Skjálftahrina hafin á ný Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. desember 2023 21:58 Frá vinnu við varnargarða við Svartsengi. Vísir/Arnar Nokkuð þétt smáskjálftahrina hófst norðaustur af Grindavík upp úr 21:00 í kvöld. Nokkrar vikur eru síðan sambærileg hrina mældist. Náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir of snemmt að segja til um hvort hrinan líkist þeirri sem reið yfir þann 10. nóvember þegar Grindavíkurbær var rýmdur. Eldfjalla-og náttúruváhópur Suðurlands tilkynnti fyrst um skjálftahrinuna. Í tilkynningunni segir að tugir skjálfta hafi mælst síðan klukkan 21:00 í kvöld. Sá stærsti var 2,4 af stærð. Eins og fram hefur komið hefur skjálftavirkni verið lítil á svæðinu undanfarna daga eftir þá hrikalegu virkni sem var á svæðinu í nóvember. Virknin nú virðist vera bundin við kvikuganginn sem myndaðist 10. nóvember, sama dag og Grindavíkurbær var rýmdur. Flestir skjálftarnir eru með upptök austur og norðaustur af Sýlingarfelli, að því er segir í tilkynningunni. Eins og áður segir eru nokkrar vikur síðan álíka hrina sást síðast á svæðinu. Vel er fylgst með þróun mála af sérfræðingum. Skjálftar sem mælast vel í Grindavík Einar Hjörleifsson, náttúruvásérfræðingur Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að verið sé að meta atburðarásina. Enn sé of snemmt að segja til um hvað sé um að vera, meðal annars hvort um sé að ræða svipaða atburðarrás og varð þann 10. nóvember, föstudaginn sem Grindavíkurbær var rýmdur. „Við verðum aðeins að sjá hvað þetta þýðir. Við erum að reyna að átta okkur á stöðunni eins og er. Það er allavega búið að bæta verulega í virkni. Þetta eru skjálftar sem finnast vel í Grindavík.“ Er þetta óvænt atburðarás? „Við erum með hættumatskort sem er stöðugt endurmetið. Það hefur verið að mælast áfram landris, þannig að orsök þessarar skjálftavirkni eru þessar landbreytingar á Reykjanesskaga. Nú verðum við að fylgjast með hvað gerist.“ Svipar atburðarásin til atburðarásarinnar þann 10. nóvember? „Það er of snemmt að segja til um það á þessu stigi málsins.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Eldfjalla-og náttúruváhópur Suðurlands tilkynnti fyrst um skjálftahrinuna. Í tilkynningunni segir að tugir skjálfta hafi mælst síðan klukkan 21:00 í kvöld. Sá stærsti var 2,4 af stærð. Eins og fram hefur komið hefur skjálftavirkni verið lítil á svæðinu undanfarna daga eftir þá hrikalegu virkni sem var á svæðinu í nóvember. Virknin nú virðist vera bundin við kvikuganginn sem myndaðist 10. nóvember, sama dag og Grindavíkurbær var rýmdur. Flestir skjálftarnir eru með upptök austur og norðaustur af Sýlingarfelli, að því er segir í tilkynningunni. Eins og áður segir eru nokkrar vikur síðan álíka hrina sást síðast á svæðinu. Vel er fylgst með þróun mála af sérfræðingum. Skjálftar sem mælast vel í Grindavík Einar Hjörleifsson, náttúruvásérfræðingur Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að verið sé að meta atburðarásina. Enn sé of snemmt að segja til um hvað sé um að vera, meðal annars hvort um sé að ræða svipaða atburðarrás og varð þann 10. nóvember, föstudaginn sem Grindavíkurbær var rýmdur. „Við verðum aðeins að sjá hvað þetta þýðir. Við erum að reyna að átta okkur á stöðunni eins og er. Það er allavega búið að bæta verulega í virkni. Þetta eru skjálftar sem finnast vel í Grindavík.“ Er þetta óvænt atburðarás? „Við erum með hættumatskort sem er stöðugt endurmetið. Það hefur verið að mælast áfram landris, þannig að orsök þessarar skjálftavirkni eru þessar landbreytingar á Reykjanesskaga. Nú verðum við að fylgjast með hvað gerist.“ Svipar atburðarásin til atburðarásarinnar þann 10. nóvember? „Það er of snemmt að segja til um það á þessu stigi málsins.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira