Mál konunnar sem féll á bakkanum fer ekki lengra Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. desember 2023 13:56 Borgin telur málið fordæmisgefandi en Hæstiréttur fellst ekki á það. Reykjavíkurborg Hæstiréttur hefur hafnað beiðni um áfrýjunarleyfi vegna dóms Landsréttar í máli konu sem borginni hefur verið gert að greiða skaðabætur fyrir líkamstjón sem hún varð fyrir þegar hún féll á sundlaugarbakk í Sundhöll Reykjavíkur. Konan rann til á mottu sem hafði verið komið fyrir á bakkanum við útilaug Sundhallarinnar þann 6. desember 2018 að kvöldlagi þegar hún var á gangi frá kvennaklefa Sundhallarinnar í átt að heitum potti sem er á útisvæði samsíða útilauginni. Þegar konan gekk eftir blárri mottu sem komið hafði verið fyrir á gönguleiðinni hennar illi vaðlaugar og sundlaugarinnar skrikaði henni fótur og hún féll. Upprunalega féll héraðsdómur ekki á að sleipa sem varð konunni að falli hafi verið eðlileg þannig að fall hennar verði talið hafa átt sér stað vegna óhappatilviljunar. Því hafi ekkert komið fram í málinu sem hafi skotið stoðum undir málatilbúnað Reykjavíkurborgar að konan hafi á einhvern hátt gengið óvarlega fram eða átt hlut að því á annan hátt að slys hennar átti sér stað. Borgin telur málið fordæmisgefandi Landréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms. Rétturinn telur að sérstakrar varúðar skuli gætt um allan aðbúnað á sund-og baðstöðum og að ríkar kröfur megi gera til rekstraraðila slíkra staða um rannsókn á orsökum slysa og varðveislu gagna. Gögn málsins hafi bent til þess að mottan sem um ræðir hafi ekki verið sérstaklega skoðuð í kjölfar slyssins og því lægju ekki fyrir gögn um ástand hennar og eiginleika á slysdegi. Borginni hafi ekki tekist að hrekja staðhæfingu konunnar um að hún hafi dottið á mottunni vegna hættueiginleika hennar og ekkert hafi legið fyrir um það að konan hafi ekki sýnt fulla aðgæslu á bakkanum. Landsréttur komst að sömu niðurstöðu í málinu og héraðsdómur. Reykjavíkurborg Í beiðni sinni um áfrýjun til Hæstaréttar ber borgin meðal annars fyrir sig að niðurstaðan í málinu geti verið fordæmisgefandi. Settar séu fram ný viðmið og nýjar reglur um sönnunarbyrði í dómi Landsréttar. Niðurstaðan feli í sér slíkt frávik frá meginreglum um sönnun í líkamstjónsmálum sem varða ábyrgð fasteignaeigenda að nauðsynlegt sé að hæstiréttur taki afstöðu til þessara grundvallabreytinga. Þá segir borgin að alfarið hafi verið litið fram hjá ráðstöfunum starfsmanna sundlaugarinnar til að tryggja öryggi sundlaugargesta og aðgæsluskylda konunnar við hála sundlaugarbakka. Hæstiréttur fellst ekki á að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi og þá verði ekki séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur. Dómsmál Reykjavík Sundlaugar Tryggingar Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Sjá meira
Konan rann til á mottu sem hafði verið komið fyrir á bakkanum við útilaug Sundhallarinnar þann 6. desember 2018 að kvöldlagi þegar hún var á gangi frá kvennaklefa Sundhallarinnar í átt að heitum potti sem er á útisvæði samsíða útilauginni. Þegar konan gekk eftir blárri mottu sem komið hafði verið fyrir á gönguleiðinni hennar illi vaðlaugar og sundlaugarinnar skrikaði henni fótur og hún féll. Upprunalega féll héraðsdómur ekki á að sleipa sem varð konunni að falli hafi verið eðlileg þannig að fall hennar verði talið hafa átt sér stað vegna óhappatilviljunar. Því hafi ekkert komið fram í málinu sem hafi skotið stoðum undir málatilbúnað Reykjavíkurborgar að konan hafi á einhvern hátt gengið óvarlega fram eða átt hlut að því á annan hátt að slys hennar átti sér stað. Borgin telur málið fordæmisgefandi Landréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms. Rétturinn telur að sérstakrar varúðar skuli gætt um allan aðbúnað á sund-og baðstöðum og að ríkar kröfur megi gera til rekstraraðila slíkra staða um rannsókn á orsökum slysa og varðveislu gagna. Gögn málsins hafi bent til þess að mottan sem um ræðir hafi ekki verið sérstaklega skoðuð í kjölfar slyssins og því lægju ekki fyrir gögn um ástand hennar og eiginleika á slysdegi. Borginni hafi ekki tekist að hrekja staðhæfingu konunnar um að hún hafi dottið á mottunni vegna hættueiginleika hennar og ekkert hafi legið fyrir um það að konan hafi ekki sýnt fulla aðgæslu á bakkanum. Landsréttur komst að sömu niðurstöðu í málinu og héraðsdómur. Reykjavíkurborg Í beiðni sinni um áfrýjun til Hæstaréttar ber borgin meðal annars fyrir sig að niðurstaðan í málinu geti verið fordæmisgefandi. Settar séu fram ný viðmið og nýjar reglur um sönnunarbyrði í dómi Landsréttar. Niðurstaðan feli í sér slíkt frávik frá meginreglum um sönnun í líkamstjónsmálum sem varða ábyrgð fasteignaeigenda að nauðsynlegt sé að hæstiréttur taki afstöðu til þessara grundvallabreytinga. Þá segir borgin að alfarið hafi verið litið fram hjá ráðstöfunum starfsmanna sundlaugarinnar til að tryggja öryggi sundlaugargesta og aðgæsluskylda konunnar við hála sundlaugarbakka. Hæstiréttur fellst ekki á að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi og þá verði ekki séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur.
Dómsmál Reykjavík Sundlaugar Tryggingar Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Sjá meira