Innlent

Braut far­tölvu með spýtu úr brotnum barnastól

Jón Þór Stefánsson skrifar
Maðurinn braut barnastól og kastaði spýtu úr honum í glugga sem varð til þess að fartölva brotnaði. Myndin er úr safni.
Maðurinn braut barnastól og kastaði spýtu úr honum í glugga sem varð til þess að fartölva brotnaði. Myndin er úr safni. Getty

Karlmaður hefur hlotið níutíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundið til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás og eignaspjöll sem áttu sér stað í Reykjavík á þessu ári.

Manninum var annars vegar gefið að sök að veitast að öðrum manni með ofbeldi, með því að slá hann ítrekað í andlit og líkama, hent í hann ýmsum munum og hrækt á hann. Fyrir vikið hlaut brotaþolinn áverka víðs vegar um líkamann.

Hins vegar var maðurinn ákærður fyrir að brjóta barnastól og nota spýtu úr honum til að brjóta fartölvu og sjónvarpsfjarstýringu með því að henda henni í glugga sem varð til þess að munirnir skemmdust.

Maðurinn mætti ekki við þingfestingu og boðaði ekki forföll, en honum hafði verið birt ákæra og fyrirkall. Þar af leiðandi mat dómurinn svo að háttsemin sem honum var gefið að sök væri sönnuð.

Í dómi héraðsdóms kemur fram að maðurinn hafi nokkrum sinnum verið sakfelldur fyrir ýmis brot, síðast í lok október á þessu ári. Þá hlaut hann tveggja mánaða skilorðsbundin dóm fyrir auðgunarbrot og brot gegn fíkniefnalögum. Brotið sem hann var nú sakfelldur fyrir var framið áður en hann var sakfelldur fyrir hin brotin og því var honum ekki dæmdur hegningarauki.

Brotaþoli árásar mannsins krafðist 250 þúsund króna í miskabætur. Héraðsdómur vísaði kröfu hans frá því hún var ekki í samræmi við sundurliðun í bótakröfu hans., en þar sagði að tjón á umræddum munum væri tæplega 213 þúsund krónur.

Manninum var þó gert að greiða 15 þúsund krónur í sakarkostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×