Á ekki rétt á bótum eftir Hraunbæjarmálið Jón Þór Stefánsson skrifar 13. desember 2023 23:38 Sérsveitarmenn á vettvangi í Árbæ í desember 2013. Atburðarásin sem átti sér stað þar og eftirmálar hennar hafa gengið undir heitinu Hraunbæjarmálið. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar um að sýkna Vátryggingafélag Íslands, VÍS, af kröfum fyrrverandi sérsveitarmanns sem glímdi við sálfræðilegar afleiðingar þess að taka þátt í aðgerðum sérsveitarinnar sem leiddu til dauða manns í Árbæ í Reykjavík í desember 2013. Sérsveitarmaðurinn fyrrverandi krafðist bóta úr slysatryggingu launþega frá VÍS vegna áfallastreituröskunar sem hann glímdi við í kjölfar atburðanna. Hæstiréttur féllst ekki á kröfuna vegna þess að tryggingin sem málið varðar var, að mati Hæstaréttar, slysatrygging, en ekki höfuðstólstrygging. Hvort um sé að ræða höfuðstólstryggingu eða slysatryggingu hafði áhrif á fyrningartíma hennar. Höfuðstólstrygging fyrnist eftir tíu ár, en slysatrygging eftir fjögur ár. Þess má geta að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi VÍS til að greiða manninum rúmlega 2,4 milljónir króna. Landsréttur sneri þeirri ákvörðun við. Líkt og áður segir átti aðgerðin sem málið varðar sér stað í desember árið 2013, í fjölbýlishúsi við Hraunbæ. Lögreglu var tilkynnt um skothvelli úr íbúð. Skotið var á lögreglumenn úr haglabyssu af stuttu færi og kvaðst sérsveitarmaðurinn þá hafa verið í bráðri lífshættu. Hann hafi óttast verulega um og líf sitt. Umsátrinu lauk með því að lögregla skaut byssumanninn til bana, en það var í fyrsta sinn sem sérsveitin felldi mann í aðgerðum. Lögreglumaðurinn sagðist upphaflega hafa talið að hann myndi jafna sig af andlegum áskorunum sem fylgdu Hraunbæjarmálinu svokallaða, en síðar hafi einkennin farið að ágerast. Hæstiréttur sagði ljóst að maðurinn hefði orðið fyrir sálfræðilegu tjóni vegna atburðanna í Hraunbæ. Það hafi orðið skýrt sumarið 2014, en hann hafi látið hjá líða að leita sér aðstoðar. Dómurinn segir að það hafi hann gert þrátt fyrir að hann hafi hlotið að gera sér grein fyrir að atburðurinn hefði haft umræddar afleiðingar sem varða bótaskyldu. Afleiðingarnar hefðu verið honum ljósar umrætt sumar og því sé tryggingin fyrnd þegar hann höfðaði málið árið 2021. Dómsmál Lögreglan Tryggingar Reykjavík Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál sérsveitarmanns vegna Hraunbæjarmálsins Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni fyrrverandi liðsmanns sérsveitar ríkislögreglustjóra sem glímt hefur við áfallastreituröskun í kjölfar aðgerðar sérsveitarinnar í Árbæ í Reykjavík síðla árs 2013 sem leiddi til dauða manns. 16. mars 2023 08:14 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Sjá meira
Sérsveitarmaðurinn fyrrverandi krafðist bóta úr slysatryggingu launþega frá VÍS vegna áfallastreituröskunar sem hann glímdi við í kjölfar atburðanna. Hæstiréttur féllst ekki á kröfuna vegna þess að tryggingin sem málið varðar var, að mati Hæstaréttar, slysatrygging, en ekki höfuðstólstrygging. Hvort um sé að ræða höfuðstólstryggingu eða slysatryggingu hafði áhrif á fyrningartíma hennar. Höfuðstólstrygging fyrnist eftir tíu ár, en slysatrygging eftir fjögur ár. Þess má geta að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi VÍS til að greiða manninum rúmlega 2,4 milljónir króna. Landsréttur sneri þeirri ákvörðun við. Líkt og áður segir átti aðgerðin sem málið varðar sér stað í desember árið 2013, í fjölbýlishúsi við Hraunbæ. Lögreglu var tilkynnt um skothvelli úr íbúð. Skotið var á lögreglumenn úr haglabyssu af stuttu færi og kvaðst sérsveitarmaðurinn þá hafa verið í bráðri lífshættu. Hann hafi óttast verulega um og líf sitt. Umsátrinu lauk með því að lögregla skaut byssumanninn til bana, en það var í fyrsta sinn sem sérsveitin felldi mann í aðgerðum. Lögreglumaðurinn sagðist upphaflega hafa talið að hann myndi jafna sig af andlegum áskorunum sem fylgdu Hraunbæjarmálinu svokallaða, en síðar hafi einkennin farið að ágerast. Hæstiréttur sagði ljóst að maðurinn hefði orðið fyrir sálfræðilegu tjóni vegna atburðanna í Hraunbæ. Það hafi orðið skýrt sumarið 2014, en hann hafi látið hjá líða að leita sér aðstoðar. Dómurinn segir að það hafi hann gert þrátt fyrir að hann hafi hlotið að gera sér grein fyrir að atburðurinn hefði haft umræddar afleiðingar sem varða bótaskyldu. Afleiðingarnar hefðu verið honum ljósar umrætt sumar og því sé tryggingin fyrnd þegar hann höfðaði málið árið 2021.
Dómsmál Lögreglan Tryggingar Reykjavík Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál sérsveitarmanns vegna Hraunbæjarmálsins Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni fyrrverandi liðsmanns sérsveitar ríkislögreglustjóra sem glímt hefur við áfallastreituröskun í kjölfar aðgerðar sérsveitarinnar í Árbæ í Reykjavík síðla árs 2013 sem leiddi til dauða manns. 16. mars 2023 08:14 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Sjá meira
Hæstiréttur tekur fyrir mál sérsveitarmanns vegna Hraunbæjarmálsins Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni fyrrverandi liðsmanns sérsveitar ríkislögreglustjóra sem glímt hefur við áfallastreituröskun í kjölfar aðgerðar sérsveitarinnar í Árbæ í Reykjavík síðla árs 2013 sem leiddi til dauða manns. 16. mars 2023 08:14