Segir óskiljanlegt að halda Grindavík áfram lokaðri Kristján Már Unnarsson skrifar 15. desember 2023 10:36 Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur. Stöð 2/Björn Sigurðsson. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur gagnrýnir Almannavarnir og Veðurstofuna harðlega fyrir að halda Grindavík áfram lokaðri. Að sínu áliti sé lokunin og framlenging hennar ekki réttlætanleg frá sjónarhóli jarðfræðings sem rannsakað hafi eldfjöll í sextíu ár. Haraldur vísar til frétta frá íbúafundi Grindvíkinga þann 12. desember síðastliðinn. Þar hafi komið fram að engin jól yrðu sennilega haldin í Grindavík þar sem ekki væri talið óhætt fyrir Grindvíkinga að flytja aftur heim fyrir áramót. Stór ástæða fyrir því væri sögð sú að Veðurstofan treysti sér ekki til þess að sjá um ásættanlegt eftirlit á svæðinu að næturlagi. „Má túlka þetta þannig, að ef Veðurstofan sendir inn á völlinn nægilegt lið til að halda vaktir dag og nótt, þá mætti opna bæinn?“ spyr Haraldur í pistli á eldfjallabloggi sínu vulkan.blog. Í viðtalsþætti á Vísi þann 21. nóvember síðastliðinn sagðist eldfjallafræðingurinn myndu fara heim fyrir jól, ef hann byggi í Grindavík. Kvikugangurinn undir bænum væri við það að storkna og líkur á eldgosi hverfandi. Nokkrum dögum síðar tóku Veðurstofan og Almannavarnir undir það mat Haraldar að kvikugangurinn væri að mestu storknaður. Hann var áður búinn að lýsa því mati sínu að atburðirnir í grennd við Grindavík væru fyrst og fremst jarðskorpuhreyfingar, tengdar gliðnun Norður Ameríkuflekans til vesturs, frá Evrasíuflekanum í austri. Kvika væri vissulega fyrir hendi á svæðinu, en það væri ekki kvika sem réði ferðinni hér, heldur flekahreyfingar. Haraldur tekur þó fram að landrisið, fyrst í Fagradalsfjallseldstöðinni og síðar í kringum Þorbjörn og Bláa lónið, séu sennilega ótvíræð merki um að hraunkvika sé fyrir hendi neðst í eða undir jarðskorpunni. „Þrátt fyrir mikla gliðnun og hugsanlega myndun kvikugangs norðan Grindavíkur, þá hefur kvikan ekki náð enn upp á yfirborð,“ segir hann og bætir við: „Kvikuþrýstingur eða kvikumagn í bólunni nálægt botni jarðskorpunnar er ekki nægjanlegt til að valda eldgosi. Það er ekkert nýtt fyrirbæri á Íslandi, að jarðskorpan rifni og skjálfi, án þess að úr verði eldgos. Það er ekkert sem bendir til að það sé að vænta breytinga á þessu ástandi á næstunni. Þrátt fyrir það hafa Almannavarnir lokað Grindavíkurbæ og flutt alla íbúa á brott. Allt bendir til að sú lokun standi fram á næsta ár,“ segir eldfjallafræðingurinn. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í viðtali frá Massachusetts í Bandaríkjunum í síðasta mánuði.Skjáskot/Stöð 2 Og ennfremur: „Það er erfitt að gera sér í hugarlund þau áhrif sem langtíma lokun og rýming bæjarins hefur á efnahag og enn fremur á hugarfar og sálarástand íbúanna sem nú eru í útlegð. Hver og einn getur reynt að setja sig í spor flóttafólksins. Að mínu áliti er lokunin og framlenging hennar ekki réttlætanleg frá sjónarhóli jarðfræðings sem hefur rannsakað eldfjöll í sextíu ár. En skrif mín á blogginu hafa verið eins og hróp í eyðimörkinni. Enginn heyrir, og þeir sem heyra taka ekki mark á skoðunum aðila sem fylgir ekki hinni opinberu línu.“ Hann lýkur pistli sínum með þessum orðum: „Mér er reyndar óskiljanlegt hvers vegna Almannavarnir og Veðurstofan hafa haldið áfram lokun á Grindavík. Íslendingar hafa alltaf vitað að þeir búa á landi þar sem náttúrhamfarir eru óhjákvæmilegur þáttur lífsins. Það þarf seiglu til að búa á slíku landi og það er viss áhætta, en það er einmitt eitt af aðalsmerkjum Íslendinga.“ Tuttugu mínútna viðtal við Harald frá 21. nóvember má sjá hér: Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Vísindi Almannavarnir Veður Tengdar fréttir Fjölga sérfræðingum hjá Veðurstofunni til umfangsmeiri vöktunar Atburðarásin í Grindavík í byrjun nóvember hefur gjörbreytt forsendum Veðurstofu Íslands í tengslum við vöktun á Reykjanesskaga samkvæmt tilkynningu frá veðurstofunni. Þörf sé á umfangsmeiri vöktun þegar kemur að eldgosavá. Fram kom á íbúafundi í dag að Grindvíkingar geta ekki flutt aftur heim fyrir áramót. 12. desember 2023 23:05 Rýmka reglur fyrir Grindvíkinga Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að rýmka þann tíma sem Grindvíkingar hafa til þess að huga að eigum sínum i Grindavíkurbæ. Rýming fer nú fram eftir kl. 21 á kvöldin. 13. desember 2023 13:44 Ekki hægt að ætlast til viðbragðs að næturlagi yfir hátíðirnar Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir ekki hægt að búast við því af viðbragðsaðilum að þeir væru til staðar í bænum að næturlagi yfir hátíðirnar. Því sé ekki gert ráð fyrir því að Grindvíkingar geti dvalið yfir nótt heima hjá sér fyrr en á nýju ári. 13. desember 2023 10:25 Haraldur telur flekahreyfingar en ekki kviku orsaka umbrotin Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Hann segir kviku, sem kunni að vera að gutla á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki nægjanlega til að valda eldgosi. 17. nóvember 2023 09:49 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Sjá meira
Haraldur vísar til frétta frá íbúafundi Grindvíkinga þann 12. desember síðastliðinn. Þar hafi komið fram að engin jól yrðu sennilega haldin í Grindavík þar sem ekki væri talið óhætt fyrir Grindvíkinga að flytja aftur heim fyrir áramót. Stór ástæða fyrir því væri sögð sú að Veðurstofan treysti sér ekki til þess að sjá um ásættanlegt eftirlit á svæðinu að næturlagi. „Má túlka þetta þannig, að ef Veðurstofan sendir inn á völlinn nægilegt lið til að halda vaktir dag og nótt, þá mætti opna bæinn?“ spyr Haraldur í pistli á eldfjallabloggi sínu vulkan.blog. Í viðtalsþætti á Vísi þann 21. nóvember síðastliðinn sagðist eldfjallafræðingurinn myndu fara heim fyrir jól, ef hann byggi í Grindavík. Kvikugangurinn undir bænum væri við það að storkna og líkur á eldgosi hverfandi. Nokkrum dögum síðar tóku Veðurstofan og Almannavarnir undir það mat Haraldar að kvikugangurinn væri að mestu storknaður. Hann var áður búinn að lýsa því mati sínu að atburðirnir í grennd við Grindavík væru fyrst og fremst jarðskorpuhreyfingar, tengdar gliðnun Norður Ameríkuflekans til vesturs, frá Evrasíuflekanum í austri. Kvika væri vissulega fyrir hendi á svæðinu, en það væri ekki kvika sem réði ferðinni hér, heldur flekahreyfingar. Haraldur tekur þó fram að landrisið, fyrst í Fagradalsfjallseldstöðinni og síðar í kringum Þorbjörn og Bláa lónið, séu sennilega ótvíræð merki um að hraunkvika sé fyrir hendi neðst í eða undir jarðskorpunni. „Þrátt fyrir mikla gliðnun og hugsanlega myndun kvikugangs norðan Grindavíkur, þá hefur kvikan ekki náð enn upp á yfirborð,“ segir hann og bætir við: „Kvikuþrýstingur eða kvikumagn í bólunni nálægt botni jarðskorpunnar er ekki nægjanlegt til að valda eldgosi. Það er ekkert nýtt fyrirbæri á Íslandi, að jarðskorpan rifni og skjálfi, án þess að úr verði eldgos. Það er ekkert sem bendir til að það sé að vænta breytinga á þessu ástandi á næstunni. Þrátt fyrir það hafa Almannavarnir lokað Grindavíkurbæ og flutt alla íbúa á brott. Allt bendir til að sú lokun standi fram á næsta ár,“ segir eldfjallafræðingurinn. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í viðtali frá Massachusetts í Bandaríkjunum í síðasta mánuði.Skjáskot/Stöð 2 Og ennfremur: „Það er erfitt að gera sér í hugarlund þau áhrif sem langtíma lokun og rýming bæjarins hefur á efnahag og enn fremur á hugarfar og sálarástand íbúanna sem nú eru í útlegð. Hver og einn getur reynt að setja sig í spor flóttafólksins. Að mínu áliti er lokunin og framlenging hennar ekki réttlætanleg frá sjónarhóli jarðfræðings sem hefur rannsakað eldfjöll í sextíu ár. En skrif mín á blogginu hafa verið eins og hróp í eyðimörkinni. Enginn heyrir, og þeir sem heyra taka ekki mark á skoðunum aðila sem fylgir ekki hinni opinberu línu.“ Hann lýkur pistli sínum með þessum orðum: „Mér er reyndar óskiljanlegt hvers vegna Almannavarnir og Veðurstofan hafa haldið áfram lokun á Grindavík. Íslendingar hafa alltaf vitað að þeir búa á landi þar sem náttúrhamfarir eru óhjákvæmilegur þáttur lífsins. Það þarf seiglu til að búa á slíku landi og það er viss áhætta, en það er einmitt eitt af aðalsmerkjum Íslendinga.“ Tuttugu mínútna viðtal við Harald frá 21. nóvember má sjá hér:
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Vísindi Almannavarnir Veður Tengdar fréttir Fjölga sérfræðingum hjá Veðurstofunni til umfangsmeiri vöktunar Atburðarásin í Grindavík í byrjun nóvember hefur gjörbreytt forsendum Veðurstofu Íslands í tengslum við vöktun á Reykjanesskaga samkvæmt tilkynningu frá veðurstofunni. Þörf sé á umfangsmeiri vöktun þegar kemur að eldgosavá. Fram kom á íbúafundi í dag að Grindvíkingar geta ekki flutt aftur heim fyrir áramót. 12. desember 2023 23:05 Rýmka reglur fyrir Grindvíkinga Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að rýmka þann tíma sem Grindvíkingar hafa til þess að huga að eigum sínum i Grindavíkurbæ. Rýming fer nú fram eftir kl. 21 á kvöldin. 13. desember 2023 13:44 Ekki hægt að ætlast til viðbragðs að næturlagi yfir hátíðirnar Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir ekki hægt að búast við því af viðbragðsaðilum að þeir væru til staðar í bænum að næturlagi yfir hátíðirnar. Því sé ekki gert ráð fyrir því að Grindvíkingar geti dvalið yfir nótt heima hjá sér fyrr en á nýju ári. 13. desember 2023 10:25 Haraldur telur flekahreyfingar en ekki kviku orsaka umbrotin Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Hann segir kviku, sem kunni að vera að gutla á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki nægjanlega til að valda eldgosi. 17. nóvember 2023 09:49 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Sjá meira
Fjölga sérfræðingum hjá Veðurstofunni til umfangsmeiri vöktunar Atburðarásin í Grindavík í byrjun nóvember hefur gjörbreytt forsendum Veðurstofu Íslands í tengslum við vöktun á Reykjanesskaga samkvæmt tilkynningu frá veðurstofunni. Þörf sé á umfangsmeiri vöktun þegar kemur að eldgosavá. Fram kom á íbúafundi í dag að Grindvíkingar geta ekki flutt aftur heim fyrir áramót. 12. desember 2023 23:05
Rýmka reglur fyrir Grindvíkinga Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að rýmka þann tíma sem Grindvíkingar hafa til þess að huga að eigum sínum i Grindavíkurbæ. Rýming fer nú fram eftir kl. 21 á kvöldin. 13. desember 2023 13:44
Ekki hægt að ætlast til viðbragðs að næturlagi yfir hátíðirnar Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir ekki hægt að búast við því af viðbragðsaðilum að þeir væru til staðar í bænum að næturlagi yfir hátíðirnar. Því sé ekki gert ráð fyrir því að Grindvíkingar geti dvalið yfir nótt heima hjá sér fyrr en á nýju ári. 13. desember 2023 10:25
Haraldur telur flekahreyfingar en ekki kviku orsaka umbrotin Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Hann segir kviku, sem kunni að vera að gutla á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki nægjanlega til að valda eldgosi. 17. nóvember 2023 09:49