Áfram eða afturábak? Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 16. desember 2023 13:30 Hún er dálítið skrýtin tík þessi pólitík - að minnsta kosti í Hafnarfirði. Hér eru nokkur dæmi um samskipti jafnaðarmanna í bæjarstjórn við svonefndan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þar sem þeir fyrrnefndu leggja til markviss skref til að auka velferð bæjarbúa, en þeir síðarnefndu þrjóskast við og vilja kyrr kjör. Aukum velferð - Í reynd Allflestir eru sammála því að það beri lækka matarkostnað nemenda í leik- og grunnskólum umtalsvert og tryggja þannig að allir geti sótt sér heilsusamlega og nauðsynlega næringu í leik og starfi. Ekki síst eftir 33% óheyrilega hækkun gjaldskrár nýverið. Það er skynsamlegt að hækka frístundastyrk barna og ungmenna verulega. Þátttaka í íþrótta- og tómstundastarfi eykur hreysti og lífsgæði. Um það er ekki deilt. Almenn samstaða er um að samþætta heimahjúkrun og heimilishjálp og treysta þannig þjónustuna til aldraðra og öryrkja. Allir tala hátt um mikilvægi þess að tryggja jafnt og stöðugt lóðaframboð, þannig megi tryggja hagkvæmt húsnæði fyrir alla og draga úr ójafnvægi á húsnæðismarkaði. Einnig að ráðist verði í byggingu þjónustuíbúða fyrir aldraða og stúdenta. Flestir skilja mikilvægi þess að bregðast við löngum biðlistum eftir félagslegu húsnæði með því að fjölga slíkum íbúðum. Þegar almennt launafólk býr við háa verðbólgu og ofurvexti, þá sjá langflestir skynsemi í því, að ríki og sveitarfélög stilli í hóf gjaldskrárhækkunum og skattálögum, svo sem í fasteignasköttum. Það var sýn jafnaðarfólks í Hafnarfirðinum. Þannig er komið til móts við almenning og aðila vinnumarkaðarins sem undirbúa sig undir erfiða kjarasamninga á næstu vikum. Nei nei pólitík Um þessi mál er almenn sátt og samstaða í orði kveðnu. En ekki í Hafnarfirði - ekki hjá meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Samfylkingin - jafnaðarflokkur Íslands lagði fram skýrar og afdráttarlausar tillögur um þessi mál og miklu fleira í þessum dúr á bæjarstjórnarfundi 4. desember síðastliðinn, þegar fjárhagsáætlun komandi árs var til afgreiðslu. Allar voru tillögurnar fullfjármagnaðar með raunhæfum sérstökum tillögum í þá veru. En allt kom fyrir ekki. Meirihluti helmingaskiptaflokkanna í bæjarstjórn Hafnarfjarðar felldi þær allar eða vísaði frá! Jafnaðarmenn vildu efla velferðina og lækka þjónustugjöld, en hægri flokkarnir fóru í þveröfuga átt. Áfram eða kyrrstaða Það er með stundum hægt að skipta stjórnmálaflokkum í tvo hópa: Þeir sem vilja horfa fram á við með skýr markmið að leiðarljósi og svo hinir sem troða marvaðann og spóla í farinu. Þannig er bæjarpólitíkin í Hafnarfirði. Jafnaðarmenn sem vilja láta verkin tala og auka velsæld. Og svo helmingaskiptaflokkarnir , D og B, sem vilja bara vera og sitja - meðan sætt er. Hún er kannski ekki svo skrýtin pólitíkin í Hafnarfirði eftir allt saman! Hún endurspeglar ef til vill bara stjórnmálin eins og þau eru í raun - valkostina milli framsýni og raunsæi og svo kyrrstöðu um völd. Vilja menn áfram eða afturábak? Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar - jafnaðarflokks Íslands í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Árni Stefánsson Hafnarfjörður Samfylkingin Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Hún er dálítið skrýtin tík þessi pólitík - að minnsta kosti í Hafnarfirði. Hér eru nokkur dæmi um samskipti jafnaðarmanna í bæjarstjórn við svonefndan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þar sem þeir fyrrnefndu leggja til markviss skref til að auka velferð bæjarbúa, en þeir síðarnefndu þrjóskast við og vilja kyrr kjör. Aukum velferð - Í reynd Allflestir eru sammála því að það beri lækka matarkostnað nemenda í leik- og grunnskólum umtalsvert og tryggja þannig að allir geti sótt sér heilsusamlega og nauðsynlega næringu í leik og starfi. Ekki síst eftir 33% óheyrilega hækkun gjaldskrár nýverið. Það er skynsamlegt að hækka frístundastyrk barna og ungmenna verulega. Þátttaka í íþrótta- og tómstundastarfi eykur hreysti og lífsgæði. Um það er ekki deilt. Almenn samstaða er um að samþætta heimahjúkrun og heimilishjálp og treysta þannig þjónustuna til aldraðra og öryrkja. Allir tala hátt um mikilvægi þess að tryggja jafnt og stöðugt lóðaframboð, þannig megi tryggja hagkvæmt húsnæði fyrir alla og draga úr ójafnvægi á húsnæðismarkaði. Einnig að ráðist verði í byggingu þjónustuíbúða fyrir aldraða og stúdenta. Flestir skilja mikilvægi þess að bregðast við löngum biðlistum eftir félagslegu húsnæði með því að fjölga slíkum íbúðum. Þegar almennt launafólk býr við háa verðbólgu og ofurvexti, þá sjá langflestir skynsemi í því, að ríki og sveitarfélög stilli í hóf gjaldskrárhækkunum og skattálögum, svo sem í fasteignasköttum. Það var sýn jafnaðarfólks í Hafnarfirðinum. Þannig er komið til móts við almenning og aðila vinnumarkaðarins sem undirbúa sig undir erfiða kjarasamninga á næstu vikum. Nei nei pólitík Um þessi mál er almenn sátt og samstaða í orði kveðnu. En ekki í Hafnarfirði - ekki hjá meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Samfylkingin - jafnaðarflokkur Íslands lagði fram skýrar og afdráttarlausar tillögur um þessi mál og miklu fleira í þessum dúr á bæjarstjórnarfundi 4. desember síðastliðinn, þegar fjárhagsáætlun komandi árs var til afgreiðslu. Allar voru tillögurnar fullfjármagnaðar með raunhæfum sérstökum tillögum í þá veru. En allt kom fyrir ekki. Meirihluti helmingaskiptaflokkanna í bæjarstjórn Hafnarfjarðar felldi þær allar eða vísaði frá! Jafnaðarmenn vildu efla velferðina og lækka þjónustugjöld, en hægri flokkarnir fóru í þveröfuga átt. Áfram eða kyrrstaða Það er með stundum hægt að skipta stjórnmálaflokkum í tvo hópa: Þeir sem vilja horfa fram á við með skýr markmið að leiðarljósi og svo hinir sem troða marvaðann og spóla í farinu. Þannig er bæjarpólitíkin í Hafnarfirði. Jafnaðarmenn sem vilja láta verkin tala og auka velsæld. Og svo helmingaskiptaflokkarnir , D og B, sem vilja bara vera og sitja - meðan sætt er. Hún er kannski ekki svo skrýtin pólitíkin í Hafnarfirði eftir allt saman! Hún endurspeglar ef til vill bara stjórnmálin eins og þau eru í raun - valkostina milli framsýni og raunsæi og svo kyrrstöðu um völd. Vilja menn áfram eða afturábak? Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar - jafnaðarflokks Íslands í Hafnarfirði.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun