi verið afar sátta. Vægt sé til orða tekið. „Já, þeir voru mjög sáttir. Að fá tvennt út af „bökkettlistanum“ í einum og sama túrnum: Sjá norðurljós og eldgos.“ Frá lokunarpóstinum við Grindavíkurveg.Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra hefur gefið það út að þetta sé ekki túristagos. En þeir túristar sem Páll var með í rútu sinni voru ekki að hugsa um það. „Nei. Mín fyrsta hugsun var hvaða leið er styðst í burtu. Því ekki vildi ég leggja rútuna og fólkið í hættu. Því blöskraði mér að sjá traffíkina í vesturátt,“ segir Páll. Hann segir að bílarnir hafi verið á leið vestur og þeir hafi lagt út í vegakanti og jafnvel úti á miðri götu og lokuðu veginum á tímabili. „Já, en maður leggur nú kannski ekki á miðri Reykjanesbrautinni og fer út til að taka myndir,“ segir Páll. Ferðamennirnir misstu það Þegar Páll er beðinn um að lýsa því nánar hvað bar fyrir augu segir hann: „Þetta byrjaði með ljósrauðum loga á himninum og svo sá maður allt spretta upp og jörðina rifna.“ En hver voru viðbrögð túristanna? „Ég var með níu manna fjölskyldu frá Bretlandi á aldrinum þrettán og upp í áttatíu ára. Og þau bæði hoppuðu og grétu á sama tíma. Af gleði og ánægju. Þau misstu það. Og þau knúsuðu mig í bak og fyrir þegar ég skilaði þeim af mér á hótel við Hlemm.“ Páll segist ekki hafa orðið var við neinar drunur áður en gosið hófst og sjálftahrinan fór alveg fram hjá honum. „Ég fór beint inn á Vísi og sá þá að skjálftahrinan hafði aukist. En við urðum ekkert vör við það. Þeir grétu og hoppuðu af gleði á sama tíma, þau bara misstu það og föðmuðu afann og ömmuna sem þau höfðu boðið með sér til Íslands.“ Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Vogar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Páll var staddur á Vatnsleysustrandarvegi við Kálfatjarnarkirkju með sjö manna hóp, á Sprinter-rútu á vegum Reykjavík Outventures þegar hann sá gosið hefjast. Páll hringdi í beina útsendingu á Bylgjunni og sagði frá þessu, en fréttamaður tók hann frekara tali. „Við vorum búin að fá þessi fínu Norðurljós, allir búnir að taka myndir og vorum að halda af stað heim þegar við tókum eftir óvenjulegum rauðum bjarma í átt að Grindavík. Maður hefur oft bölvað ljósmenguninni frá Bláa ljóninu og Svartsengi þegar maður er að taka norðurljósamyndir en þetta var óvenju mikið,“ segir Páll og lýsir því hvernig þetta atvikaðist. „Þannig að við kláruðum bara auðvitað túrinn með því að klára Vatnsleysustrandarveginn og stoppuðum augnablik við Vogaafleggjarann og tókum nokkrar myndir í viðbót,“ segir Páll. Bílar stopp á miðri Reykjanesbraut Hann segir túristana sína hafi verið afar sátta. Vægt sé til orða tekið. „Já, þeir voru mjög sáttir. Að fá tvennt út af „bökkettlistanum“ í einum og sama túrnum: Sjá norðurljós og eldgos.“ Frá lokunarpóstinum við Grindavíkurveg.Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra hefur gefið það út að þetta sé ekki túristagos. En þeir túristar sem Páll var með í rútu sinni voru ekki að hugsa um það. „Nei. Mín fyrsta hugsun var hvaða leið er styðst í burtu. Því ekki vildi ég leggja rútuna og fólkið í hættu. Því blöskraði mér að sjá traffíkina í vesturátt,“ segir Páll. Hann segir að bílarnir hafi verið á leið vestur og þeir hafi lagt út í vegakanti og jafnvel úti á miðri götu og lokuðu veginum á tímabili. „Já, en maður leggur nú kannski ekki á miðri Reykjanesbrautinni og fer út til að taka myndir,“ segir Páll. Ferðamennirnir misstu það Þegar Páll er beðinn um að lýsa því nánar hvað bar fyrir augu segir hann: „Þetta byrjaði með ljósrauðum loga á himninum og svo sá maður allt spretta upp og jörðina rifna.“ En hver voru viðbrögð túristanna? „Ég var með níu manna fjölskyldu frá Bretlandi á aldrinum þrettán og upp í áttatíu ára. Og þau bæði hoppuðu og grétu á sama tíma. Af gleði og ánægju. Þau misstu það. Og þau knúsuðu mig í bak og fyrir þegar ég skilaði þeim af mér á hótel við Hlemm.“ Páll segist ekki hafa orðið var við neinar drunur áður en gosið hófst og sjálftahrinan fór alveg fram hjá honum. „Ég fór beint inn á Vísi og sá þá að skjálftahrinan hafði aukist. En við urðum ekkert vör við það. Þeir grétu og hoppuðu af gleði á sama tíma, þau bara misstu það og föðmuðu afann og ömmuna sem þau höfðu boðið með sér til Íslands.“
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Vogar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira