Rýming æfð í Bláa lóninu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. desember 2023 19:01 Starfsfólk Bláa lónsins hafði í nógu að snúast í dag við að undirbúa komu fyrstu gestanna. Vísir/Vilhelm Rýming var æfð í Bláa lóninu í dag en það verður opnað á ný á sunnudaginn eftir að hafa verið lokað í rúmar fimm vikur. Til að byrja með er búist við að gestir verði heldur færri en þeir eru jafnaði. Vinna við varnargarðana í Svartsengi er í fullum gangi og til að trufla ekki þá vinnu verða gestir ferjaðir fyrstu fjóra dagana með rútum í Bláa lónið. Vinna er í fullum gangi við að koma varnargörðunum upp og mun sú vinna hafa áhrif að aðgengi að Bláa lóninu fyrst um sinn. Vísir/Arnar Starfsmenn Bláa lónsins eru um átta hundruð. Hótelin verða ekki opnuð aftur að svo stöddu heldur aðeins baðlónið. „Við erum alveg gríðarlega spennt og glöð að fá loksins að opna aftur eftir fimm vikna lokun. Við erum búin að vera að reyna að nýta tímann eins og hægt er að fara yfir húsnæðið okkar og annað slíkt en auðvitað er þetta búinn að vera mikill óvissutími. Við vorum hér í morgun með einmitt rýmingaræfingu með okkar fólki öllu og það var gríðarlega gott að sjá bara fólkið og maður fann það að fólkinu fannst gott að koma aftur. Hitta hvort annað og það var gríðarlega góðstemning í hópnum,“ segir Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstar og þjónustu Bláa lónsins. Enn rís land í Svartsengi og nokkur jarðskjálftavirkni er á svæðinu þó dregið hafi úr henni. Helga segir að koma til rýmingar vegna jarðhræringanna þá taki hún stuttan tíma. Æfingin í dag hafi sýnt það. „Þá gætu við rýmt á mun styttri tíma en yfirvöld hafa boðað að við þyrftum að geta rýma innan.“ Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstar og þjónustu Bláa lónsins segir starfsfólk spennt fyrir sunnudeginum. Vísir/Arnar Helga telur að gestir verði til að byrja með töluvert færri en þeir eru að jafnaði eða um þrjú til fimm hundruð á hverjum tíma. „Það eru bara ágætis bókanir. Auðvitað ekki eins mikið og við eigum að venjast á þessum tíma en við höfum verið heppin með það að fólk hefur ekki verið að afbóka og svona beðið í voninni að við myndum verða búin að opna og okkur þykir vænt um það. Þannig að við hlökkum til.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hægt hefur á landrisinu við Svartsengi Land heldur áfram að rísa við Svartsengi á Reykjanesskaga en hægt hefur á því frá því á föstudag. Enn eru taldar líkur á eldgosi á svæðinu. 12. desember 2023 13:57 Allt niður í tveggja tíma fyrirvari á eldgosi Nýtt hættumat fyrir Svartsengi og Grindavík var birt síðdegis og er enn ekki talið óhætt að hleypa íbúum aftur til að dvelja á heimilum sínum. Þá verður ekki hægt að opna Bláa lónið að svo stöddu en staðan verður endurmetin eftir helgina. 8. desember 2023 18:36 Framlengja lokun lónsins Stjórnendur Bláa lónsins hafa tilkynnt um framlengingu lokunar þess til 7. desember. Lónið hefur nú verið lokað síðan 9. nóvember vegna jarðhræringanna við Grindavík. 28. nóvember 2023 09:56 Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. 9. nóvember 2023 12:04 Bláa lóninu lokað í viku en starfsmenn fá greitt og gestir endurgreitt Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að loka starfstöðvum sínum í Svartsengi í eina viku, þrátt fyrir að viðbúnaðarstig almannavarna hafi ekki verið aukið. 9. nóvember 2023 07:23 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira
Vinna við varnargarðana í Svartsengi er í fullum gangi og til að trufla ekki þá vinnu verða gestir ferjaðir fyrstu fjóra dagana með rútum í Bláa lónið. Vinna er í fullum gangi við að koma varnargörðunum upp og mun sú vinna hafa áhrif að aðgengi að Bláa lóninu fyrst um sinn. Vísir/Arnar Starfsmenn Bláa lónsins eru um átta hundruð. Hótelin verða ekki opnuð aftur að svo stöddu heldur aðeins baðlónið. „Við erum alveg gríðarlega spennt og glöð að fá loksins að opna aftur eftir fimm vikna lokun. Við erum búin að vera að reyna að nýta tímann eins og hægt er að fara yfir húsnæðið okkar og annað slíkt en auðvitað er þetta búinn að vera mikill óvissutími. Við vorum hér í morgun með einmitt rýmingaræfingu með okkar fólki öllu og það var gríðarlega gott að sjá bara fólkið og maður fann það að fólkinu fannst gott að koma aftur. Hitta hvort annað og það var gríðarlega góðstemning í hópnum,“ segir Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstar og þjónustu Bláa lónsins. Enn rís land í Svartsengi og nokkur jarðskjálftavirkni er á svæðinu þó dregið hafi úr henni. Helga segir að koma til rýmingar vegna jarðhræringanna þá taki hún stuttan tíma. Æfingin í dag hafi sýnt það. „Þá gætu við rýmt á mun styttri tíma en yfirvöld hafa boðað að við þyrftum að geta rýma innan.“ Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstar og þjónustu Bláa lónsins segir starfsfólk spennt fyrir sunnudeginum. Vísir/Arnar Helga telur að gestir verði til að byrja með töluvert færri en þeir eru að jafnaði eða um þrjú til fimm hundruð á hverjum tíma. „Það eru bara ágætis bókanir. Auðvitað ekki eins mikið og við eigum að venjast á þessum tíma en við höfum verið heppin með það að fólk hefur ekki verið að afbóka og svona beðið í voninni að við myndum verða búin að opna og okkur þykir vænt um það. Þannig að við hlökkum til.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hægt hefur á landrisinu við Svartsengi Land heldur áfram að rísa við Svartsengi á Reykjanesskaga en hægt hefur á því frá því á föstudag. Enn eru taldar líkur á eldgosi á svæðinu. 12. desember 2023 13:57 Allt niður í tveggja tíma fyrirvari á eldgosi Nýtt hættumat fyrir Svartsengi og Grindavík var birt síðdegis og er enn ekki talið óhætt að hleypa íbúum aftur til að dvelja á heimilum sínum. Þá verður ekki hægt að opna Bláa lónið að svo stöddu en staðan verður endurmetin eftir helgina. 8. desember 2023 18:36 Framlengja lokun lónsins Stjórnendur Bláa lónsins hafa tilkynnt um framlengingu lokunar þess til 7. desember. Lónið hefur nú verið lokað síðan 9. nóvember vegna jarðhræringanna við Grindavík. 28. nóvember 2023 09:56 Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. 9. nóvember 2023 12:04 Bláa lóninu lokað í viku en starfsmenn fá greitt og gestir endurgreitt Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að loka starfstöðvum sínum í Svartsengi í eina viku, þrátt fyrir að viðbúnaðarstig almannavarna hafi ekki verið aukið. 9. nóvember 2023 07:23 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira
Hægt hefur á landrisinu við Svartsengi Land heldur áfram að rísa við Svartsengi á Reykjanesskaga en hægt hefur á því frá því á föstudag. Enn eru taldar líkur á eldgosi á svæðinu. 12. desember 2023 13:57
Allt niður í tveggja tíma fyrirvari á eldgosi Nýtt hættumat fyrir Svartsengi og Grindavík var birt síðdegis og er enn ekki talið óhætt að hleypa íbúum aftur til að dvelja á heimilum sínum. Þá verður ekki hægt að opna Bláa lónið að svo stöddu en staðan verður endurmetin eftir helgina. 8. desember 2023 18:36
Framlengja lokun lónsins Stjórnendur Bláa lónsins hafa tilkynnt um framlengingu lokunar þess til 7. desember. Lónið hefur nú verið lokað síðan 9. nóvember vegna jarðhræringanna við Grindavík. 28. nóvember 2023 09:56
Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. 9. nóvember 2023 12:04
Bláa lóninu lokað í viku en starfsmenn fá greitt og gestir endurgreitt Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að loka starfstöðvum sínum í Svartsengi í eina viku, þrátt fyrir að viðbúnaðarstig almannavarna hafi ekki verið aukið. 9. nóvember 2023 07:23