Mál konunnar sem féll á bakkanum fer ekki lengra Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. desember 2023 13:56 Borgin telur málið fordæmisgefandi en Hæstiréttur fellst ekki á það. Reykjavíkurborg Hæstiréttur hefur hafnað beiðni um áfrýjunarleyfi vegna dóms Landsréttar í máli konu sem borginni hefur verið gert að greiða skaðabætur fyrir líkamstjón sem hún varð fyrir þegar hún féll á sundlaugarbakk í Sundhöll Reykjavíkur. Konan rann til á mottu sem hafði verið komið fyrir á bakkanum við útilaug Sundhallarinnar þann 6. desember 2018 að kvöldlagi þegar hún var á gangi frá kvennaklefa Sundhallarinnar í átt að heitum potti sem er á útisvæði samsíða útilauginni. Þegar konan gekk eftir blárri mottu sem komið hafði verið fyrir á gönguleiðinni hennar illi vaðlaugar og sundlaugarinnar skrikaði henni fótur og hún féll. Upprunalega féll héraðsdómur ekki á að sleipa sem varð konunni að falli hafi verið eðlileg þannig að fall hennar verði talið hafa átt sér stað vegna óhappatilviljunar. Því hafi ekkert komið fram í málinu sem hafi skotið stoðum undir málatilbúnað Reykjavíkurborgar að konan hafi á einhvern hátt gengið óvarlega fram eða átt hlut að því á annan hátt að slys hennar átti sér stað. Borgin telur málið fordæmisgefandi Landréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms. Rétturinn telur að sérstakrar varúðar skuli gætt um allan aðbúnað á sund-og baðstöðum og að ríkar kröfur megi gera til rekstraraðila slíkra staða um rannsókn á orsökum slysa og varðveislu gagna. Gögn málsins hafi bent til þess að mottan sem um ræðir hafi ekki verið sérstaklega skoðuð í kjölfar slyssins og því lægju ekki fyrir gögn um ástand hennar og eiginleika á slysdegi. Borginni hafi ekki tekist að hrekja staðhæfingu konunnar um að hún hafi dottið á mottunni vegna hættueiginleika hennar og ekkert hafi legið fyrir um það að konan hafi ekki sýnt fulla aðgæslu á bakkanum. Landsréttur komst að sömu niðurstöðu í málinu og héraðsdómur. Reykjavíkurborg Í beiðni sinni um áfrýjun til Hæstaréttar ber borgin meðal annars fyrir sig að niðurstaðan í málinu geti verið fordæmisgefandi. Settar séu fram ný viðmið og nýjar reglur um sönnunarbyrði í dómi Landsréttar. Niðurstaðan feli í sér slíkt frávik frá meginreglum um sönnun í líkamstjónsmálum sem varða ábyrgð fasteignaeigenda að nauðsynlegt sé að hæstiréttur taki afstöðu til þessara grundvallabreytinga. Þá segir borgin að alfarið hafi verið litið fram hjá ráðstöfunum starfsmanna sundlaugarinnar til að tryggja öryggi sundlaugargesta og aðgæsluskylda konunnar við hála sundlaugarbakka. Hæstiréttur fellst ekki á að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi og þá verði ekki séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur. Dómsmál Reykjavík Sundlaugar Tryggingar Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Konan rann til á mottu sem hafði verið komið fyrir á bakkanum við útilaug Sundhallarinnar þann 6. desember 2018 að kvöldlagi þegar hún var á gangi frá kvennaklefa Sundhallarinnar í átt að heitum potti sem er á útisvæði samsíða útilauginni. Þegar konan gekk eftir blárri mottu sem komið hafði verið fyrir á gönguleiðinni hennar illi vaðlaugar og sundlaugarinnar skrikaði henni fótur og hún féll. Upprunalega féll héraðsdómur ekki á að sleipa sem varð konunni að falli hafi verið eðlileg þannig að fall hennar verði talið hafa átt sér stað vegna óhappatilviljunar. Því hafi ekkert komið fram í málinu sem hafi skotið stoðum undir málatilbúnað Reykjavíkurborgar að konan hafi á einhvern hátt gengið óvarlega fram eða átt hlut að því á annan hátt að slys hennar átti sér stað. Borgin telur málið fordæmisgefandi Landréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms. Rétturinn telur að sérstakrar varúðar skuli gætt um allan aðbúnað á sund-og baðstöðum og að ríkar kröfur megi gera til rekstraraðila slíkra staða um rannsókn á orsökum slysa og varðveislu gagna. Gögn málsins hafi bent til þess að mottan sem um ræðir hafi ekki verið sérstaklega skoðuð í kjölfar slyssins og því lægju ekki fyrir gögn um ástand hennar og eiginleika á slysdegi. Borginni hafi ekki tekist að hrekja staðhæfingu konunnar um að hún hafi dottið á mottunni vegna hættueiginleika hennar og ekkert hafi legið fyrir um það að konan hafi ekki sýnt fulla aðgæslu á bakkanum. Landsréttur komst að sömu niðurstöðu í málinu og héraðsdómur. Reykjavíkurborg Í beiðni sinni um áfrýjun til Hæstaréttar ber borgin meðal annars fyrir sig að niðurstaðan í málinu geti verið fordæmisgefandi. Settar séu fram ný viðmið og nýjar reglur um sönnunarbyrði í dómi Landsréttar. Niðurstaðan feli í sér slíkt frávik frá meginreglum um sönnun í líkamstjónsmálum sem varða ábyrgð fasteignaeigenda að nauðsynlegt sé að hæstiréttur taki afstöðu til þessara grundvallabreytinga. Þá segir borgin að alfarið hafi verið litið fram hjá ráðstöfunum starfsmanna sundlaugarinnar til að tryggja öryggi sundlaugargesta og aðgæsluskylda konunnar við hála sundlaugarbakka. Hæstiréttur fellst ekki á að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi og þá verði ekki séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur.
Dómsmál Reykjavík Sundlaugar Tryggingar Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira