Afhjúpa leyndardóm höfuðskeljarinnar í Ráðherrabústaðnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2023 12:13 Höfuðskelin sem um ræðir. Mannerfðafræðingar Íslenskrar erfðagreiningar ætla að gera grein fyrir niðurstöðum rannsóknar á höfuðskel sem fannst í Ráðherrabústaðnum á morgun. Iðnaðarmenn sem unnu við framkvæmdir í risi ráðherrabústaðarins fundu höfuðkúpuna undir gólffjölum í risi bústaðarins. Fram hefur komið að hauskúpan sé líklegast af smávaxinni konu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kannaði hjá Íslenskri erfðagreiningu hvort unnt væri að rannsaka uppruna beinanna með erfðagreiningu. Mannerfðafræðingarnir Agnar Helgason og Sunna Ebenesersdóttir munu gera forsætisráðherra grein fyrir rannsókninni og niðurstöðum hennar í Ráðherrabústaðnum á morgun klukkan 13. Vísir stefnir á að sýna beint frá kynningu á niðurstöðunum á morgun. Ekki eru vísbendingar um að smávaxnakonan hafi hlotið áverka í lifanda lífi. Margt bendir hins vegar til þess að ekki hafi alltaf verið farið vel með beinin eftir andlát hennar, hvenær sem það var. „Við vitum að höfuðkúpur voru notaðar sem öskubakkar og við erum með hér í okkar safnkosti höfuðkúpur sem voru notaðar sem öskubakkar,“ sagði Ágústa Kristófersdóttir, framkvæmdastjóri safneignar Þjóðminjasafnsins, í samtali við fréttastofu í september. Þannig að það er allavega ein kenning sem væri alveg raunhæfur möguleiki? „Já, og það væri hægt í framhaldinu að skoða það.“ Þá eru sérfræðingar engu nær um hvernig beinin rötuðu í Ráðherrabústaðinn. „Það er augljóst að einhver hefur sett þetta þarna, þetta er ekki eitthvað sem tapast milli gólffjala. Væntanlega hefur þetta verið sett þarna niður, lokað fyrir og ákveðið að þessi bein ættu að fá að hvíla þarna,“ sagði Ágústa. „Þetta er náttúrulega eins og upphafið að glæpasögu og það átta sig allir á því, jafnvel kaldrifjaðir vísindamenn.“ Fornminjar Reykjavík Tengdar fréttir Hauskúpan var mögulega notuð sem öskubakki Hauskúpan sem fannst í Ráðherrabústaðnum í sumar er líklegast af smávaxinni konu og var mögulega notuð sem öskubakki. 14. september 2023 20:01 Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. 11. september 2023 16:21 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Iðnaðarmenn sem unnu við framkvæmdir í risi ráðherrabústaðarins fundu höfuðkúpuna undir gólffjölum í risi bústaðarins. Fram hefur komið að hauskúpan sé líklegast af smávaxinni konu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kannaði hjá Íslenskri erfðagreiningu hvort unnt væri að rannsaka uppruna beinanna með erfðagreiningu. Mannerfðafræðingarnir Agnar Helgason og Sunna Ebenesersdóttir munu gera forsætisráðherra grein fyrir rannsókninni og niðurstöðum hennar í Ráðherrabústaðnum á morgun klukkan 13. Vísir stefnir á að sýna beint frá kynningu á niðurstöðunum á morgun. Ekki eru vísbendingar um að smávaxnakonan hafi hlotið áverka í lifanda lífi. Margt bendir hins vegar til þess að ekki hafi alltaf verið farið vel með beinin eftir andlát hennar, hvenær sem það var. „Við vitum að höfuðkúpur voru notaðar sem öskubakkar og við erum með hér í okkar safnkosti höfuðkúpur sem voru notaðar sem öskubakkar,“ sagði Ágústa Kristófersdóttir, framkvæmdastjóri safneignar Þjóðminjasafnsins, í samtali við fréttastofu í september. Þannig að það er allavega ein kenning sem væri alveg raunhæfur möguleiki? „Já, og það væri hægt í framhaldinu að skoða það.“ Þá eru sérfræðingar engu nær um hvernig beinin rötuðu í Ráðherrabústaðinn. „Það er augljóst að einhver hefur sett þetta þarna, þetta er ekki eitthvað sem tapast milli gólffjala. Væntanlega hefur þetta verið sett þarna niður, lokað fyrir og ákveðið að þessi bein ættu að fá að hvíla þarna,“ sagði Ágústa. „Þetta er náttúrulega eins og upphafið að glæpasögu og það átta sig allir á því, jafnvel kaldrifjaðir vísindamenn.“
Fornminjar Reykjavík Tengdar fréttir Hauskúpan var mögulega notuð sem öskubakki Hauskúpan sem fannst í Ráðherrabústaðnum í sumar er líklegast af smávaxinni konu og var mögulega notuð sem öskubakki. 14. september 2023 20:01 Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. 11. september 2023 16:21 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Hauskúpan var mögulega notuð sem öskubakki Hauskúpan sem fannst í Ráðherrabústaðnum í sumar er líklegast af smávaxinni konu og var mögulega notuð sem öskubakki. 14. september 2023 20:01
Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. 11. september 2023 16:21