Telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 12. desember 2023 20:52 Birgir segir verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra hafa skapað mikla röskun. Flugumferðarstjórar hafa boðað verkfallsaðgerðir tvo daga í næstu viku að öllu óbreyttu. Vísir/Arnar Flugsamgöngur lömuðust þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í morgun. Frekari verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar á fimmtudag og í næstu viku. Fundi var slitið nú síðdegis án þess að samningar næðust. Forstjóri Play segir furðulegt að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum og telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna. Næsti samningafundur hefur verið boðaður á fimmtudaginn klukkan tvö. Því er ljóst að fyrirhuguð vinnustöðvun mun taka gildi snemma á fimmtudagsmorgun. Fréttamaður náði tali af Birgi Jónssyni forstjóra Play í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir verkfallsaðgerðirnar hafa skapað mikla röskun fyrir félagið og farþega þess. „Þó að við höfum reynt að gera alls konar breytingar og æfingar til þess að koma deginum í þolanlegt form þá var þetta mjög erfiður dagur. Og við erum að vinna úr því enn sem stendur,“ segir Birgir. Auk aðgerða fimmtudagsins hafa flugumferðarstjórar boðað verkfallsaðgerðir tvo daga í næstu viku. Birgir segir ýmsar ráðstafanir vera gerðar vegna þess, líkt og fyrri daginn. „Við erum að færa til brottfarir og seinka flugum, og gefa fólki alls konar möguleika á því að færa til flugin sín og fá endurgreitt,“ segir Birgir. Hann segir aðgerðirnar koma til með að skapa mikla röskun, sér í lagi nú í aðdraganda jóla. „Hér er fólk að koma heim, námsmenn að koma heim eftir langa dvöl og fólk að fara í jólafrí og hitt og þetta. Þetta á að vera tími þar sem það er gleði og eftirvænting í loftinu en þetta er bara mjög erfitt og súrt ástand.“ Náið þið að láta þetta ganga upp skipti eftir skipti? „Við reynum það og vonum það og það ber að þakka þessu frábæra samstarfsfólki mínu sem er að láta það gerast. En það er auðvitað ekki gott að hugsa til þess að þetta verði nokkrir dagar í viðbót á þessum háannatíma. Það er mjög slæmt.“ Birgir segir eðlilegt að stjórnvöld skoði að beita sér í deilunni. „Það er furðulegt að svona lítill hópur og lítil stétt geti sett allt þetta úr skorðum. Ferðaþjónustan má ekki við þessu núna,“ segir Birgir. Hann segir jarðhræringarnar á Reykjanesskaga hafa haft áhrif á eftirspurn. „Og Ísland sem ferðaþjónustuland almennt séð má ekki við svona höggi.“ Viljið þið þá að það verði sett lög á verkfallið? „Ég er nú ekki sérfróður um það en mér finnst alla vega mjög eðlilegt að beina þeim tilmælum til þessara aðila. Þetta er bara mjög alvarlegt mál og stjórnvöld ættu að skoða það mjög vel finnst mér.“ Að stíga inn í deiluna? „Já, mér finnst það.“ Play Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira
Næsti samningafundur hefur verið boðaður á fimmtudaginn klukkan tvö. Því er ljóst að fyrirhuguð vinnustöðvun mun taka gildi snemma á fimmtudagsmorgun. Fréttamaður náði tali af Birgi Jónssyni forstjóra Play í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir verkfallsaðgerðirnar hafa skapað mikla röskun fyrir félagið og farþega þess. „Þó að við höfum reynt að gera alls konar breytingar og æfingar til þess að koma deginum í þolanlegt form þá var þetta mjög erfiður dagur. Og við erum að vinna úr því enn sem stendur,“ segir Birgir. Auk aðgerða fimmtudagsins hafa flugumferðarstjórar boðað verkfallsaðgerðir tvo daga í næstu viku. Birgir segir ýmsar ráðstafanir vera gerðar vegna þess, líkt og fyrri daginn. „Við erum að færa til brottfarir og seinka flugum, og gefa fólki alls konar möguleika á því að færa til flugin sín og fá endurgreitt,“ segir Birgir. Hann segir aðgerðirnar koma til með að skapa mikla röskun, sér í lagi nú í aðdraganda jóla. „Hér er fólk að koma heim, námsmenn að koma heim eftir langa dvöl og fólk að fara í jólafrí og hitt og þetta. Þetta á að vera tími þar sem það er gleði og eftirvænting í loftinu en þetta er bara mjög erfitt og súrt ástand.“ Náið þið að láta þetta ganga upp skipti eftir skipti? „Við reynum það og vonum það og það ber að þakka þessu frábæra samstarfsfólki mínu sem er að láta það gerast. En það er auðvitað ekki gott að hugsa til þess að þetta verði nokkrir dagar í viðbót á þessum háannatíma. Það er mjög slæmt.“ Birgir segir eðlilegt að stjórnvöld skoði að beita sér í deilunni. „Það er furðulegt að svona lítill hópur og lítil stétt geti sett allt þetta úr skorðum. Ferðaþjónustan má ekki við þessu núna,“ segir Birgir. Hann segir jarðhræringarnar á Reykjanesskaga hafa haft áhrif á eftirspurn. „Og Ísland sem ferðaþjónustuland almennt séð má ekki við svona höggi.“ Viljið þið þá að það verði sett lög á verkfallið? „Ég er nú ekki sérfróður um það en mér finnst alla vega mjög eðlilegt að beina þeim tilmælum til þessara aðila. Þetta er bara mjög alvarlegt mál og stjórnvöld ættu að skoða það mjög vel finnst mér.“ Að stíga inn í deiluna? „Já, mér finnst það.“
Play Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira