Gríðarlegt tap sveitarfélaga af orkuvinnslu Haraldur Þór Jónsson skrifar 18. desember 2023 11:01 Útreikningar KPMG sýna fram á að árið 2022 var beint fjárhagslegt tap Skeiða- og Gnúpverjahrepps 43 milljónir af þeirri orkuvinnslu sem á sér stað í sveitarfélaginu. Það er tap uppá tæplega 75 þúsund krónur á hvern íbúa. Til að setja hlutina í samhengi, þá væri það eins og Reykjavíkurborg myndi tapa rúmlega 10 milljörðum á orkuvinnslunni miðað við íbúafjölda Reykjavíkurborgar. Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur mest raforka verið framleidd á Íslandi. Uppsett afl virkjana í sveitarfélaginu er um 500 MW og dugar orkuframleiðslan fyrir öll heimili og fyrirtæki á Íslandi, að undanskilinni stóriðjunni. Þeir sem lesa þennan inngang hugsa líklega núna að þetta geti ekki staðist, en því miður eru þetta tölulegar staðreyndir sem orsakast af þeirri lagaumgjörð sem er um orkuvinnslu á Íslandi í dag og þá staðreynd að orkuvinnsla er eina samkeppnisatvinnugreinin á Íslandi í dag sem er undanþegin lögboðnum tekjustofnum sveitarfélaga. Í dag skilaði undirritaður inn umsögn í samráðsgátt stjórnvalda um endurmat á virkjunarkostum úr 3. áfanga rammaáætlunar. Í umsögninni er fjallað um samfélagsleg áhrif orkuframleiðslu á nærsamfélögin og útskýrt hvers vegna Skeiða- og Gnúpverjahreppur ber beint fjárhagslegt tjón af orkuvinnslunni, tjón sem uppsafnað hleypur á milljörðum. Meirihluti sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps er hlynntur áframhaldandi uppbyggingu orkuvinnslu í sveitarfélaginu. Það sýndi sveitarstjórn í verki með því að gefa út framkvæmdaleyfi til byggingar Hvammsvirkjunar þann 14. júní 2023 þrátt fyrir að Hvammsvirkjun skili engum beinum tekjum til sveitarfélagsins í núverandi lagaumgjörð. Ríkisstjórnin og þingmenn Alþingis þurfa að gera sér grein fyrir því að ekki verður unnt að halda áfram uppbyggingu frekari orkuvinnslu í núverandi skattaumhverfi og treystir sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps á það að boðaðar breytingar í skattlagningu orkuvinnslu verði til þess að skapa sátt við nærumhverfi orkuvinnslu í framtíðinni. Samstarf ríkis og sveitarfélaga um aukna græna orkuvinnslu mun leggja grunninn að fullum orkuskiptum og efnahagslegu sjálfstæði Íslands í orkumálum til framtíðar. Undirritaður er oddviti- og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Höfundur er sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Þór Jónsson Orkumál Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Útreikningar KPMG sýna fram á að árið 2022 var beint fjárhagslegt tap Skeiða- og Gnúpverjahrepps 43 milljónir af þeirri orkuvinnslu sem á sér stað í sveitarfélaginu. Það er tap uppá tæplega 75 þúsund krónur á hvern íbúa. Til að setja hlutina í samhengi, þá væri það eins og Reykjavíkurborg myndi tapa rúmlega 10 milljörðum á orkuvinnslunni miðað við íbúafjölda Reykjavíkurborgar. Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur mest raforka verið framleidd á Íslandi. Uppsett afl virkjana í sveitarfélaginu er um 500 MW og dugar orkuframleiðslan fyrir öll heimili og fyrirtæki á Íslandi, að undanskilinni stóriðjunni. Þeir sem lesa þennan inngang hugsa líklega núna að þetta geti ekki staðist, en því miður eru þetta tölulegar staðreyndir sem orsakast af þeirri lagaumgjörð sem er um orkuvinnslu á Íslandi í dag og þá staðreynd að orkuvinnsla er eina samkeppnisatvinnugreinin á Íslandi í dag sem er undanþegin lögboðnum tekjustofnum sveitarfélaga. Í dag skilaði undirritaður inn umsögn í samráðsgátt stjórnvalda um endurmat á virkjunarkostum úr 3. áfanga rammaáætlunar. Í umsögninni er fjallað um samfélagsleg áhrif orkuframleiðslu á nærsamfélögin og útskýrt hvers vegna Skeiða- og Gnúpverjahreppur ber beint fjárhagslegt tjón af orkuvinnslunni, tjón sem uppsafnað hleypur á milljörðum. Meirihluti sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps er hlynntur áframhaldandi uppbyggingu orkuvinnslu í sveitarfélaginu. Það sýndi sveitarstjórn í verki með því að gefa út framkvæmdaleyfi til byggingar Hvammsvirkjunar þann 14. júní 2023 þrátt fyrir að Hvammsvirkjun skili engum beinum tekjum til sveitarfélagsins í núverandi lagaumgjörð. Ríkisstjórnin og þingmenn Alþingis þurfa að gera sér grein fyrir því að ekki verður unnt að halda áfram uppbyggingu frekari orkuvinnslu í núverandi skattaumhverfi og treystir sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps á það að boðaðar breytingar í skattlagningu orkuvinnslu verði til þess að skapa sátt við nærumhverfi orkuvinnslu í framtíðinni. Samstarf ríkis og sveitarfélaga um aukna græna orkuvinnslu mun leggja grunninn að fullum orkuskiptum og efnahagslegu sjálfstæði Íslands í orkumálum til framtíðar. Undirritaður er oddviti- og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Höfundur er sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar