Fjögur ráðin í stjórnendateymi Helix Atli Ísleifsson skrifar 13. desember 2023 12:37 Hinir nýju stjórnendur hjá Helix. Aðsend Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir, Elfa Ólafsdóttir, Héðinn Jónsson og Gunnar Ingi Widnes Friðriksson hafa öll verið ráðin til starfa í stjórnendateymi Helix. Í tilkynningu kemur fram að Helix sé nýtt og sjálfstætt heilbrigðistæknifyrirtæki stofnað í kringum heilbrigðislausnir Origo. Markmið félagsins sé að flétta saman tækni, hugviti og innsæi til að bæta líf þeirra sem þiggja og veita heilbrigðisþjónustu. „Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir tekur við starfi mannauðstjóra Helix en hún hefur víðtæka reynslu af mannauðsstjórnun innan tæknigeirans, bæði hér á landi og erlendis. Ingibjörg starfaði áður sem breytingaleiðtogi innan Origo þar sem hún tók þátt í að leiða sjálfstæðisvegferð Helix en hún starfaði einnig um árabil hjá Spotify. Hún lauk viðskiptafræðidiplóma með áherslu á stjórnun frá International Business Academy en hún lagði einnig stund á viðskiptafræði í Háskólanum í Bifröst. Elfa Ólafsdóttir var ráðin sem markaðsstjóri Helix í október og mun hún stýra markaðsmálum og stefnumótun á vörumerki fyrirtækisins. Elfa sinnti áður markaðsmálum hjá heilbrigðistæknifyrirtækinu Sidekick Health og sem markaðsráðgjafi hjá Íslensku auglýsingastofunni. Elfa er hjúkrunarfræðingur að mennt og er einnig með meistaragráðu í alþjóða markaðssetningu frá Emerson College í Boston. Héðinn Jónsson var ráðinn sem sviðsstjóri Sögu í nóvember. Hann leiðir hópinn sem er ábyrgur fyrir þróun Sögu hugbúnaðarins. Saga er útbreiddasta rafræna sjúkraskrárkerfið á landinu og er notað á öllum helstu heilbrigðisstofnunum og heilsugæslum landsins, fjölda einkarekinna stöðva og á hjúkrunarheimilum. Héðinn hefur um 20 ára reynslu í velferðartæknigeiranum og starfaði áður hjá Sidekick Health og Landlæknisembættinu. Héðinn er menntaður sjúkraþjálfari og með MS-gráðu í heilsuhagfræði frá Háskóla Íslands. Gunnar Ingi Widnes Friðriksson var ráðinn sem tæknistjóri Helix í október og ber hann ábyrgð á að leiða stefnu Helix í tæknimálum. Gunnar hefur starfað í heilbrigðisupplýsingatæknimálum í 25 ár og var m.a. ráðgjafi fyrir hönd Íslands hjá Evrópusambandinu og Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni við ýmis heilbrigðistækniverkefni í Covid faraldrinum. Hann er með BSc gráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni. Arna Harðardóttir er framkvæmdastjóri félagsins. Vistaskipti Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að Helix sé nýtt og sjálfstætt heilbrigðistæknifyrirtæki stofnað í kringum heilbrigðislausnir Origo. Markmið félagsins sé að flétta saman tækni, hugviti og innsæi til að bæta líf þeirra sem þiggja og veita heilbrigðisþjónustu. „Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir tekur við starfi mannauðstjóra Helix en hún hefur víðtæka reynslu af mannauðsstjórnun innan tæknigeirans, bæði hér á landi og erlendis. Ingibjörg starfaði áður sem breytingaleiðtogi innan Origo þar sem hún tók þátt í að leiða sjálfstæðisvegferð Helix en hún starfaði einnig um árabil hjá Spotify. Hún lauk viðskiptafræðidiplóma með áherslu á stjórnun frá International Business Academy en hún lagði einnig stund á viðskiptafræði í Háskólanum í Bifröst. Elfa Ólafsdóttir var ráðin sem markaðsstjóri Helix í október og mun hún stýra markaðsmálum og stefnumótun á vörumerki fyrirtækisins. Elfa sinnti áður markaðsmálum hjá heilbrigðistæknifyrirtækinu Sidekick Health og sem markaðsráðgjafi hjá Íslensku auglýsingastofunni. Elfa er hjúkrunarfræðingur að mennt og er einnig með meistaragráðu í alþjóða markaðssetningu frá Emerson College í Boston. Héðinn Jónsson var ráðinn sem sviðsstjóri Sögu í nóvember. Hann leiðir hópinn sem er ábyrgur fyrir þróun Sögu hugbúnaðarins. Saga er útbreiddasta rafræna sjúkraskrárkerfið á landinu og er notað á öllum helstu heilbrigðisstofnunum og heilsugæslum landsins, fjölda einkarekinna stöðva og á hjúkrunarheimilum. Héðinn hefur um 20 ára reynslu í velferðartæknigeiranum og starfaði áður hjá Sidekick Health og Landlæknisembættinu. Héðinn er menntaður sjúkraþjálfari og með MS-gráðu í heilsuhagfræði frá Háskóla Íslands. Gunnar Ingi Widnes Friðriksson var ráðinn sem tæknistjóri Helix í október og ber hann ábyrgð á að leiða stefnu Helix í tæknimálum. Gunnar hefur starfað í heilbrigðisupplýsingatæknimálum í 25 ár og var m.a. ráðgjafi fyrir hönd Íslands hjá Evrópusambandinu og Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni við ýmis heilbrigðistækniverkefni í Covid faraldrinum. Hann er með BSc gráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni. Arna Harðardóttir er framkvæmdastjóri félagsins.
Vistaskipti Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira