Telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 12. desember 2023 20:52 Birgir segir verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra hafa skapað mikla röskun. Flugumferðarstjórar hafa boðað verkfallsaðgerðir tvo daga í næstu viku að öllu óbreyttu. Vísir/Arnar Flugsamgöngur lömuðust þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í morgun. Frekari verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar á fimmtudag og í næstu viku. Fundi var slitið nú síðdegis án þess að samningar næðust. Forstjóri Play segir furðulegt að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum og telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna. Næsti samningafundur hefur verið boðaður á fimmtudaginn klukkan tvö. Því er ljóst að fyrirhuguð vinnustöðvun mun taka gildi snemma á fimmtudagsmorgun. Fréttamaður náði tali af Birgi Jónssyni forstjóra Play í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir verkfallsaðgerðirnar hafa skapað mikla röskun fyrir félagið og farþega þess. „Þó að við höfum reynt að gera alls konar breytingar og æfingar til þess að koma deginum í þolanlegt form þá var þetta mjög erfiður dagur. Og við erum að vinna úr því enn sem stendur,“ segir Birgir. Auk aðgerða fimmtudagsins hafa flugumferðarstjórar boðað verkfallsaðgerðir tvo daga í næstu viku. Birgir segir ýmsar ráðstafanir vera gerðar vegna þess, líkt og fyrri daginn. „Við erum að færa til brottfarir og seinka flugum, og gefa fólki alls konar möguleika á því að færa til flugin sín og fá endurgreitt,“ segir Birgir. Hann segir aðgerðirnar koma til með að skapa mikla röskun, sér í lagi nú í aðdraganda jóla. „Hér er fólk að koma heim, námsmenn að koma heim eftir langa dvöl og fólk að fara í jólafrí og hitt og þetta. Þetta á að vera tími þar sem það er gleði og eftirvænting í loftinu en þetta er bara mjög erfitt og súrt ástand.“ Náið þið að láta þetta ganga upp skipti eftir skipti? „Við reynum það og vonum það og það ber að þakka þessu frábæra samstarfsfólki mínu sem er að láta það gerast. En það er auðvitað ekki gott að hugsa til þess að þetta verði nokkrir dagar í viðbót á þessum háannatíma. Það er mjög slæmt.“ Birgir segir eðlilegt að stjórnvöld skoði að beita sér í deilunni. „Það er furðulegt að svona lítill hópur og lítil stétt geti sett allt þetta úr skorðum. Ferðaþjónustan má ekki við þessu núna,“ segir Birgir. Hann segir jarðhræringarnar á Reykjanesskaga hafa haft áhrif á eftirspurn. „Og Ísland sem ferðaþjónustuland almennt séð má ekki við svona höggi.“ Viljið þið þá að það verði sett lög á verkfallið? „Ég er nú ekki sérfróður um það en mér finnst alla vega mjög eðlilegt að beina þeim tilmælum til þessara aðila. Þetta er bara mjög alvarlegt mál og stjórnvöld ættu að skoða það mjög vel finnst mér.“ Að stíga inn í deiluna? „Já, mér finnst það.“ Play Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Næsti samningafundur hefur verið boðaður á fimmtudaginn klukkan tvö. Því er ljóst að fyrirhuguð vinnustöðvun mun taka gildi snemma á fimmtudagsmorgun. Fréttamaður náði tali af Birgi Jónssyni forstjóra Play í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir verkfallsaðgerðirnar hafa skapað mikla röskun fyrir félagið og farþega þess. „Þó að við höfum reynt að gera alls konar breytingar og æfingar til þess að koma deginum í þolanlegt form þá var þetta mjög erfiður dagur. Og við erum að vinna úr því enn sem stendur,“ segir Birgir. Auk aðgerða fimmtudagsins hafa flugumferðarstjórar boðað verkfallsaðgerðir tvo daga í næstu viku. Birgir segir ýmsar ráðstafanir vera gerðar vegna þess, líkt og fyrri daginn. „Við erum að færa til brottfarir og seinka flugum, og gefa fólki alls konar möguleika á því að færa til flugin sín og fá endurgreitt,“ segir Birgir. Hann segir aðgerðirnar koma til með að skapa mikla röskun, sér í lagi nú í aðdraganda jóla. „Hér er fólk að koma heim, námsmenn að koma heim eftir langa dvöl og fólk að fara í jólafrí og hitt og þetta. Þetta á að vera tími þar sem það er gleði og eftirvænting í loftinu en þetta er bara mjög erfitt og súrt ástand.“ Náið þið að láta þetta ganga upp skipti eftir skipti? „Við reynum það og vonum það og það ber að þakka þessu frábæra samstarfsfólki mínu sem er að láta það gerast. En það er auðvitað ekki gott að hugsa til þess að þetta verði nokkrir dagar í viðbót á þessum háannatíma. Það er mjög slæmt.“ Birgir segir eðlilegt að stjórnvöld skoði að beita sér í deilunni. „Það er furðulegt að svona lítill hópur og lítil stétt geti sett allt þetta úr skorðum. Ferðaþjónustan má ekki við þessu núna,“ segir Birgir. Hann segir jarðhræringarnar á Reykjanesskaga hafa haft áhrif á eftirspurn. „Og Ísland sem ferðaþjónustuland almennt séð má ekki við svona höggi.“ Viljið þið þá að það verði sett lög á verkfallið? „Ég er nú ekki sérfróður um það en mér finnst alla vega mjög eðlilegt að beina þeim tilmælum til þessara aðila. Þetta er bara mjög alvarlegt mál og stjórnvöld ættu að skoða það mjög vel finnst mér.“ Að stíga inn í deiluna? „Já, mér finnst það.“
Play Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira