Íslenski boltinn

Meistararnir fá mikinn liðs­styrk úr Laugar­dal

Sindri Sverrisson skrifar
Katie Cousins mun eflaust losa sig við Þróttarabuffið sitt, nú þegar hún er orðin leikmaður Vals.
Katie Cousins mun eflaust losa sig við Þróttarabuffið sitt, nú þegar hún er orðin leikmaður Vals. VÍSIR/VILHELM

Bandaríski miðjumaðurinn Katie Cousins er gengin í raðir Íslandsmeistara Vals eftir að hafa verið lykilleikmaður í liði Þróttar á síðustu leiktíð.

Cousins er sókndjarfur miðjumaður sem fer afar vel með boltann og hefur næmt auga fyrir spili. Hún hefur skorað 11 mörk í 37 leikjum í efstu deild hér á landi, en hún lék með Þrótti sumarið 2021 og svo aftur á síðustu leiktíð.

Í tilkynningu Vals segir að ljóst sé að félagið muni missa nokkra leikmenn og því ríki ánægja með að hafa náð samningum við Katie sem muni spila stórt hlutverk.

Á meðal þeirra leikmanna sem kveðja Val er Þórdís Elva Ágústsdóttir sem hélt í atvinnumennsku hjá Växjö í Svíþjóð eftir að hafa verið ein af betri miðjumönnum Bestu deildarinnar í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×