Braut fartölvu með spýtu úr brotnum barnastól Jón Þór Stefánsson skrifar 18. desember 2023 12:12 Maðurinn braut barnastól og kastaði spýtu úr honum í glugga sem varð til þess að fartölva brotnaði. Myndin er úr safni. Getty Karlmaður hefur hlotið níutíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundið til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás og eignaspjöll sem áttu sér stað í Reykjavík á þessu ári. Manninum var annars vegar gefið að sök að veitast að öðrum manni með ofbeldi, með því að slá hann ítrekað í andlit og líkama, hent í hann ýmsum munum og hrækt á hann. Fyrir vikið hlaut brotaþolinn áverka víðs vegar um líkamann. Hins vegar var maðurinn ákærður fyrir að brjóta barnastól og nota spýtu úr honum til að brjóta fartölvu og sjónvarpsfjarstýringu með því að henda henni í glugga sem varð til þess að munirnir skemmdust. Maðurinn mætti ekki við þingfestingu og boðaði ekki forföll, en honum hafði verið birt ákæra og fyrirkall. Þar af leiðandi mat dómurinn svo að háttsemin sem honum var gefið að sök væri sönnuð. Í dómi héraðsdóms kemur fram að maðurinn hafi nokkrum sinnum verið sakfelldur fyrir ýmis brot, síðast í lok október á þessu ári. Þá hlaut hann tveggja mánaða skilorðsbundin dóm fyrir auðgunarbrot og brot gegn fíkniefnalögum. Brotið sem hann var nú sakfelldur fyrir var framið áður en hann var sakfelldur fyrir hin brotin og því var honum ekki dæmdur hegningarauki. Brotaþoli árásar mannsins krafðist 250 þúsund króna í miskabætur. Héraðsdómur vísaði kröfu hans frá því hún var ekki í samræmi við sundurliðun í bótakröfu hans., en þar sagði að tjón á umræddum munum væri tæplega 213 þúsund krónur. Manninum var þó gert að greiða 15 þúsund krónur í sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Manninum var annars vegar gefið að sök að veitast að öðrum manni með ofbeldi, með því að slá hann ítrekað í andlit og líkama, hent í hann ýmsum munum og hrækt á hann. Fyrir vikið hlaut brotaþolinn áverka víðs vegar um líkamann. Hins vegar var maðurinn ákærður fyrir að brjóta barnastól og nota spýtu úr honum til að brjóta fartölvu og sjónvarpsfjarstýringu með því að henda henni í glugga sem varð til þess að munirnir skemmdust. Maðurinn mætti ekki við þingfestingu og boðaði ekki forföll, en honum hafði verið birt ákæra og fyrirkall. Þar af leiðandi mat dómurinn svo að háttsemin sem honum var gefið að sök væri sönnuð. Í dómi héraðsdóms kemur fram að maðurinn hafi nokkrum sinnum verið sakfelldur fyrir ýmis brot, síðast í lok október á þessu ári. Þá hlaut hann tveggja mánaða skilorðsbundin dóm fyrir auðgunarbrot og brot gegn fíkniefnalögum. Brotið sem hann var nú sakfelldur fyrir var framið áður en hann var sakfelldur fyrir hin brotin og því var honum ekki dæmdur hegningarauki. Brotaþoli árásar mannsins krafðist 250 þúsund króna í miskabætur. Héraðsdómur vísaði kröfu hans frá því hún var ekki í samræmi við sundurliðun í bótakröfu hans., en þar sagði að tjón á umræddum munum væri tæplega 213 þúsund krónur. Manninum var þó gert að greiða 15 þúsund krónur í sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent