Vakta Grindavík vel áfram Helena Rós Sturludóttir skrifar 16. desember 2023 12:48 Benedikt Gunnar Ófeigsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að það gjósi nærri Hagafelli, ef það gýs. Vísir/Arnar Þrátt fyrir að undanfarið hafi dregið úr landrisi á Reykjanesi er það ekki hætt að sögn jarðeðlisfræðings. Tveir möguleikar séu líklegastir í stöðunni, hægt hafi á innflæði í kvikuganginn eða jarðskorpan sé farin að halda meira við. Greint var frá því í gær að landrisið við Svartsengi virtist vera hætt samkvæmt færslu á Facebook frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands. Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni, segir ekki miklar breytingar á milli daga, hraðinn hafi undanfarið verið að minnka hægt og rólega. Þá sé hraðinn orðinn það lítill að erfitt sé að sjá skýra breytingu á milli daga. Landrisið sé þó ekki hætt. „Við höfum svona verið að horfa á tvær túlkanir í því samhengi, ekkert endilega einu túlkanirnar, það sem við teljum líklegast. Eitt er að það sé hreinlega að hægja á innflæði, það er alveg einn möguleiki. Annar möguleiki er sá að jarðskorpan yfir þessu er farin að teygja það mikið að hún er farin að halda meira við,“ segir Benedikt. Það hafi mismunandi afleiðingar eftir því hvort eigi við. „Ef það er farið að teygja verulega á jarðskorpunni og hún er farin að nálgast einhver brotmörk þá ættum við að fara sjá skjálftavirkni fljótlega,“ segir Benedikt. Það sé þó ekki útilokað að það verði engin skjálftavirkni þó það sé í gangi „Svo getur líka bara verið að það sé að hægja á þessu. Kannski er þetta að taka sér hlé eða hætta í bili, við getum í raun ekkert sagt til um það.“ Benedikt segir þróunina á svæðinu vera hæga og því þurfi að horfa á heildarmyndina í viku hverri. Þó að landrisið hætti þurfi áfram að vakta svæðið við Grindavík mjög nákvæmlega. „Það er mjög líklegt að þetta taki sig upp núna. Það er bara það sem við höfum séð núna með atburði síðustu ára. Þeir taka sér hlé og fara svo aftur í gang svo við munum halda áfram mikilli vöktun í kringum Grindavík.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
Greint var frá því í gær að landrisið við Svartsengi virtist vera hætt samkvæmt færslu á Facebook frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands. Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni, segir ekki miklar breytingar á milli daga, hraðinn hafi undanfarið verið að minnka hægt og rólega. Þá sé hraðinn orðinn það lítill að erfitt sé að sjá skýra breytingu á milli daga. Landrisið sé þó ekki hætt. „Við höfum svona verið að horfa á tvær túlkanir í því samhengi, ekkert endilega einu túlkanirnar, það sem við teljum líklegast. Eitt er að það sé hreinlega að hægja á innflæði, það er alveg einn möguleiki. Annar möguleiki er sá að jarðskorpan yfir þessu er farin að teygja það mikið að hún er farin að halda meira við,“ segir Benedikt. Það hafi mismunandi afleiðingar eftir því hvort eigi við. „Ef það er farið að teygja verulega á jarðskorpunni og hún er farin að nálgast einhver brotmörk þá ættum við að fara sjá skjálftavirkni fljótlega,“ segir Benedikt. Það sé þó ekki útilokað að það verði engin skjálftavirkni þó það sé í gangi „Svo getur líka bara verið að það sé að hægja á þessu. Kannski er þetta að taka sér hlé eða hætta í bili, við getum í raun ekkert sagt til um það.“ Benedikt segir þróunina á svæðinu vera hæga og því þurfi að horfa á heildarmyndina í viku hverri. Þó að landrisið hætti þurfi áfram að vakta svæðið við Grindavík mjög nákvæmlega. „Það er mjög líklegt að þetta taki sig upp núna. Það er bara það sem við höfum séð núna með atburði síðustu ára. Þeir taka sér hlé og fara svo aftur í gang svo við munum halda áfram mikilli vöktun í kringum Grindavík.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira