Vakta Grindavík vel áfram Helena Rós Sturludóttir skrifar 16. desember 2023 12:48 Benedikt Gunnar Ófeigsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að það gjósi nærri Hagafelli, ef það gýs. Vísir/Arnar Þrátt fyrir að undanfarið hafi dregið úr landrisi á Reykjanesi er það ekki hætt að sögn jarðeðlisfræðings. Tveir möguleikar séu líklegastir í stöðunni, hægt hafi á innflæði í kvikuganginn eða jarðskorpan sé farin að halda meira við. Greint var frá því í gær að landrisið við Svartsengi virtist vera hætt samkvæmt færslu á Facebook frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands. Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni, segir ekki miklar breytingar á milli daga, hraðinn hafi undanfarið verið að minnka hægt og rólega. Þá sé hraðinn orðinn það lítill að erfitt sé að sjá skýra breytingu á milli daga. Landrisið sé þó ekki hætt. „Við höfum svona verið að horfa á tvær túlkanir í því samhengi, ekkert endilega einu túlkanirnar, það sem við teljum líklegast. Eitt er að það sé hreinlega að hægja á innflæði, það er alveg einn möguleiki. Annar möguleiki er sá að jarðskorpan yfir þessu er farin að teygja það mikið að hún er farin að halda meira við,“ segir Benedikt. Það hafi mismunandi afleiðingar eftir því hvort eigi við. „Ef það er farið að teygja verulega á jarðskorpunni og hún er farin að nálgast einhver brotmörk þá ættum við að fara sjá skjálftavirkni fljótlega,“ segir Benedikt. Það sé þó ekki útilokað að það verði engin skjálftavirkni þó það sé í gangi „Svo getur líka bara verið að það sé að hægja á þessu. Kannski er þetta að taka sér hlé eða hætta í bili, við getum í raun ekkert sagt til um það.“ Benedikt segir þróunina á svæðinu vera hæga og því þurfi að horfa á heildarmyndina í viku hverri. Þó að landrisið hætti þurfi áfram að vakta svæðið við Grindavík mjög nákvæmlega. „Það er mjög líklegt að þetta taki sig upp núna. Það er bara það sem við höfum séð núna með atburði síðustu ára. Þeir taka sér hlé og fara svo aftur í gang svo við munum halda áfram mikilli vöktun í kringum Grindavík.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Greint var frá því í gær að landrisið við Svartsengi virtist vera hætt samkvæmt færslu á Facebook frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands. Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni, segir ekki miklar breytingar á milli daga, hraðinn hafi undanfarið verið að minnka hægt og rólega. Þá sé hraðinn orðinn það lítill að erfitt sé að sjá skýra breytingu á milli daga. Landrisið sé þó ekki hætt. „Við höfum svona verið að horfa á tvær túlkanir í því samhengi, ekkert endilega einu túlkanirnar, það sem við teljum líklegast. Eitt er að það sé hreinlega að hægja á innflæði, það er alveg einn möguleiki. Annar möguleiki er sá að jarðskorpan yfir þessu er farin að teygja það mikið að hún er farin að halda meira við,“ segir Benedikt. Það hafi mismunandi afleiðingar eftir því hvort eigi við. „Ef það er farið að teygja verulega á jarðskorpunni og hún er farin að nálgast einhver brotmörk þá ættum við að fara sjá skjálftavirkni fljótlega,“ segir Benedikt. Það sé þó ekki útilokað að það verði engin skjálftavirkni þó það sé í gangi „Svo getur líka bara verið að það sé að hægja á þessu. Kannski er þetta að taka sér hlé eða hætta í bili, við getum í raun ekkert sagt til um það.“ Benedikt segir þróunina á svæðinu vera hæga og því þurfi að horfa á heildarmyndina í viku hverri. Þó að landrisið hætti þurfi áfram að vakta svæðið við Grindavík mjög nákvæmlega. „Það er mjög líklegt að þetta taki sig upp núna. Það er bara það sem við höfum séð núna með atburði síðustu ára. Þeir taka sér hlé og fara svo aftur í gang svo við munum halda áfram mikilli vöktun í kringum Grindavík.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira