Íslenski Atlantshafslaxinn nærri útrýmingarhættu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 16. desember 2023 16:32 Tíðindin koma fram á nýjum válista Alþjóðlegu Náttúruverndarsamtakanna sem gefinn var út í vikunni. Vísir/Vilhelm Íslenski Atlantshafslaxinn er nálægt því að vera í útrýmingarhættu, í fyrsta sinn, meðal annars vegna sjókvíaeldis. Þetta kemur fram á nýjum válista Alþjóðlegu Náttúruverndarsamtakanna sem gefinn var út í vikunni. Á þessum nýja válista kemur fram að af 160.000 dýrategundum sem þekktar séu um í heiminum, eru 44.000 dýrategundir nálægt útrýmingarhættu. Breska blaðið The Guardian beinir sjónum sínum sérstaklega að ferskvatnsfiski á þessu nýja lista og segir að fimmtungi allra tegunda sem lifi í fersku vatni sé ógnað vegna loftslagsbreytinga, eða rúmlega 3.000 tegundum af tæplega 15.000 tegundum sem til séu. Stofninum fækkað um 23 prósent Í skýrslunni kemur fram að menn hafi lengst af haft litlar sem engar áhyggjur af fiskum í fersku vatni, en að það hafi breyst snarlega á síðustu árum þar á með á meðal ástandinu á íslenska Atlantshafshafslaxinum, sem eins og landanum er kunnugt um, er lífæð íslenskra laxveiðiáa. Stofninum hafi fækkað um 23% og að hann hafi til að mynda horfið algerlega úr mörgum ám í Bretlandi. Þá fækkun megi fyrst og fremst rekja til loftslagsbreytinga, takmörkuðu laxins að uppeldisstöðvum síns vegna stíflna og ekki síst vegna aukins sjókvíaldeldis á borð við það sem Íslendingar þekkja í og við strendur landsins. Þrengi að Atlantshafslaxinum Þá kemur einnig fram að Kyrrahafslaxinn, sé orðinn frekur til fjörsins í Atlantshafi og þrengi að Atlantshafslaxinum. Í skýrslunni segir að tegundir ferskvatnsfiska séu um það bil jafnmargar og þær sem synda í sjónum. Það sé í raun stórmerkilegt miðað við að vistkerfi ferskvatns sé einungis um 1% af öllu vistkerfi vatns í heiminum. Þessar fiskitegundir séu því afskaplega mikilvægar vistkerfinu og milljónir manna eigi lífsafkomu sína undir veiðum á ferskvatnsfiski. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu stóð að Atlantshafslaxinn væri í stórfelldri útrýmingarhættu. Hið rétta er að hann er nálægt því að vera í útrýmingarhættu. Lax Fiskeldi Heilbrigðismál Loftslagsmál Sjókvíaeldi Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Á þessum nýja válista kemur fram að af 160.000 dýrategundum sem þekktar séu um í heiminum, eru 44.000 dýrategundir nálægt útrýmingarhættu. Breska blaðið The Guardian beinir sjónum sínum sérstaklega að ferskvatnsfiski á þessu nýja lista og segir að fimmtungi allra tegunda sem lifi í fersku vatni sé ógnað vegna loftslagsbreytinga, eða rúmlega 3.000 tegundum af tæplega 15.000 tegundum sem til séu. Stofninum fækkað um 23 prósent Í skýrslunni kemur fram að menn hafi lengst af haft litlar sem engar áhyggjur af fiskum í fersku vatni, en að það hafi breyst snarlega á síðustu árum þar á með á meðal ástandinu á íslenska Atlantshafshafslaxinum, sem eins og landanum er kunnugt um, er lífæð íslenskra laxveiðiáa. Stofninum hafi fækkað um 23% og að hann hafi til að mynda horfið algerlega úr mörgum ám í Bretlandi. Þá fækkun megi fyrst og fremst rekja til loftslagsbreytinga, takmörkuðu laxins að uppeldisstöðvum síns vegna stíflna og ekki síst vegna aukins sjókvíaldeldis á borð við það sem Íslendingar þekkja í og við strendur landsins. Þrengi að Atlantshafslaxinum Þá kemur einnig fram að Kyrrahafslaxinn, sé orðinn frekur til fjörsins í Atlantshafi og þrengi að Atlantshafslaxinum. Í skýrslunni segir að tegundir ferskvatnsfiska séu um það bil jafnmargar og þær sem synda í sjónum. Það sé í raun stórmerkilegt miðað við að vistkerfi ferskvatns sé einungis um 1% af öllu vistkerfi vatns í heiminum. Þessar fiskitegundir séu því afskaplega mikilvægar vistkerfinu og milljónir manna eigi lífsafkomu sína undir veiðum á ferskvatnsfiski. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu stóð að Atlantshafslaxinn væri í stórfelldri útrýmingarhættu. Hið rétta er að hann er nálægt því að vera í útrýmingarhættu.
Lax Fiskeldi Heilbrigðismál Loftslagsmál Sjókvíaeldi Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira