Á ekki rétt á bótum eftir Hraunbæjarmálið Jón Þór Stefánsson skrifar 13. desember 2023 23:38 Sérsveitarmenn á vettvangi í Árbæ í desember 2013. Atburðarásin sem átti sér stað þar og eftirmálar hennar hafa gengið undir heitinu Hraunbæjarmálið. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar um að sýkna Vátryggingafélag Íslands, VÍS, af kröfum fyrrverandi sérsveitarmanns sem glímdi við sálfræðilegar afleiðingar þess að taka þátt í aðgerðum sérsveitarinnar sem leiddu til dauða manns í Árbæ í Reykjavík í desember 2013. Sérsveitarmaðurinn fyrrverandi krafðist bóta úr slysatryggingu launþega frá VÍS vegna áfallastreituröskunar sem hann glímdi við í kjölfar atburðanna. Hæstiréttur féllst ekki á kröfuna vegna þess að tryggingin sem málið varðar var, að mati Hæstaréttar, slysatrygging, en ekki höfuðstólstrygging. Hvort um sé að ræða höfuðstólstryggingu eða slysatryggingu hafði áhrif á fyrningartíma hennar. Höfuðstólstrygging fyrnist eftir tíu ár, en slysatrygging eftir fjögur ár. Þess má geta að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi VÍS til að greiða manninum rúmlega 2,4 milljónir króna. Landsréttur sneri þeirri ákvörðun við. Líkt og áður segir átti aðgerðin sem málið varðar sér stað í desember árið 2013, í fjölbýlishúsi við Hraunbæ. Lögreglu var tilkynnt um skothvelli úr íbúð. Skotið var á lögreglumenn úr haglabyssu af stuttu færi og kvaðst sérsveitarmaðurinn þá hafa verið í bráðri lífshættu. Hann hafi óttast verulega um og líf sitt. Umsátrinu lauk með því að lögregla skaut byssumanninn til bana, en það var í fyrsta sinn sem sérsveitin felldi mann í aðgerðum. Lögreglumaðurinn sagðist upphaflega hafa talið að hann myndi jafna sig af andlegum áskorunum sem fylgdu Hraunbæjarmálinu svokallaða, en síðar hafi einkennin farið að ágerast. Hæstiréttur sagði ljóst að maðurinn hefði orðið fyrir sálfræðilegu tjóni vegna atburðanna í Hraunbæ. Það hafi orðið skýrt sumarið 2014, en hann hafi látið hjá líða að leita sér aðstoðar. Dómurinn segir að það hafi hann gert þrátt fyrir að hann hafi hlotið að gera sér grein fyrir að atburðurinn hefði haft umræddar afleiðingar sem varða bótaskyldu. Afleiðingarnar hefðu verið honum ljósar umrætt sumar og því sé tryggingin fyrnd þegar hann höfðaði málið árið 2021. Dómsmál Lögreglan Tryggingar Reykjavík Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál sérsveitarmanns vegna Hraunbæjarmálsins Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni fyrrverandi liðsmanns sérsveitar ríkislögreglustjóra sem glímt hefur við áfallastreituröskun í kjölfar aðgerðar sérsveitarinnar í Árbæ í Reykjavík síðla árs 2013 sem leiddi til dauða manns. 16. mars 2023 08:14 Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Sjá meira
Sérsveitarmaðurinn fyrrverandi krafðist bóta úr slysatryggingu launþega frá VÍS vegna áfallastreituröskunar sem hann glímdi við í kjölfar atburðanna. Hæstiréttur féllst ekki á kröfuna vegna þess að tryggingin sem málið varðar var, að mati Hæstaréttar, slysatrygging, en ekki höfuðstólstrygging. Hvort um sé að ræða höfuðstólstryggingu eða slysatryggingu hafði áhrif á fyrningartíma hennar. Höfuðstólstrygging fyrnist eftir tíu ár, en slysatrygging eftir fjögur ár. Þess má geta að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi VÍS til að greiða manninum rúmlega 2,4 milljónir króna. Landsréttur sneri þeirri ákvörðun við. Líkt og áður segir átti aðgerðin sem málið varðar sér stað í desember árið 2013, í fjölbýlishúsi við Hraunbæ. Lögreglu var tilkynnt um skothvelli úr íbúð. Skotið var á lögreglumenn úr haglabyssu af stuttu færi og kvaðst sérsveitarmaðurinn þá hafa verið í bráðri lífshættu. Hann hafi óttast verulega um og líf sitt. Umsátrinu lauk með því að lögregla skaut byssumanninn til bana, en það var í fyrsta sinn sem sérsveitin felldi mann í aðgerðum. Lögreglumaðurinn sagðist upphaflega hafa talið að hann myndi jafna sig af andlegum áskorunum sem fylgdu Hraunbæjarmálinu svokallaða, en síðar hafi einkennin farið að ágerast. Hæstiréttur sagði ljóst að maðurinn hefði orðið fyrir sálfræðilegu tjóni vegna atburðanna í Hraunbæ. Það hafi orðið skýrt sumarið 2014, en hann hafi látið hjá líða að leita sér aðstoðar. Dómurinn segir að það hafi hann gert þrátt fyrir að hann hafi hlotið að gera sér grein fyrir að atburðurinn hefði haft umræddar afleiðingar sem varða bótaskyldu. Afleiðingarnar hefðu verið honum ljósar umrætt sumar og því sé tryggingin fyrnd þegar hann höfðaði málið árið 2021.
Dómsmál Lögreglan Tryggingar Reykjavík Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál sérsveitarmanns vegna Hraunbæjarmálsins Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni fyrrverandi liðsmanns sérsveitar ríkislögreglustjóra sem glímt hefur við áfallastreituröskun í kjölfar aðgerðar sérsveitarinnar í Árbæ í Reykjavík síðla árs 2013 sem leiddi til dauða manns. 16. mars 2023 08:14 Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Sjá meira
Hæstiréttur tekur fyrir mál sérsveitarmanns vegna Hraunbæjarmálsins Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni fyrrverandi liðsmanns sérsveitar ríkislögreglustjóra sem glímt hefur við áfallastreituröskun í kjölfar aðgerðar sérsveitarinnar í Árbæ í Reykjavík síðla árs 2013 sem leiddi til dauða manns. 16. mars 2023 08:14